Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 34

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 34
34 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ K onur berjast fyrir auknum réttindum og ef þeim tekst að ná fram jafnrétti kynjanna meðan klerkarnir ráða er það afskaplega gott. Ef veraldleg ríkisstjórn kæmi á slíkum breytingum myndu margir klerkar mótmæla, segja að þetta væri ekki í samræmi við íslam og svo framvegis. En ef klerkastjórnin sjálf veitir konum þessi réttindi verða allir að sætta sig við breyt- inguna,“ segir dr. Farokh Darwish, 76 ára gamall prófessor í tölfræði í Teheran. Hann var nýlega í heim- sókn hér á landi ásamt eiginkonu sinni, Mehrangiz Darwish, en fóst- ursonur þeirra hjóna og nokkur barnabörn búa í Reykjavík. Þau náðu að ferðast nokkuð hérlendis, dvöldu meðal annars í Þórsmörk og Darwish segist vera mjög hrifinn af landinu, hér sé fallegt landslag sem minni hann sums staðar á heima- landið. Darwish er meðalmaður að hæð, brosmildur og hlýr, talar ágæta ensku og þýsku en hann stundaði nám í landbúnaðarfræðum í Vín upp úr 1950. Hann lauk þar doktorsprófi 1958 en kennir nú hagnýta tölfræði við Azad-háskóla sem er einkarek- inn. „Ég bjó lengi í Austurríki en ég elska landið mitt svo heitt að ég vildi frekar fara heim og starfa þar. Ég veit ekki hvort ég er mikill þjóðern- issinni en ég myndi alltaf sakna ljóðanna og tungunnar, alls þess sem gerir okkur að Írönum, ef ég ætti heima í öðru landi,“ segir hann. Kraftmiklir háskólar á sviði raungreina Íranar eru nú liðlega 70 milljónir. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu áratugi en fæðingartíðnin fer nú ört lækkandi eins og víðar í heiminum. Bandaríska tímaritið Time fjallaði nýlega um menntun í heiminum og sagði í grein um Íran að háskólar landsins væru ótrúlega framarlega á ýmsum sviðum raungreina þótt oft væru þeir fátækir og illa búnir. En metnaður bæði nemenda og kenn- ara væri svo mikill að hann tryggði góðan árangur. „Við erum ung þjóð, nærri helm- ingur af þjóðinni er undir 25 ára aldri,“ segir Darwish. „Samfélagið er mjög kraftmikið en skapa þarf mörg störf handa svo mörgu ungu fólki. Og menntunin er úrslitaatriði. Nú eru um tvær milljónir Írana við nám í háskólum landsins, þar af helmingurinn í ríkisreknum stofn- unum en hinir í einkareknum há- skólum. Fólk borgar algerlega sjálft fyrir menntunina í einkareknu skólunum en foreldrarnir eru fúsir að borga til að tryggja börnum sínum góða menntun. Og meirihlutinn af nem- unum er konur! Velmenntaðar mæður og áhrif þeirra Menntuðu konurnar okkar eiga eftir að breyta samfélaginu smám saman, hvort sem stjórnvöldum lík- ar það vel eða illa. Ég er þrátt fyrir allt bjartsýnn, með svona margt ungt fólk í skóla hljótum við að lok- um að sjá miklar framfarir. Mennt- unin, ekki síst aukin menntun og þátttaka kvenna, mun tryggja það. Gleymum aldrei hvað velmenntaðar mæður geta valdið miklum um- skiptum í samfélaginu.“ – Skipta stjórnvöld sér ekki af starfinu hjá ykkur? „Nei það gera þau í raun ekki. Við veljum og höfnum, notum inntöku- próf og hleypum bara inn þeim sem ráða við námið. Meirihluti nemenda er nú kvenkyns en stjórnin vill að við sjáum til þess að karlar séu minnst helmingur nemenda. Það gerist auðvitað ef helmingur þeirra sem nær prófinu er karlar! Ég held að veruleiki lífsins muni að lokum koma kvenþjóðinni í Íran til bjargar. Ráðamenn í Íran eru ekki bara klerkar sem mótmæla öll- um breytingum, þeir þurfa líka að stýra landinu. Þetta er spurning um tíma. Íran er ekki jafn einsleitt og margir halda. Það eru ýmis blæ- brigði í stjórnarfarinu og á þingi er stjórnarandstaða þótt henni séu settar þröngar skorður. Þar sitja líka nokkrar konur en áhrif þeirra eru reyndar ekki mikil. Þetta er flókið stjórnarfar, líkist engu öðru í heiminum. Mikið er um mótsagna- kenndar yfirlýsingar. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur sem bú- um sjálf í landinu að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í stjórnmál- unum í Íran,“ segir Darwish og hlær dátt. Hann segir unga fólkið, margar milljónir Írana, vilja aukin réttindi og vilja fá að lifa eigin lífi. „Þau þrýsta mjög á ríkisstjórnina, hún verður að útvega þeim störf og tækifæri í lífinu. Ráðamenn geta ekki bara yppt öxlum, þeir verða að bregðast við þessum kröfum, annars verður félagslega óánægjan svo mikil. Þess vegna reyna þeir að leysa málin. En við viljum ekki nýja byltingu, Íranar eru búnir að fá nóg af byltingum síðustu áratugina. Við viljum friðsamlega þróun, ekki bylt- ingu.“ – Oft er sagt að spillingin sé að verða eitt helsta vandamálið í Íran, klerkar séu margir farnir að raka saman auði og misnota aðstöðu sína. Er spilling mikið vandamál? „Það er spilling en hún er líka fyr- ir hendi í öðrum löndum, hún er ekki bundin við Íran. En landið er í kastljósi heimsins og þess vegna mikið rætt um spillinguna þar. Hún er auðvitað vandamál. Fjölmiðlar fjalla stundum um hana en ekki öll málin. AP Áfanga lokið Nýútskrifaðir læknanemar í höfuðborginni Teheran, konur eru í meirihluta meðal nema við háskóla Írans. Þótt ströng túlkun klerkanna á gömlum lögum íslams hefti á marga vegu þátttöku kvenna í samfélaginu láta þær ekki auðveldlega kúga sig og nota ýmis tækifæri til að efla hlut sinn. „Svigrúmið er meira í ljóðinu!“ Dr. Farokh Darwish er 76 ára gamall Írani, hann lauk doktorsnámi í landbúnaðarfræði í Vín 1958 og kennir enn við háskóla í Teheran. Kristján Jónsson ræddi við Darwish.  1 8 7  " 3       81<=>8 8&=1/ ?8@&A8> & B @ C / 8 1 8 ?  8 8+8>/ C&8>     D<8> E17<=>C&8> F87/ C&8> G17/ "8>@ 2008 óskað eftir tilnefningum Fyrirtækja Skóla og fræðsluaðila Opnum flokki Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna framúrskarandi starf í fræðslumálum og starfsmenntun. Veitt eru verðlaun í flokki: (félagasamtök og einstaklingar) Tilnefningar skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www.starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar eru til og með 14. október nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is                                            N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.