Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 37 Sölukynning á glæsilegum einbýlishúsum í dag frá kl. 16:30-17:30 Þessi glæsilegu hús verða kynnt í dag frá kl. 16:30-17:30. Húsin sem eru staðsteypt "Funkis"hús, skilast fullbúin að utan og fokheld að innan og verður lóð grófjöfnuð. Kaupendur geta samið um að kaupa húsin lengra komin. Skemmtileg staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu svo sem skóla, íþróttasvæði, heilsugæslu, verslun og fl. Bárður sölustjóri á Valhöll sími 896-5221 verður á staðnum í dag með teikningar og upplýsingar. Verð 59,5 millj. Stærð hússins er 273 fm Frjóakur nr. 4 Verð 88,50 millj. Stærð hússins er 390,4 fm Gullakur nr. 3 Verð 89,0 millj. Stærð hússins er 366,4 fm Gullakur nr. 7 VIÐHORFA- BREYTING er að eiga sér stað í geð- heilbrigðismálum á Íslandi, bæði hjá not- endum, aðstand- endum og fagfólki. Á undanförnum árum hafa notendur, að- standendur þeirra og fagfólk í auknum mæli unnið saman að því að bæta þjónustu við geðsjúka og fjölskyldur þeirra. Þegar börn tilheyra fjöl- skyldu þar sem foreldri glímir við geðsjúkdóm er barnið aðstand- andi. Geðrænn vandi foreldra hefur áhrif á daglegt líf allra í fjölskyldunni og geðsjúkdómur foreldra getur haft áhrif á líðan og virkni barna frá unga aldri. „Hafa skal það sem betra reynist“ Á undanförnum 20 árum hafa rannsóknir á börnum geðsjúkra gefið okkur innsýn í það hvað gerist þegar foreldri veikist og getur ekki sinnt foreldraskyldum sínum eins vel og áður. Rétt eins og þegar annars konar alvarleg áföll eða veikindi steðja að í fjöl- skyldum reyna börn foreldra sem glíma við geðsjúkdóma oft að axla ábyrgð fullorðinna. Geðrænn vandi foreldra getur aukið líkur á að börn þrói með sér sekt- arkennd, skömm, óraunhæfa ábyrgðartilfinningu og vonleysi. Þau geta orðið félagslega ein- angruð og þróað sjálf með sér geðrænan vanda. Það er hins vegar alls ekki sjálfgefið að öll börn lendi í erfiðleikum eða að erfiðleikarnir leiði til geðræns vanda hjá börnunum. Komið hef- ur í ljós að ákveðnir þættir, s.s. góð félagsleg samskipti utan heimilis, vellíðan í skóla, þátttaka í tómstundum og sérstaklega ein- hver fullorðinn utan heimilisins sem börnin treysta, virka vernd- andi og hjálpa þannig börnunum að fást við erfiða upplifun. Þróun stuðningsúrræða fyrir fjölskyldur Til að efla þessa verndandi þætti hafa verið þróuð stuðnings- úrræði innan heilbrigðisgeirans fyrir fjölskyldur þar sem for- eldrar glíma við geðsjúkdóma. Þau eru byggð á niðurstöðum rannsókna á sértækum fjöl- skyldustuðningi sem fagfólk veit- ir sem hefur sýnt fram á lang- tíma árangur hjá börnum og foreldrum. Árangurinn mælist m.a. í aukinni fjölskylduvirkni, auknum skilningi barna á veik- indum foreldris og minnkun þunglyndiseinkenna barnanna. Það hefur öflugt forvarnargildi við að draga úr millikyn- slóðaflutningi geðrænna erf- iðleika. Megintilgangur slíks stuðnings er að stuðla að því að börn foreldra sem glíma við geð- ræna erfiðleika nái að þroskast sem best, að trú þeirra á eigin hæfni eflist og þau aðgreini sig frá sjúkdómi foreldris. Leið- arljósið er að glæða von um bjartari tíma hjá fjölskyldu og styrkja foreldra í hlutverki sínu sem foreldrar. Fagfólk á geðsviði LSH hefur þróað stuðnings- úrræðið „Fjölskyldubrúna“ á geðsviði LSH en nauðsynlegt er að efla stuðning við foreldra með geðsjúkdóma innan heilsugæsl- unnar á næstu misserum. Með stuðningi geta foreldar með geð- sjúkdóma ræktað foreldra- hlutverk sitt betur um leið og þeir takast á við það erfiða verk- efni sem glíma við geðsjúkdóma er. Þögnin innan og utan fjölskyldunnar Í samfélaginu hefur lengi ríkt þögn um geðræna erfiðleika og möguleg áhrif þeirra innan fjöl- skyldna. Allar fjölskyldur glíma við erfiðleika – erfiðleikarnir hafa ekki áhrif á alhliða þroska barna svo framarlega sem þeir eru ræddir innan fjölskyldunnar á opinn og einlægan hátt. Þegar geðrænir erfiðleikar eru í fjöl- skyldu er