Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 35
Fjölmiðlar vita sjálfir hvað þeir
mega fjalla um, hafa tileinkað sér
sína eigin innri ritskoðun, blöðin
vita hvað þau mega skrifa og hvað
ekki. Þau kunna þetta og vita hvar
rauða línan er!“
– Milljónir Írana búa í Bandaríkj-
unum. Þessir brottfluttu og oft út-
lægu Íranar reka tugi sjónvarps-
stöðva og útsendingunum, sem eru á
farsi, er beint til Írans með aðstoð
gervihnatta. Fylgjast margir með
þessum sendingum í Íran?
„Það gera margir og síðan berst
út um samfélagið það sem sagt er í
þessum stöðvum. Almenningur veit
þess vegna heilmikið um það sem
gert er og sagt í öðrum löndum. Yf-
irvöld reyna stundum að hindra
þetta, banna fólki að setja upp
gervihnattadiska en það þýðir ekki
neitt. Þessar tilraunir renna alltaf út
í sandinn.
Unga fólkið fylgist vel með frétt-
um, engin ríkisstjórn getur haft eft-
irlit með þessu öllu.“
Gömul menningarþjóð
Íranar voru lengi kallaðir Persar í
Evrópu. Ástæðan er að tunga þeirra
heitir farsi en þjóðin hefur sjálf frá
örófi alda kallað sig Írana. Darwish
ræðir um menningu Írana, ljóðin,
tunguna og mörg þúsund ára gamla
sögu en Íran var til forna eitt helsta
stórveldið í Mið-Austurlöndum. Þeir
eru múslímar, flestir aðhyllast sjía-
grein íslams en þorri annarra músl-
íma er hins vegar súnnítar.
Íranar nota arabíska letrið en
hafa breytt því mjög til að laga það
að farsi sem er indóevrópskt mál
eins og íslenska og nær öll Evr-
ópumál. Arabíska er hins vegar se-
mitískt mál eins og hebreska og
óskylt okkar tungu.
Algengt er að Vesturlandamenn
haldi að Íranar séu arabar en það
eru þeir ekki þótt vissulega búi all-
margir arabar í landinu vest-
anverðu. Meira en helmingur íbúa
ríkisins er Íranar, hinir eru Aserar,
sem tala tyrkneskt mál, Kúrdar,
sem tala indóevrópska tungu, og
loks arabarnir áðurnefndu en fleiri
þjóðarbrot finnast reyndar í land-
inu. Farsi er helsta opinbera tungu-
málið og kennsla í öllum skólum fer
fram á farsi.
„Við erum ólíkir aröbum,“ segir
Darwish. „Sum hljóðin í okkar máli
eru ekki til í arabísku, þess vegna
þurftum við að bæta við fjórum stöf-
um. Mörg algeng orð hjá okkur eru
svipuð og í Evrópumálunum, við
segjum moder [móðir], við segjum
líka pedar [faðir] og barodar [bróð-
ir]. Þetta eru sömu orðstofnarnir og
hjá ykkur og fleiri Evrópuþjóðum.
Skyldleikinn leynir sér ekki.
Arabar lögðu Íran undir sig á sjö-
undu öld, það tók þá tuttugu ár. Við
urðum þjóð múslíma en við héldum
tungu okkar og menningu, andstætt
t.d. Egyptum sem tóku upp arab-
ísku. Við eru mjög stolt af ljóðahefð
okkar. Margir Vesturlandamenn
þekkja helstu skáldin okkar, Omar
Khayyam og Ferdowzi, í vestrænum
þýðingum. Þessi miklu skáld okkar
tryggðu menningu okkar, farsi lifði
af. Það voru ekki hershöfðingjar
heldur skáld sem björguðu okkur í
neyð!“
– Sumir segja að vísur Khayyams
um vín og ást í ljóðabálkinum Ruba-
iyat séu vitlaust þýddar. Hann hafi
verið strangtrúaður múslími og þeir
hafi ekki notað vín þá fremur en
núna. Þetta hafi bara verið berja-
saft. Hvað segir þú?
„Nei, nei, Ferdowsi yrkir líka um
vín. Öll skáldin okkar hylla vínið.
Það er rétt að trú okkar bannar vín-
drykkju en við Íranar höfðum
drukkið vín í margar aldir fyrir tíma
íslams og getum ekki bara fleygt
þeirri sögu á haugana.
Það er athyglisvert að í Íran er
margt sem ekki má segja eða skrifa
en menn geta sagt það þegar þeir
yrkja. Svigrúmið er meira í ljóðinu!
Jafnvel klerkarnir lesa þetta, þeir
elska líka skáldskapinn okkar,“ seg-
ir dr. Farokh Darwish, prófessor í
Teheran. kjon@mbl.is
Ern Dr. Farokh Darwish, prófessor
í tölfræði við Azad-háskóla.
Elstur Aðalbygging Teheran-háskóla, einum öflugasta og elsta háskóla
landsins. Þar er einnig stærsta bókasafn Írans.
»Mikið er um mótsagnakenndar
yfirlýsingar. Það er
meira að segja erfitt
fyrir okkur sem búum
sjálf í landinu að skilja
hvernig hlutirnir ganga
fyrir sig í stjórn-
málunum í Íran.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 35
Klasaverkefnið
Næring í nýsköpun
Opinn kynningarfundur
Markáætlunarumsókn til RANNÍS, um rannsóknaklasann Næring í nýsköpun, er núna í
undirbúningi. Kynning á undirbúningsvinnunni fer fram þriðjudaginn 16. september kl. 15–16 í
Grand Hótel, fundarsal Gullteig B, þar sem fundargestir geta kynnt sér verkefnið og rætt tækifæri
og samstarf. Á fundinum verða kynnt nokkur viðfangsefni klasans:
• Inngangur – Kristinn Andersen, Marel
• Rannsóknir og vinnsla matvæla – Guðjón Þorkelsson, Matís
• Tækifæri í næringarfræði – Inga Þórsdóttir, LSH-HÍ
• Frumkvöðlar, nýsköpun og atvinnuþróun – Sigríður Ingvarsdóttir, NMÍ
• Umræður og kaffiveitingar