Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 39
OPIN HÚS Í DAG - VERIÐ VELKOMIN!
Sjón er sögu ríkari - Íbúð í toppklassa !
Opið hús að Rauðavaði 23 – íb. 0302
í dag frá kl. 15-16
Í einkasölu glæsileg 3-4ra
herb., 105 fm íb. í góðu vels-
taðs. húsi ásamt bílskýli. Vand.
innrétt. Ísskápur og uppþvotta-
vél fylgja eigninni. Parket, Mjög
gott skipul. Stutt í mjög góðan
skóla og leiksk. Einstakt útsýni
á fjallahringinn og Heiðmörkina.
Hér getur þú flutt inn við kaup-
samning. Einstakt verð aðeins 27,0 millj. Hafdís og Baldvin taka á móti
áhugasömum í dag frá kl. 15-16. Áhugasamir velkomnir. Frábær
staðsetning í Norðlingaholtinu rétt við Heiðmörkina!
Búðavað 10 - 14 og 16, opið hús í dag
kl. 15-16. Glæsileg parhús á 2. hæðum
– fráb. verð. Glæsil. Útsýni
Glæsileg 219 parhús á fallegum
stað. Útsýni á vatnið. Skemmti-
legt skipulag. 3 metra lofthæð.
Skilast tilbúin til innréttinga að
innan og fullfrágengin að utan
með grófjafnaðri lóð. 20 fm sól-
ar og útsýnissv. Fráb. verð að-
eins 54,9 m. Fráb. kaup. Sölu-
maður Valhallar verður á
staðnum í dag sunnudag frá
kl. 15-16.
Selvað 1-5 einungis 7 íbúðir eftir
ekki missa af einstöku tækifæri!
95% lánamögul. Glæsilegar íbúðir
í nýju lyftuhúsi ásamt bílskýli.
Opið hús í dag frá kl. 14-15
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér nýja glæsilega íbúð á einstak-
lega góðu verði og greiðslukjörum ! Nýjar glæsil. íb. í 36 íb. lyftuh. m.
þremur stigagöngum ásamt stæði í bílskýli á fráb. stað. Íb. sem eru mjög
velskipul. afh. fullb. án gólfefna og án flísa á baðherb. Stórar svalir. íb.
Keyptu íbúð og greiddu minna á mán en í leigu. Verð frá 27,0 -29,4 millj.
Sölumenn frá Valhöll verða á staðnum í dag sunnudag frá kl. 14-15.
Frábær staðsetning í Norðlingaholtinu rétt við skóla og aðra mjög góða
þjónustu!
Ljósvallagata 8 – 1.h. laus við kaup-
samn. Opið hús sunnudag frá kl. 14-15
Í einkasölu björt og sjarme-
randi, 3ja herb. íb. á 1. h. á
fráb. stað. Parket. Endurn. gler
og rafm. 2 góð svefnherb.
Einst. staðsetn. V. 23,9 m.
Íbúðin verður sýnd í dag frá
kl. 14-15.
Hlíðarbyggð 16 Garðab. – Endaraðhús
Opið hús Sunnud. frá kl. 15:15 – 16:15
Glæsilegt 205 fm endaraðhús
m. innbyggðum bílskúr. Hæðin
er 144 fm og neðri hæðin 62
fm. Húsið er mikið endurnýjað
að innan og í toppstandi.
Skemmtilegar stofur með út-
sýni. Stór nýleg verönd mót í
suðvestur. Nýlega hellulagt bílaplan. Vandað eldhús og baðherb.
Hús nýmálað utan. V. 51,5 m.
Opið hús verður í dag sunnudag frá kl. 15:15-16:15.
Nýbýlavegur 54 Kóp. – Nýtt glæsil.
Lyftuhús. Sölumenn verða á staðnum
í dag frá kl.15-16
Til sýnis og sölu í þessu glæsil.
húsi fimm íbúðir 104-160 fm að
stærð. Tveimur íbúðum fylgir
bílskúr og tveimur fylgir að-
staða/vinnuherb. á jarðhæð.
Húsið er fullfrágengið að utan á
mjög vandaðan hátt með frá-
genginni lóð og bílastæðum.
Íbúðirnar eru til afhendingar strax/fljótlega tilbúnar til innréttingar. Mjög
gott skipulag og frábær staðsetning á einstökum útsýnisstað í grónu
hverfi í Kópavogi. Verð frá 26,5-42 millj.
Lítið við í dag Sunnudag frá kl. 15-16 sölumenn verða á staðnum.
Blikastígur nr 19 - Álftanesi eintök úti-
vistarparadís. Opið hús í dag sunnudag
frá kl. 15:30-16:30
Nýkomið stórglæsilegt, nýtt, 308 fm einbýli m. aukaíb. og stórum bílskúr.
