Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 33

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 33 stýrðan leikfangavegg inni á skoðunarherbergj- unum á barnadeildinni, skiptan upp í hólf sem lifna við með tónlist og lýsingu eftir því sem augn- læknirinn ýtir á takka. Litlu krílin gleyma því um leið að þau séu stödd á sjúkrahúsi. Það er augljóst að á þessum bæjum hafa menn hlustað eftir því hvað sjúklingar vilja – og veita þeim það. Verðið lykilatriði Viðtökurnar eru enda góðar. Á BHP eru 23% sjúklinganna erlend, m.a. 3500 sænskir sjúkling- ar sem voru meðhöndlaðir þar í fyrra en Svíar eru annar stærsti erlendi kúnnahópurinn á eftir Bretum. Sama ár fengu 15 íslenskir sjúklingar þjónustu á sama stað og 91 á Bumrungrad. En þó að óvæntar uppákomur í fríum séu aðal- ástæða þess að norrænir ferðamenn komi inn á taílensk sjúkrahús er hlutfallið annað þegar kem- ur að sjúklingum frá Mið-Austurlöndum. Sam- kvæmt upplýsingum frá spítölunum komu 70– 80% þeirra sérstaklega til landsins í því skyni að fá læknisþjónustu. Það er því ljóst að í þeim heimshlutum er lækningaferðamennskan komin á blússandi fart. Ferðamálayfirvöld í Taílandi gera sér fulla grein fyrir þeirri áskorun sem felst í því að lokka evrópska sjúklinga til landsins. Eða eins og hr. Thawatchai Arunyik, sem stýrir m.a. markaðs- setningu landsins í Evrópu orðar það: „Hvers vegna í ósköpunum ætti evrópskur sjúklingur að flengjast alla leið til Taílands til að sækja sér þjónustu sem er ókeypis fyrir hann heima og hann telur ennþá að sé betri í hans eigin landi en annars staðar?“ Hann segir aðalhvatann vera gæði – og þegar fólk sé orðið sannfært um að þau séu jafn mikil eða meiri en heimavið sé verðið lyk- ilatriði. Engir biðlistar Menn draga ekki í efa að læknisþjónustan í Taílandi sé ódýr. Á BHP fengust þær upplýs- ingar að læknismeðferð væri 30–50% ódýrari í Taílandi en í Svíþjóð. Þannig kostaði hnéaðgerð um 45 þúsund sænskar krónur eða tæplega 600 þúsund íslenskar, og annars staðar fengust upp- lýsingar um að brjóstastækkunaraðgerðir kost- uðu um 1.600 bandaríkjadali, eða um 140 þúsund krónur. Fitusog á lærum og rassi kostar um 1.900 dollara (um 167 þúsund krónur) en þá er dvalið eina nótt á sjúkrahúsi. „Verðið skiptir mestu máli,“ segir einnig Ken- neth Mays á Bumrungrad spítalanum. „Að- alvandinn við að markaðssetja læknisþjónustu á erlendri grund er hins vegar að sjúklingurinn vill fá að vita fyrirfram hvað aðgerðin muni kosta og það er ógerlegt að gefa upp nákvæma kostnaðar- áætlun áður en læknir spítalans er búinn að skoða sjúklinginn og leggja mat á það hversu al- varlegt ástand hans er. Í staðinn gefum við upp hvert meðalverð aðgerðarinnar er og hver vik- mörkin eru. Sjúklingurinn á svo að geta treyst því að kostnaðurinn sem hann á eftir að verða fyrir sé á uppgefnu verðbili.“ Loks – og ekki síst fyrir norræna sjúklinga – skiptir aðgengið að þjónustunni öllu máli. Hinn sænski Peter Lindner, sem starfar sem fram- kvæmdastjóri fyrir Tria heilsumiðstöðina í Bang- kok, hefur sögu af segja af 74 ára föður sínum sem þjáist af hjartasjúkdómi. „Foreldrar mínir koma oft og dvelja lengi hjá mér. Einu sinni þeg- ar þau voru í heimsókn fór hjartað að plaga pabba svo ég taldi hann á að fara á spítala. Þar sem við áttum engan pantaðan tíma þurftum við að bíða í klukkutíma áður en hann fékk að hitta hjartasérfræðing. Eftir að pabbi kom heim til Svíþjóðar beið hann í fimm vikur eftir að fá síma- viðtal við hjartasérfræðing þar.