Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 30

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 30
30 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Fær þitt fyrirtæki jafnlaunavottun? FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is E in af þeim aðferðum sem koma til greina við að berjast gegn kyn- bundnum launamun er að taka upp sérstaka jafnlaunavottun, en það felur í sér op- inbera viðurkenningu á því að þar sé starfsfólki ekki mismunað í launum á grundvelli kynferðis. Þrjár nefndir eru starfandi á vegum stjórnvalda sem vinna að tillögum gegn kyn- bundnum launamun. Fyrsta nefndin mun skila tillögum í byrjun næsta mánaðar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar er að finna sérstakan kafla um jafnréttismál þar sem segir að minnka skuli kynbundinn launamun „um helming fyrir lok kjörtímabils- ins“. Ennfremur segir að endurmeta skuli „sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri- hluta.“ Til að vinna að þessu markmiði voru fyrir ári skipaðar þrjá nefndir. Ein á að skoða sérstaklega einka- markaðinn, önnur skoðar opinbera vinnumarkaðinn og þriðja nefndin er ráðgjafahópur sem ætlað er að vera ráðherra til ráðgjafar um hvernig megi hrinda í framkvæmd þeim markmiðum sem er að finna í stefnu- yfirlýsingunni um jafnréttismál. Nýr stór launakönnun birt innan skamms Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra og bankastjóri, er formaður nefndar sem er að skoða almenna vinnumarkaðinn og hún ætlar sér að skila tillögum í byrjun október. Jón segir að nefndin ætli að leggja fram tillögur sem hann segist vonast eftir að sumar hverjar geti strax farið að skila árangri. „Þetta varðar fyrst og fremst að- ferðirnar við launaákvarðanir innan fyrirtækja þar sem nú orðið er ákvörðunarstaðurinn fyrir launin. Við höfum freistað þess að finna aðferðir og leiðir sem gætu stuðlað að launa- jafnrétti á þeim vettvangi, þar sem kaupin gerast,“ segir Jón. Ölöf Nordal þingmaður er formað- ur nefndar sem er að skoða launamun á opinbera markaðinum. Hún segir stefnt að því að nefndin geri grein fyrir störfum sínum á jafnréttisþingi í nóvember. Endanlegum tillögum verði skilað síðar. Eitt af því sem nefndirnar hafa unnið að er að gera launakönnun sem nær til alls vinnumarkaðarins. Nið- urstaða þessarar könnunar liggur fyrir og verður kynnt á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins benda niðurstöður könnunarinnar ekki til þess að það sé að draga úr launamun kynjanna. Þvert á móti sé þessi munur jafnvel meiri en áður var talið. Hugmyndin um að koma á fót launavottun hefur verið til umræðu um nokkurt skeið. Við gerð síðustu kjarasamninga á almenna mark- aðinum var t.d. samþykkt bókun þar sem segir: „Þróað verði vottunarferli sem fyrirtæki geta nýtt sér og feli í sér vottun á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og jafna möguleika kynjanna til starfa og starfsþróunar.“ Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að hugmyndir um launavottun séu spennandi. Þær hafi hvergi verið reyndar áður, en rætt hafi verið um að Staðlaráð byggi til staðla sem hægt væri að miða við. Þessi vinna sé ekki hafin, en fyrsta skrefið sé að nefndir skili áliti. Kristín segir að þó að þessi vinna sé hafin sé langt í land. Það megi heldur ekki gleyma því að við gerð kjarasamninga hafi menn haft tækifæri til að gera breytingar á launum kvennastétta. Þetta tækifæri hafi ekki verið nýtt í síðustu samn- ingum. Morgunblaðið/RAX Vottun um jöfn laun Eitt þeirra tækja sem hægt er að nýta í baráttunni gegn kynbundnum launamun er svonefnd jafnlaunavottun. Könnun SFR á launamun kynjanna leiddi í ljós að ekki væri mikið um kynbundinn launamun innan stofn- ana. Það væru hins vegar nokkur dæmi um mikinn launamun milli stofnana. Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, sagði að þegar félagið skoðaði af hverju skrifstofustjórar á sýslumannsembættum væru á misháu kaupi hefði komið í ljós að þar sem karlar gegndu þessu starfi væru þeir oftast með mun hærri laun en konur sem gegndu sama starfi. Árni Stefán segir að stóra vandamálið varðandi kynbundið launamisrétti sé að fjölmennar stéttir í umönnunar- og mennta- geiranum séu lágt launaðar. Konur séu mjög fjölmennar í þessum stéttum. Hann segir augljóst að ef ríkisstjórnin meini eitthvað með því að bæta stöðu þessara kvenna- stétta muni það kosta talsverða peninga. Ekki hafi reynst vilji til að taka á þessu í síðustu kjara- samningum þó að SFR hafi leitað talsvert ákveðið eftir því að það yrði gert. HANN FÉKK HÆRRI LAUN›› 17. sept. 1978: „Mikið hefur verið rætt og ritað um málefni fatlaðra undanfarið og er það vel. Sjálfs- björg, félag fatlaðra í Reykjavík, gengst fyrir aðgerðum nk. þriðju- dag til að vekja athygli á mál- efnum félagsmanna sinna og er þess að vænta, að félagið hafi er- indi sem erfiði á tuttugu ára starfsafmæli sínu. Þeir eru marg- ir, sem unnið hafa að hagsmuna- málum fatlaðra á undanförnum ár- um, og eru þeir nú, sem betur fer, að uppskera eins og til var sáð. Almenningur tekur gagnrýni fatl- aðra vel og fólkið í landinu vill, að stutt sé rækilega við bakið á fötl- uðu fólki og málstað þess. Mönn- um hefur að vísu einatt sézt yfir, hversu nauðsynlegt það er í jafn- réttisþjóðfélagi eins og okkar, að fatlaðir sitji við sama borð og aðr- ir þjóðfélagsþegnar, en þess er að vænta, að fatlað fólk njóti í hví- vetna jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Á það hefur verið lagður nægilegur kross, þó að það þurfi ekki að standa í stímabraki við einstaklinga eða opinbera aðila vegna sjálfsagðs jafnréttis, sem það á að njóta ekki síður en aðrir þegnar þjóðfélagsins.“ . . . . . . . . . . 13. sept. 1998: „Skýrsla Kenneth Starr, sérlegs saksóknara, til Bandaríkjaþings um samband Clintons Bandaríkjaforseta og ungrar stúlku, Monicu Lewinsky, hefur eins og við mátti búast vakið gífurlega athygli um allan heim. Í skýrslu þessari er lýst með ná- kvæmum hætti kynferðislegu sam- bandi forsetans og stúlkunnar og jafnframt er hann sakaður um brot á ýmsum lögum í viðleitni til þess að halda þessu sambandi leyndu. Við lestur skýrslunnar verður ljóst, að upphaf þessa máls er framhjáhald Bandaríkjaforseta, sem hann hafði áður neitað en við- urkenndi fyrir nokkrum vikum, að hefði átt sér stað.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Skrif BjörnsBjarnason-ar dóms- málaráðherra í nýjasta tölublaði Þjóðmála þess efnis að hátt- settir bandarískir embætt- ismenn hafi vaxandi áhyggjur af öryggi á Norður-Atlants- hafi eru athyglisverð. Rök Bandaríkjamanna fyrir því að kalla herlið sitt brott frá Ís- landi snerust um hagkvæmni. Tíðindalaust væri á Norður- Atlantshafsvígstöðvunum og því væri viðbúnaður á Íslandi óþarfur. Meiri not væru fyrir þennan viðbúnað annars stað- ar. Framgangur Bandaríkja- manna við brottflutning hers- ins var síðan svo einhliða að allt tal um varnarsamstarf var eins og tómur tilbún- ingur. Í grein Björns kemur fram að nú sé nýtt hljóð kom- ið í strokkinn vestan hafs og af- staða bandarískra ráðamanna til æfingaflugs Rússa yfir Norður-Atlantshafi hafi breyst. Í bandarískum blöð- um hafa nýlega birst leiðarar um áhrif bráðnunar íshett- unnar á norðurpólnum á ör- yggismál. Björn vísar til þess að nú muni orkuöryggi koma í stað hernaðarlegs öryggis. Hafi ekki þegar myndast nýtt öryggissamband milli Banda- ríkjanna og Íslands við nýjar aðstæður megi ætla að það sé skammt undan. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessi breyting á hugarfari mun birtast á næstu miss- erum. Breytt hljóð í Banda- ríkjamönnum?