Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 33 stýrðan leikfangavegg inni á skoðunarherbergj- unum á barnadeildinni, skiptan upp í hólf sem lifna við með tónlist og lýsingu eftir því sem augn- læknirinn ýtir á takka. Litlu krílin gleyma því um leið að þau séu stödd á sjúkrahúsi. Það er augljóst að á þessum bæjum hafa menn hlustað eftir því hvað sjúklingar vilja – og veita þeim það. Verðið lykilatriði Viðtökurnar eru enda góðar. Á BHP eru 23% sjúklinganna erlend, m.a. 3500 sænskir sjúkling- ar sem voru meðhöndlaðir þar í fyrra en Svíar eru annar stærsti erlendi kúnnahópurinn á eftir Bretum. Sama ár fengu 15 íslenskir sjúklingar þjónustu á sama stað og 91 á Bumrungrad. En þó að óvæntar uppákomur í fríum séu aðal- ástæða þess að norrænir ferðamenn komi inn á taílensk sjúkrahús er hlutfallið annað þegar kem- ur að sjúklingum frá Mið-Austurlöndum. Sam- kvæmt upplýsingum frá spítölunum komu 70– 80% þeirra sérstaklega til landsins í því skyni að fá læknisþjónustu. Það er því ljóst að í þeim heimshlutum er lækningaferðamennskan komin á blússandi fart. Ferðamálayfirvöld í Taílandi gera sér fulla grein fyrir þeirri áskorun sem felst í því að lokka evrópska sjúklinga til landsins. Eða eins og hr. Thawatchai Arunyik, sem stýrir m.a. markaðs- setningu landsins í Evrópu orðar það: „Hvers vegna í ósköpunum ætti evrópskur sjúklingur að flengjast alla leið til Taílands til að sækja sér þjónustu sem er ókeypis fyrir hann heima og hann telur ennþá að sé betri í hans eigin landi en annars staðar?“ Hann segir aðalhvatann vera gæði – og þegar fólk sé orðið sannfært um að þau séu jafn mikil eða meiri en heimavið sé verðið lyk- ilatriði. Engir biðlistar Menn draga ekki í efa að læknisþjónustan í Taílandi sé ódýr. Á BHP fengust þær upplýs- ingar að læknismeðferð væri 30–50% ódýrari í Taílandi en í Svíþjóð. Þannig kostaði hnéaðgerð um 45 þúsund sænskar krónur eða tæplega 600 þúsund íslenskar, og annars staðar fengust upp- lýsingar um að brjóstastækkunaraðgerðir kost- uðu um 1.600 bandaríkjadali, eða um 140 þúsund krónur. Fitusog á lærum og rassi kostar um 1.900 dollara (um 167 þúsund krónur) en þá er dvalið eina nótt á sjúkrahúsi. „Verðið skiptir mestu máli,“ segir einnig Ken- neth Mays á Bumrungrad spítalanum. „Að- alvandinn við að markaðssetja læknisþjónustu á erlendri grund er hins vegar að sjúklingurinn vill fá að vita fyrirfram hvað aðgerðin muni kosta og það er ógerlegt að gefa upp nákvæma kostnaðar- áætlun áður en læknir spítalans er búinn að skoða sjúklinginn og leggja mat á það hversu al- varlegt ástand hans er. Í staðinn gefum við upp hvert meðalverð aðgerðarinnar er og hver vik- mörkin eru. Sjúklingurinn á svo að geta treyst því að kostnaðurinn sem hann á eftir að verða fyrir sé á uppgefnu verðbili.“ Loks – og ekki síst fyrir norræna sjúklinga – skiptir aðgengið að þjónustunni öllu máli. Hinn sænski Peter Lindner, sem starfar sem fram- kvæmdastjóri fyrir Tria heilsumiðstöðina í Bang- kok, hefur sögu af segja af 74 ára föður sínum sem þjáist af hjartasjúkdómi. „Foreldrar mínir koma oft og dvelja lengi hjá mér. Einu sinni þeg- ar þau voru í heimsókn fór hjartað að plaga pabba svo ég taldi hann á að fara á spítala. Þar sem við áttum engan pantaðan tíma þurftum við að bíða í klukkutíma áður en hann fékk að hitta hjartasérfræðing. Eftir að pabbi kom heim til Svíþjóðar beið hann í fimm vikur eftir að fá síma- viðtal við hjartasérfræðing þar.