Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 29
Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
gudrung@mbl.is
Um daginn var ég að akaniður Laugaveg og varekkert sérstaklega aðflýta mér. Fyrir framan
mig var vélhjól og maður sem sat á
því, klæddur leðurgalla með hjálm á
höfði. Í rólegheitum biðum við á
rauðu ljósi – en svo kom grænt ljós og
maðurinn á vélhjólinu virtist ekki
taka eftir því, hann horfði til hliðar og
fór ekki af stað.
„Einn sem lætur sig dreyma,“
hugsaði ég og datt skyndilega í hug að
flauta lítillega, svona til að ýta við
honum ef hann hefði gleymt sér alvar-
lega. Og mikið rétt, hann rauk af stað
og ég líka á bílnum mínum. Ég fór
meira að segja fljótlega fram úr hjól-
inu. En allt í einu varð allt umhverfið
sveipað bláum bjarma, blá blikkljós
eltu mig dálitla stund áður en ég átt-
aði mig á að bláu ljósunum væri beint
að mér.
Ég stansaði og renndi niður fram-
rúðunni.
„Er eitthvert þras hér,“ sagði ung-
ur og myndarlegur lögreglumaður og
horfði fast í augu mér undan hjálm-
inum.
„Ha, þras, nei, nei, það er ekkert
þras, hreint ekkert þras,“ svaraði ég
hissa. Mér varð skyndilega ljóst að
draumlyndi vélhjólamaðurinn – sem
ég hélt vera – væri lögreglumaður í
fullum skrúða á veglegu mótorhjóli
með öllum græjum, þar á meðal blikk-
ljósunum bláu.
„Gerir þú þér grein fyrir að þú
flautaðir á öryggistæki,“ sagði lög-
reglumaðurinn.
„Nei, ég hélt bara að þú værir
venjulegur maður sem hefði gleymt
sér,“ sagði ég og var nú svolítið skjálf-
rödduð.
„Það er alvarlegt mál að flauta á ör-
yggistæki, þú gerir þér væntanlega
grein fyrir því,“ sagði lögreglumað-
urinn með þunga í röddinni.
„Ég bið innilega afsökunar, ég veit
ekki af hverju ég gerði þetta –
kannski af því að ég hélt bara að þú
værir annars hugar,“ sagði ég stam-
andi og auðmjúkri röddu.
„Annars hugar! Það er spurning
hver er annars hugar. Af hverju ert
þú ekki bundin,“ sagði nú lög-
reglumaðurinn og benti á bílbeltið
sem greinilega var ekki utan um mig
eins og það átti að vera.
„Ja – líklega er það bara ég sem er
annars hugar,“ svaraði ég.
„Það lítur út fyrir það,“ sagði lög-
reglumaðurinn og horfði enn fast á
mig.
Það varð þögn nokkra stund, svo
sagði ég aftur:
„Ég bið mjög innilega afsökunar á
að hafa flautað á öryggistæki, ég geri
það aldrei aftur.“
Lögreglumaðurinn horfði á mig
efasemdafullur, rétt eins og hann
renndi í grun að ég væri sjálf draum-
lynd og legði jafnvel í vana minn að
flauta á öryggistæki hvenær sem ég
sæi mér færi.
„Jæja, látum þetta eiga sig núna.
En ekkert þras, mundu það,“ sagði
lögreglumaðurinn svo eftir nokkurt
hik. Síðan ók hann af stað í blússi, nú
án bláu blikkljósanna.
Þetta var einkennilegt atvik, eink-
um af því að ég er á móti því að flauta
yfirleitt. Oft hef ég fylgst með fólki
flauta og flauta í gríð og erg, rétt eins
og líf lægi við.
„Það er nú meira hvað öllum liggur
á í þessum heimi, ætli væri ekki betra
að fara stillt af stað,“ hugsa ég þá
hneyksluð.
Og nú hafði það hent sjálfa mig að
flauta af litlu tilefni – og þá endilega á
öryggistæki. En svona er þetta. „Það
sem að helst hann varast vann, varð
þó að koma yfir hann.“ Það ágæta
máltæki sannast þarna enn einu sinni.
Flautað
á örygg-
istæki
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR
Þó svo að lýtaaðgerð-ir séu umdeildarverða þær sífelltvinsælli um allan
heim. Fyrstu lýtaaðgerð-
irnar voru síður en svo gerð-
ar á fullkomlega heilbrigðu
fólki, heldur á þeim sem
höfðu afskræmst svo í stríði
að þeir gátu jafnvel ekki séð,
talað, borðað eða drukkið.
Sjóliðinn Walter Yeo var
fyrstur allra til að gangast
undir lýtaaðgerð. Yeo lenti í
slysi árið 1916, þegar hann
flutti skotvopn um borð í
herskip og varð andlit hans
algerlega óþekkjanlegt. Svo
mikill var skaðinn að hann
missti efri og neðri augnlok
hafi framkvæmt um ellefu
þúsund aðgerðir alls á um
fimm þúsund mönnum. Þeir
sem nutu þessarar þjónustu
Gilles voru allir hermenn
sem höfðu slasast í stríðinu.
Það var hins vegar mun
síðar á sömu öld sem farið
var að framkvæma þessar
aðgerðir á líkamlega heil-
brigðu fólki sem var ósátt
við eigið útlit.
Lýtalækningar voru
áhrifarík leið til að takast á
við þá hræðilegu áverka sem
hermenn hlutu í bardögum á
vígvöllum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar.
Lýtin lagfærð
Fyrir og eftir Sjóliðinn Walter Yeo var fyrstur til að gangast undir lýtaaðgerð. Fyrsta
myndin sýnir hvernig andlit hans var útleikið áður en hann gekkst undir aðgerðirnar.
á báðum augum. Ári síðar
fékk hann meðferð hjá
lækninum Harold Gilles,
sem kallaður hefur verið
faðir lýtalækninganna. Gil-
les var þá nýbúinn að opna
sérstaka deild á Queen Ma-
ry’s Hospital í Sidkup í
Bretlandi. Hafði hann þróað
sérstaka aðferð við að taka
heilbrigða húð af einum stað
á fólki og græða hana á
sjúka svæðið. Í tilfelli Yeos
græddi hann „húðgrímu“ yf-
ir augu hans sem varð síðan
að nýjum augnlokum.
Gille þróaði seinna meir
frekari aðferðir við lýta-
lækningar ásamt samstarfs-
fólki sínu. Talið er að hann
Borgarferðir
Haust vetrarveisla&
Karabíska hafið
Kanarí og Tenerife
• Barcelona
• Prag
• Búdapest
• Kraká
• Montreal
• Róm
• Sikiley
• Stuttgart/
Heidelberg
Borgarveisla í beinu flugi!
Frábær sértilboð til fjölda áfangastaða í haust og vetur!
Kynntu þér fjölda einstakra sértilboða á www.heimsferdir.is
og tryggðu þér haust- eða vetrarfrí á frábærum kjörum!
Mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Bókaðu núna!
Sölutímabil
6.-20. sept.
Frábær
sértilboð
– beint vikulegt
morgunflug í allan vetur
• Dóminíska lýðveldið
• Barbados
• Kúba
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is
Frá kr. 24.900
Frá kr. 99.900
– allt innifalið í 9 nætur
Frá kr. 55.350
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.A
llt
ve
rð
er
ne
tv
er
ð
á
m
an
n.
Kynntu
þér fráb
ær
veislutil
boð á
www.he
imsferd
ir.is