það því miður enn al- gengt að um erfiðleikana ríki þögn innan fjölskyldunnar sem utan hennar. Af ýmsum ástæðum veigra foreldrar sér við að ræða um áhrif geðrænu erfiðleikanna á börnin og fjölskylduna í heild. Viðhorfið sem ríkir í samfélaginu og í geðheilbrigðisþjónustu er að vilja ekki íþyngja börnunum með því að tala um veikindin. For- eldrar leggja sig því fram um að hlífa börnunum í góðri trú um að þannig sé hægt að halda þeim fyrir utan erfiðleikana. Börnin vita og skynja hins vegar alltaf meira en haldið er. Rjúfum þögnina saman! Það er vandmeðfarið en mik- ilvægt að rjúfa þögnina um börn sem aðstandendur geðsjúkra. Foreldrar með alvarlegan geð- sjúkdóm þarfnast stuðnings en ekki fordæmingar. Með fundi um málefni aðstand- enda geðsjúkra á Grand hóteli Reykjavík 18. september nk. verður reynt að tala saman á op- inn og einlægan hátt. Fundurinn er undir yfirskriftinni „Glímutök geðsjúkdóma á aðstandendum“. Glímutök geðsjúkdóma á aðstandendum Eydís K. Svein- bjarnardóttir og Hulda Dóra Styrm- isdóttir skrifa um geðheilbrigðismál » Þegar geðrænir erf- iðleikar eru í fjöl- skyldu er það því miður enn algengt að um erf- iðleikana ríki þögn inn- an fjölskyldunnar sem utan hennar. Eydís K. Sveinbjarn- ardóttir Eydís er geðhjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri á geðsviði og Hulda Dóra er aðstandandi. Hulda Dóra Styrm- isdóttir EINS og flestir vita er farið að hægjast um í hagkerfinu. En skoð- um hvernig byrjunin á hagsveiflunni var. Einkavæðing bank- anna hófst og á sama tíma margar stórar framkvæmdir, svo sem Kárahnúkjavirkj- un og margar minni framkvæmdir. Bank- arnir komu inn á íbúðamarkaðinn. Og flestir ákváðu að kaupa íbúð eða hús áð- ur en verðið hækkaði enn meira. Flestir, ef ekki allir, kjöftuðu fasteignaverð upp úr öllu valdi. Sveitarfélögin eltu og fengu að sjálf- sögðu enn meira í kassann vegna hækkandi verðmats fasteigna. Lóða- verð snarhækkaði og flestir vildu innleysa hagnaðinn strax. Sem sagt: flestra hagur að fasteignaverð hækkaði sem mest. Fólkið fór í bankann sinn og tók íbúðalán tengd erlendri myntkörfu. Þetta sama fólk vissi ekki þá að íslenska krónan er „verðtryggð flotkróna“ og hefur reyndar verið alllengi. Og bankarnir eru sumir með ákvæði í samningum þessum um að endurskoða vexti eftir fimm ár. Verðbólga nú er um 14% og gengi krónunnar hefur rýrnað um tugi prósenta frá áramótum. En hvers vegna er ég að rifja þetta upp? Jú, það er einföld ástæða fyrir því, við þurfum á öllu okkar besta fólki að halda til að finna lausnir á því að ein- staklingar og fyrirtæki fái efnahagsumhverfi eins og best gerist í Evrópu. Forsætisráðherrann okkar, sá ágæti dreng- ur, viðurkenndi nýlega í blaðaviðtali að gengi ís- lensku krónunnar hefði verið „rangt skráð“. Já, vissulega eins og það þarf að stjórna fiski- miðunum við Ísland þá þarf að stjórna efna- hagslífi Íslendinga, þetta viðurkenna allir heilvita menn. En eru ekki aðrar leiðir færar til að stjórna „eyðslu“ þjóð- arinnar en verðtryggðir vextir með „flotkrónu“? Ég nefni t.d. skatta. Eða vill Sjálfstæðisflokkurinn bara hafa þetta svona? Ráða kannski fjárfestar íslensku samfélagi? Kjós- endur Sjálfstæðisflokksins sem fá verðtryggðu greiðsluseðlana inn um bréfalúguna sína þessa dagana hljóta að hugsa hlýtt til þessa flokks sem vill engu breyta og styðja þann- ig banka og fjárfesta sem hafa ein- staklinga og fyrirtæki í heljar- greipum sínum. Þetta kalla ég „frelsi“ hinna fáu og útvöldu. Ég skora á alla Íslendinga hvar í flokki sem þeir standa að taka þátt í umræðunni í vetur um framtíðar- skipulag efnahagsmála á Íslandi. Það ætla ég að gera með mínu fólki í Framsóknarflokknum. Hagstjórn á villigötum Sveinn Halldórsson skrifar um efna- hagsmál Sveinn Halldórsson »Ráða kannski fjár- festar íslensku samfélagi? Höfundur er húsasmíðameistari og formaður Framsóknarfélags Hafn- arfjarðar. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.