“ Á Bumrungrad er staðhæft að meðalbiðtíminn eftir læknisviðtali sé aðeins 17 mínútur gangi sjúklingur inn af götunni án þess að panta tíma á undan. „Ef þú hittir einn sérfræðing sem vill vísa þér á annan sem jafnvel vill að þú hittir þann þriðja er yfirleitt hægt að búa svo um hnúta að það gangi allt eftir innan sama dags,“ segir Ken- neth Mays. Dr. Tares Krassanairawiwong upp- lýsir nánar um framboð á rúmum eða plássum í einkarekna hluta taílenska heilbrigðiskerfisins. „Á árunum 2003–2005 var 48–55% nýting á rúm- um á einkareknum sjúkrahúsum,“ segir hann. Vandamálin eftirá Hvort slík þjónusta og verð nær að vega upp á móti því hversu langt Norðurlandabúar þurfa að ferðast til að njóta þess er hins vegar allt annað mál. Með ferðum til og frá flugvöllum og flug- vallabið við millilendingu tók það blaðamann Morgunblaðsins þannig 28 tíma að koma sér frá Taílandi og heim. Og skyldi það vera æskilegt, að ekki sé sagt óhætt, eftir skurðaðgerð? Í huga þess norræna hóps, sem undirrituð fylgdi á för sinni um Taíland, var sú spurning enda ofarlega hvað gerðist ef einhver vandkvæði kæmu upp í kjölfar meðhöndlunar eða aðgerðar? Og hvað með eftirlit og þjónustu að lokinni að- gerð? Forstjóri BHP, dr. Narong Budhraja, segir ábyrgðina spítalans. Reynt sé að leysa mál í gegn um síma og netið en ef vandkvæðin séu meiri en svo að læknar í heimalandinu geti þjónustað sjúk- linginn sjái spítalinn um að koma honum aftur út til Taílands og meðhöndla hann þar. „Og ef sjúk- lingurinn er ekki í standi til að koma aftur út til okkar sjáum við um allan kostnað sem hlýst af meðhöndlun heima.“ Svipuð svör fengust á Bumrungrad – að hægt væri að fá ráðleggingar í gegnum síma og netið og læknar heimavið fylgd- ust með framvindunni. En hvað gerist ef sjúklingur frá Norð- urlöndum, sem kemur í brjóstastækkun, fær skyndilega hjartaáfall í miðri aðgerð? Hann hefur jú skrifað undir að borga kostnaðinn við aðgerð- ina en þjónustu vegna hjartaáfalls fengi hann ókeypis í heimalandinu. „Númer eitt, tvö og þrjú yrði sjúklingnum bjargað,“ segir fulltrúi Bumrungrad. „Hvað varð- ar aukakostnaðinn sem félli til vegna þessa þá væri reynt að semja við tryggingafélag sjúklings- ins eða hann sjálfan um afborganir. Við reynum að sýna sanngirni og við slíkar sérstakar að- stæður yrðum við að meta hvert tilfelli fyrir sig,“ segir hann en kveður ekki af eða á um hvort sjúk- lingurinn yrði fyrir verulegum fjárútlátum vegna uppákomunnar. Stóratvinnuvegur verður til Þrátt fyrir mikinn vöxt í lækningaferða- mennskunni í Taílandi undanfarin ár eru þar- lendir spítalar síður en svo einir um hituna. Helstu keppinautarnir í álfunni eru Singapore og Indland en Malasía, Hong Kong, Víetnam og Kó- rea eru einnig nefnd til sögunnar. „Og nú eru spítalar í Suður- og Mið-Ameríku einnig farnir að banka á dyrnar,“ segir Kenneth Mays. Það er því ekki að ástæðulausu að bæði sjúkra- húsin og heilbrigðis- og ferðamálayfirvöld í land- inu stundi nú harða markaðssetningu á Taílandi sem þungamiðju lækningaferðamennskunnar í Asíu. Alls staðar þar sem blaðamaður Morg- unblaðsins kom í heimsókn voru sýnd glæsileg kynningarmyndbönd um viðkomandi spítala, augljóslega unnin af fagfólki á auglýsingastofum. Á sömu stöðum var lögð áhersla á heimasíður sem mikilvægan miðil til að kynna starfsemi spít- alanna. Á Phuket, í það minnsta, er m.a.s. starf- andi sérstakt ráð sem ætlað er að ýta undir lækn- ingaferðamennsku á eynni. „Í heiminum í dag er heill atvinnugrein að verða til í tengslum við þetta,“ fullyrðir Kenneth Mays. „Fjölmargir vilja nú hafa milligöngu um lækningar á fjarlægum slóðum og bara ráð- stefnuhald í tengslum við lækningaferðamennsku er orðið heil atvinnugrein út af fyrir sig.“ Eftir er að sjá hver þátttaka Íslendinga og annarra Norðurlandabúa – sem hingað til hafa stoltir státað sig af jöfnuðinum í eigin samfélagi – á eftir að verða í hinni alþjóðavæddu lækninga- ferðamennsku í framtíðinni. Glaðlegt Læknarnir á Rutnin augnspítalanum geta lífgað þenn- an vegg við fyrir sjónum barnungra sjúklinga sinna. Athvarf Útigarður á einum af fjölmörgum svölum Bumrungrad spítalans er góð tilbreyting fyrir sjúklingana. Hlýlegt Barnadeildin á Bumrungrad sjúkrahúsinu minnir um margt frekar á leikskóla en spítala. tprís Bandaríkjamenn geta sparað sér allt að 85% sjúkrakostnaðar