}Nýtt öryggissamband? F yrir tveimur mánuðum rúmum lét ég í ljósi þá skoðun mína á þess- um vettvangi, að ríkisstjórnin ætti að leiðrétta laun ljósmæðra strax. Þá var launadeila þeirra við ríkið þegar komin í hnút. Tveimur mánuðum síðar hefur ekkert hreyfst til betri vegar. Tvö verkföll ljósmæðra hafa ekki dugað til að leysa deiluna. Nýjasta útspil ríkisins er ekki líklegt til þess að græða sárin, eða veikja afstöðu ljós- mæðra, þvert á móti. Með lögsókn sinni á hend- ur ljósmæðrum hefur fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, sent ljósmæðrum skýr skilaboð um það að þær geti étið það sem úti frýs og hangið á horriminni hans vegna. Þær hafa með sér samúð og skilning þjóðarinnar, en einnig lands- lög, og því má ekki gleyma, því þar stendur að ekki megi mismuna fólki eftir kyni, til dæmis til launa. Þær hafa margsagt að uppsagnir þeirra í kjaradeil- unni séu mál hverrar og einnar. Hvers virði er plagg það er kallast stjórnarsáttmáli? Er það ekki samningur sá sem ráðamenn okkar gera í okkar umboði, um það hvernig þeir ætla að þjóna landsmönnum? Ljóst má vera að Árni Mathiesen telur þann samning ekki pappírsins virði, því þar var sannarlega kveðið á um að jafna ætti óútskýrðan kynbundinn launamun. Ég hef bent á það áður, að markaðslaun nýútskrifaðs verkfræðings með meistarapróf nema um 399.897 krónum. Með tíu ára próf er hann kominn með um 600 þúsund krónur í laun. Menntum ljósmæðra er jafnlöng. Hún er meistarapróf. Samt fara ljósmæður ekki fram á svo mikið. Í stað þess að horfast í augu við þessa skekkju með reisn, viðurkenna hana og leiðrétta, kýs fjármálaráðherra að kasta skít í konurnar sem nú leita lögmæts réttar síns. Það er nú meiri reisnin yfir því, eða hitt þó heldur. Í hverra umboði er Árni Mathiesen við völd? Svo rammt kveður að skömminni, að jafnvel flokksbræður hans sjá ástæðu til að atyrða hann opinberlega fyrir að hafa ekki tekið á málinu og leyst það. Stjórnmálamenn vilja gleyma því að þeir eru þjónar, ekki drottnarar. Þeir þiggja vald sitt af fólkinu sem kýs þá, og eiga að sinna því af auðmýkt, lítillæti og virðingu bæði fyrir málefnunum sem þeim er treyst fyrir, og þeim sem fólu þeim valdið. Það er ekki að sjá að Árni Mathiesen hafi nokkra þá auðmýkt til að bera, sem hugsanlega gæti gert hann að góðum stjórn- málamanni. En fjármálaráðherra situr ekki einn í þessum fúla pytti. Samráðherrar hans, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna, sem báðar hafa talað hátt og skýrt fyrir jafnrétti kynjanna, og nauðsyn þess að eyða kynbundnum launamun, sitja með Árna í forinni. Þær bera líka ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, eins og aðrir í þessari hjálparlausu rík- isstjórn. Hvar er nú allt þeirra jafnréttistal? Eru þær sátt- ar við þetta? Voru fögru orðin kannski skrum? Eða er bara best að þegja til að hanga aðeins lengur í valdastóln- um? begga@mbl.is Bergþóra Jónsdóttir Pistill Til hvers að tala um jafnrétti? Aðgerðir lög-reglu hjá hælisleitendum á Reykjanesi vekja margar spurn- ingar. Grunur lék á að einhverjir þeirra hefðu brotið af sér og þá var ruðst inn á heimili allra með fíkni- efnahunda og peningar gerðir upptækir. Ef þessi röksemd- arfærsla væri færð yfir á þjóðfélagið í heild mætti allur almenningur búast við að gerð yrði húsleit vegna gruns um að sumir hefðu í fórum sínum eiturlyf eða sér- kennilega mikið reiðufé. Sagt var að aðgerðirnar hefðu farið fram samkvæmt lögum og undirbúningur með tilliti til réttinda hælisleit- enda hafi tekið marga daga. Þau rök að uppi hafi verið grunur um að fíkniefni kynnu að vera í fórum ein- hverra, því áður hafi fundist fíkni- efni í svona að- gerð, eru afhjúpandi um þessi vönduðu vinnubrögð. Engin fíkniefni fundust í leitinni. Farzad Rahmanian, hæl- isleitandi frá Íran, segir að- ferðir lögreglunnar hafa verið til þess fallnar að gera hæl- isleitendur tortryggilega: „Þeir komu hingað með valdi og virðingarleysi og settu síð- an allt í fjölmiðla og brugðu þannig upp mynd af okkur sem óvinum eða hryðjuverka- mönnum.“ Það á að koma fram við fólk af virðingu og gildir þá einu hvort í hlut eiga hælisleit- endur eða broddborgara. Þeir komu hingað með valdi og virð- ingarleysi} Húsleit hjá hælisleitendum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.