“ Á Bumrungrad er staðhæft að meðalbiðtíminn eftir læknisviðtali sé aðeins 17 mínútur gangi sjúklingur inn af götunni án þess að panta tíma á undan. „Ef þú hittir einn sérfræðing sem vill vísa þér á annan sem jafnvel vill að þú hittir þann þriðja er yfirleitt hægt að búa svo um hnúta að það gangi allt eftir innan sama dags,“ segir Ken- neth Mays. Dr. Tares Krassanairawiwong upp- lýsir nánar um framboð á rúmum eða plássum í einkarekna hluta taílenska heilbrigðiskerfisins. „Á árunum 2003–2005 var 48–55% nýting á rúm- um á einkareknum sjúkrahúsum,“ segir hann. Vandamálin eftirá Hvort slík þjónusta og verð nær að vega upp á móti því hversu langt Norðurlandabúar þurfa að ferðast til að njóta þess er hins vegar allt annað mál. Með ferðum til og frá flugvöllum og flug- vallabið við millilendingu tók það blaðamann Morgunblaðsins þannig 28 tíma að koma sér frá Taílandi og heim. Og skyldi það vera æskilegt, að ekki sé sagt óhætt, eftir skurðaðgerð? Í huga þess norræna hóps, sem undirrituð fylgdi á för sinni um Taíland, var sú spurning enda ofarlega hvað gerðist ef einhver vandkvæði kæmu upp í kjölfar meðhöndlunar eða aðgerðar? Og hvað með eftirlit og þjónustu að lokinni að- gerð? Forstjóri BHP, dr. Narong Budhraja, segir ábyrgðina spítalans. Reynt sé að leysa mál í gegn um síma og netið en ef vandkvæðin séu meiri en svo að læknar í heimalandinu geti þjónustað sjúk- linginn sjái spítalinn um að koma honum aftur út til Taílands og meðhöndla hann þar. „Og ef sjúk- lingurinn er ekki í standi til að koma aftur út til okkar sjáum við um allan kostnað sem hlýst af meðhöndlun heima.“ Svipuð svör fengust á Bumrungrad – að hægt væri að fá ráðleggingar í gegnum síma og netið og læknar heimavið fylgd- ust með framvindunni. En hvað gerist ef sjúklingur frá Norð- urlöndum, sem kemur í brjóstastækkun, fær skyndilega hjartaáfall í miðri aðgerð? Hann hefur jú skrifað undir að borga kostnaðinn við aðgerð- ina en þjónustu vegna hjartaáfalls fengi hann ókeypis í heimalandinu. „Númer eitt, tvö og þrjú yrði sjúklingnum bjargað,“ segir fulltrúi Bumrungrad. „Hvað varð- ar aukakostnaðinn sem félli til vegna þessa þá væri reynt að semja við tryggingafélag sjúklings- ins eða hann sjálfan um afborganir. Við reynum að sýna sanngirni og við slíkar sérstakar að- stæður yrðum við að meta hvert tilfelli fyrir sig,“ segir hann en kveður ekki af eða á um hvort sjúk- lingurinn yrði fyrir verulegum fjárútlátum vegna uppákomunnar. Stóratvinnuvegur verður til Þrátt fyrir mikinn vöxt í lækningaferða- mennskunni í Taílandi undanfarin ár eru þar- lendir spítalar síður en svo einir um hituna. Helstu keppinautarnir í álfunni eru Singapore og Indland en Malasía, Hong Kong, Víetnam og Kó- rea eru einnig nefnd til sögunnar. „Og nú eru spítalar í Suður- og Mið-Ameríku einnig farnir að banka á dyrnar,“ segir Kenneth Mays. Það er því ekki að ástæðulausu að bæði sjúkra- húsin og heilbrigðis- og ferðamálayfirvöld í land- inu stundi nú harða markaðssetningu á Taílandi sem þungamiðju lækningaferðamennskunnar í Asíu. Alls staðar þar sem blaðamaður Morg- unblaðsins kom í heimsókn voru sýnd glæsileg kynningarmyndbönd um viðkomandi spítala, augljóslega unnin af fagfólki á auglýsingastofum. Á sömu stöðum var lögð áhersla á heimasíður sem mikilvægan miðil til að kynna starfsemi spít- alanna. Á Phuket, í það minnsta, er m.a.s. starf- andi sérstakt ráð sem ætlað er að ýta undir lækn- ingaferðamennsku á eynni. „Í heiminum í dag er heill atvinnugrein að verða til í tengslum við þetta,“ fullyrðir Kenneth Mays. „Fjölmargir vilja nú hafa milligöngu um lækningar á fjarlægum slóðum og bara ráð- stefnuhald í tengslum við lækningaferðamennsku er orðið heil atvinnugrein út af fyrir sig.