með því að „versla“ á erlendum heilbrigð- ismörkuðum, segir The Economist. Þannig megi áætla að fjöldi Bandaríkja- manna sem leggi á sig ferðalög í heilsu- bótarskyni muni rjúka úr því að vera tæp milljón í fyrra upp í 10 milljónir ár- ið 2012. Krankleiki milljóna Kana Hvers kyns þjónustu leita Norðurlandabúar eftir á taílenskum sjúkrastofnunum? Jú, þegar betur er að gáð kemur í ljós að um 60% norrænna sjúklinga eru svokallaðir „slysaferðamenn“ sem koma á spítalann vegna slysa eða skyndilegra veikinda. Eftir standa 40% sem velja það beinlínis sjálfir að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fara að- allega í lýtaaðgerðir en einnig sækja margir þeirra sér ódýra tannlæknaþjónustu í Taí- landi. Algengast er að sjúklingurinn dvelji 3-5 daga á spítölunum í tengslum við að- gerðirnar og svo í viku á hóteli á eftir. Á Bumrungrad eru dæmi um sjúklinga frá Norðurlöndum sem hafa farið í hnjá-, og mjaðmaaðgerðir og jafnvel hjartaaðgerðir á spítalanum. Lýti, tennur, liðir og hjarta Það er fróðlegt að hlusta á skýringar sjúkrahússfólks á því hvers vegna lækninga- ferðamennskan tók að þróast í Taílandi. Tsunami flóðbylgjan á öðrum degi jóla 2004 átti sinn þátt í að þessi atvinnuvegur komst á flug. „Tsunami jók trú norrænna ferða- manna, sérstaklega Svía, á heilbrigðiskerf- inu í Taílandi,“ útskýrir dr. Tares Krass- anairawiwong hjá taílenska heilbrigðisráðuneytinu. Undir þetta taka forkólfar Bangkok spítalans á Phuket sem veitti mestu heilbrigðisþjónustuna á eyjunni þegar flóðbylgjan reið yfir. Ári síðar hófst markviss lækningaferðamennska á staðn- um, enda brýnt að ferðamannaþjónustan þar næði vopnum sínum á ný eftir áfallið sem hlaust af hamförunum. Kenneth Mays hjá Bumrungrad spít- alanum í Bangkok útskýrir hvernig spít- alinn lagði út í stórar fjárfestingar til að auka við húsnæði og tækni seint á síðustu öld áður en gengi taílenska bahtsins hríðféll. „Við það tvöfölduðust skuldir sjúkrahússins í einu vetfangi. Menn sáu fram á gjaldþrot spítalans og urðu að grípa til einhverra ráða. Svarið lá í alþjóðlegum mörkuðum.“ Hann segir 11. september 2001 einnig hafa haft mikil áhrif á þróunina. „Þá varð erfiðara fyrir erlenda sjúklinga að fá vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta leiddi til þess að margir sneru sér til Asíu og Bang- kok í staðinn.“ Flóðbylgjan ýtti undir Hvaða áhrif skyldi lækningaferðamennskan hafa á fólkið í löndunum sem bjóða þessa þjónustu? Fyrstu viðbrögð margra á Norð- urlöndum eru að þarna sé verið að bjóða Vesturlandabúum og öðru forréttindafólki í heiminum þjónustu sem heimamönnum býðst ekki sjálfum. Er það siðferðislega rétt? Tares Krassanairawiwong hjá taílenska heilbrigðisráðuneytinu er fljótur að benda á að 63 milljónir Taílendinga hafi heilbrigð- istryggingu í gegnum almenna heilbrigð- iskerfið í landinu. Stefnan sé að halda Taí- lendingum og Taílandi heilbrigðu. Og greinarhöfundur The Economist lítur málið jákvæðum augum. Koma „útlendinganna“ geti bætt hlutina heima fyrir í þróunarríkj- unum, bæði fyrir fátæka jafnt sem ríka. Lækningaferðamennskan skapi vinnu fyrir heimamenn og laði til sín brottflutta lækna og hjúkrunarkonur auk þess sem hún sé inn- fæddum hvatning til að mennta sig innan heilbrigðisgeirans sem aftur veldur auknu framboði á læknisþjónustu fyrir heima- menn. Raunar segir greinarhöfundur að lækn- ingaferðamennskan geti líka ýtt á eftir heil- brigðiskerfum á Vesturlöndum að bæta eig- in þjónustu, auka gæði, lækka kostnað og gera hann gegnsærri en nú er. Þegar sé stjórnendum bandarískra spítala brugðið yf- ir því að missa sjúklinga – og tekjur vegna þeirra – úr landi. Bara það besta fyrir ferðamenn? » Stoltar útskýra hjúkr- unarkonurnar á BHP að þær bjóði upp á „pillow menu“ – fjórar ólíkar tegundir af kodd- um vegna ólíkra þarfa sjúkling- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.