“ Eftir er að sjá hver þátttaka Íslendinga og annarra Norðurlandabúa – sem hingað til hafa stoltir státað sig af jöfnuðinum í eigin samfélagi – á eftir að verða í hinni alþjóðavæddu lækninga- ferðamennsku í framtíðinni. Glaðlegt Læknarnir á Rutnin augnspítalanum geta lífgað þenn- an vegg við fyrir sjónum barnungra sjúklinga sinna. Athvarf Útigarður á einum af fjölmörgum svölum Bumrungrad spítalans er góð tilbreyting fyrir sjúklingana. Hlýlegt Barnadeildin á Bumrungrad sjúkrahúsinu minnir um margt frekar á leikskóla en spítala. tprís Bandaríkjamenn geta sparað sér allt að 85% sjúkrakostnaðar með því að „versla“ á erlendum heilbrigð- ismörkuðum, segir The Economist. Þannig megi áætla að fjöldi Bandaríkja- manna sem leggi á sig ferðalög í heilsu- bótarskyni muni rjúka úr því að vera tæp milljón í fyrra upp í 10 milljónir ár- ið 2012. Krankleiki milljóna Kana Hvers kyns þjónustu leita Norðurlandabúar eftir á taílenskum sjúkrastofnunum? Jú, þegar betur er að gáð kemur í ljós að um 60% norrænna sjúklinga eru svokallaðir „slysaferðamenn“ sem koma á spítalann vegna slysa eða skyndilegra veikinda. Eftir standa 40% sem velja það beinlínis sjálfir að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að fara að- allega í lýtaaðgerðir en einnig sækja margir þeirra sér ódýra tannlæknaþjónustu í Taí- landi. Algengast er að sjúklingurinn dvelji 3-5 daga á spítölunum í tengslum við að- gerðirnar og svo í viku á hóteli á eftir. Á Bumrungrad eru dæmi um sjúklinga frá Norðurlöndum sem hafa farið í hnjá-, og mjaðmaaðgerðir og jafnvel hjartaaðgerðir á spítalanum. Lýti, tennur, liðir og hjarta Það er fróðlegt að hlusta á skýringar sjúkrahússfólks á því hvers vegna lækninga- ferðamennskan tók að þróast í Taílandi. Tsunami flóðbylgjan á öðrum degi jóla 2004 átti sinn þátt í að þessi atvinnuvegur komst á flug. „Tsunami jók trú norrænna ferða- manna, sérstaklega Svía, á heilbrigðiskerf- inu í Taílandi,“ útskýrir dr. Tares Krass- anairawiwong hjá taílenska heilbrigðisráðuneytinu. Undir þetta taka forkólfar Bangkok spítalans á Phuket sem veitti mestu heilbrigðisþjónustuna á eyjunni þegar flóðbylgjan reið yfir. Ári síðar hófst markviss lækningaferðamennska á staðn- um, enda brýnt að ferðamannaþjónustan þar næði vopnum sínum á ný eftir áfallið sem hlaust af hamförunum. Kenneth Mays hjá Bumrungrad spít- alanum í Bangkok útskýrir hvernig spít- alinn lagði út í stórar fjárfestingar til að auka við húsnæði og tækni seint á síðustu öld áður en gengi taílenska bahtsins hríðféll. „Við það tvöfölduðust skuldir sjúkrahússins í einu vetfangi. Menn sáu fram á gjaldþrot spítalans og urðu að grípa til einhverra ráða. Svarið lá í alþjóðlegum mörkuðum.“ Hann segir 11. september 2001 einnig hafa haft mikil áhrif á þróunina. „Þá varð erfiðara fyrir erlenda sjúklinga að fá vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta leiddi til þess að margir sneru sér til Asíu og Bang- kok í staðinn.“ Flóðbylgjan ýtti undir Hvaða áhrif skyldi lækningaferðamennskan hafa á fólkið í löndunum sem bjóða þessa þjónustu? Fyrstu viðbrögð margra á Norð- urlöndum eru að þarna sé verið að bjóða Vesturlandabúum og öðru forréttindafólki í heiminum þjónustu sem heimamönnum býðst ekki sjálfum. Er það siðferðislega rétt? Tares Krassanairawiwong hjá taílenska heilbrigðisráðuneytinu er fljótur að benda á að 63 milljónir Taílendinga hafi heilbrigð- istryggingu í gegnum almenna heilbrigð- iskerfið í landinu. Stefnan sé að halda Taí- lendingum og Taílandi heilbrigðu. Og greinarhöfundur The Economist lítur málið jákvæðum augum. Koma „útlendinganna“ geti bætt hlutina heima fyrir í þróunarríkj- unum, bæði fyrir fátæka jafnt sem ríka. Lækningaferðamennskan skapi vinnu fyrir heimamenn og laði til sín brottflutta lækna og hjúkrunarkonur auk þess sem hún sé inn- fæddum hvatning til að mennta sig innan heilbrigðisgeirans sem aftur veldur auknu framboði á læknisþjónustu fyrir heima- menn. Raunar segir greinarhöfundur að lækn- ingaferðamennskan geti líka ýtt á eftir heil- brigðiskerfum á Vesturlöndum að bæta eig- in þjónustu, auka gæði, lækka kostnað og gera hann gegnsærri en nú er. Þegar sé stjórnendum bandarískra spítala brugðið yf- ir því að missa sjúklinga – og tekjur vegna þeirra – úr landi. Bara það besta fyrir ferðamenn? » Stoltar útskýra hjúkr- unarkonurnar á BHP að þær bjóði upp á „pillow menu“ – fjórar ólíkar tegundir af kodd- um vegna ólíkra þarfa sjúkling- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.