Húsið er glæsilega innréttað með vönduðum eikarinnr., steinflísum, eikarp-
arketi, glæsil.eldhús með öllum tækjum (m.a. kaffivél, gufusuðuofn, ör-
bylgjuofn, uppþv.vél og fl.) 160 innfeldum halogenljósum, 50 fm útsýnis-
svölum (lagt f. potti) Panorama útsýni allur fjallahringurinn og flóinn, 5
svefnherb., auka 2ja he.íb. m.sérinng. og m.fl. Áhv. 75 millj. 40 ára erlent
lán. Mjög hagst. að taka yfir í dag. Skipti skoðuð. Ásett verð 115 m. Lækk-
að verð nú 99,9 millj. Opið hús í dag sunnudag milli kl.15:30 og 16:30.
Tröllakór 9-11. - Nýtt glæsil. Lyftuhús.
Sölumenn verða á staðnum í dag
frá kl.14-15
Til sýnis og sölu nýjar glæsileg-
ar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í
þessu flotta lyftuhúsi á frábær-
um stað við mikla íþróttaþjón-
ustu í Kórahverfi í Kópavogi.
Íbúðir sem eftir eru eru 3ja
herb. Frá 104 fm að stærð og 4ra herb. Íb. Allt að 140 fm að stærð. Sýn-
ingaríbúð tilbúin og aðrar íbúðir afhendast mjög fljótlega. Íbúðum fylgir
stæði í mjög góðri bílageymslu. Verð 3ja herbergja frá 25 millj. Verð 4ra
frá 32 millj. Sýningaríbúð fullb. Með parketi. Sölumenn verða á staðnum
í dag sunnudag frá kl. 14-15 Allir velkomnir.
FYRIR nokkrum misserum
kom upp deila á alþjóðavettvangi
varðandi verndun viðkvæmra
vistkerfa í hafinu, svo sem kald-
sjávarkóralla, hverastrýtna og
neðansjávartinda, fyrir hugs-
anlegum skaðlegum áhrifum
fiskveiða. Ekki var ágreiningur
um þörfina á að vernda viðkvæm
vistkerfi, heldur greindi ríki á
um leiðir til að ná því markmiði.
Sum ríki vildu byggja á aðferð
sem grundvallast á tvennu. Ann-
ars vegar á hnattrænni lausn þar
sem sömu stjórnunarreglur eru
settar fyrir öll hafsvæði heimsins
óháð þeim ólíku aðstæðum sem
eru á mismunandi svæðum. Hins
vegar á því að horfa ekki til við-
kvæmu vistkerfanna sjálfra held-
ur einblína á einstök veiðarfæri
og takmarka eða jafnvel banna
notkun þeirra almennt, óháð því
hvort ástæða sé til að ætla að
þau hafi skaðleg áhrif á því
svæði þar sem þau eru notuð eða
ekki.
Aðferð Íslands
Önnur ríki, þ.m.t. Ísland, vildu
byggja á annarri aðferð. Annars
vegar að sett væru hnattræn við-
mið sem síðan væru útfærð nán-
ar og framkvæmd á svæð-
isbundnum vettvangi, þar sem
tillit væri tekið til þeirrar sér-
stöðu sem einkennir hvert hinna
mismunandi hafsvæða heimsins.
Hins vegar að ekki væri einblínt
á einstök veiðarfæri heldur við-
kvæmu vistkerfin sjálf, þannig
að notkun veiðarfæra væri ekki
takmörkuð þar sem ekki er
ástæða til að ætla að þau valdi
skaða og viðkvæmu vistkerfin
væru vernduð óháð því hvaða
veiðarfæri valdi álagi á þau.
Eftir langar og erfiðar við-
ræður varð niðurstaðan á vett-
vangi allsherjarþings SÞ haustið
2006 í samræmi við vilja þess
ríkjahóps sem Ísland tilheyrði.
Urðu ýmsir til að gagnrýna ís-
lensk stjórnvöld vegna þessa og
fundu niðurstöðunni allt til for-
áttu. Við litum hins vegar svo á
að hún fæli í sér skuldbindingar
um raunhæfar, markvissar og
skilvirkar aðgerðir til verndar
viðkvæmum vistkerfum hafsins
og héldum okkar striki í áfram-
haldandi vinnu í þessu máli á al-
þjóðavettangi, enda var henni
hvergi nærri lokið.
Stórt skref stigið
Í lok síðasta mánaðar var stig-
ið stórt skref í þessu sambandi
þegar Matvæla- og landbún-
aðarstofnun SÞ, FAO, samþykkti
alþjóðlegar leiðbeiningarreglur
um stjórn djúpsjávarveiða á út-
hafinu. Í reglunum, sem eru
grundvallaðar á niðurstöðu alls-
herjarþingsins, eru sett viðmið
sem nauðsynleg eru til að
tryggja góða framkvæmd vernd-
unar viðkvæmra vistkerfa hafs-
ins. Framkvæmd leiðbein-
ingareglna FAO er þegar hafin,
m.a. innan fiskveiðistjórn-
unarstofnana á Norður-
Atlantshafi þar sem Ísland er
virkur þátttakandi.
Í ljósi forsögunnar
er mikilvægt að benda
á að með gerð leið-
beiningarreglnanna
var alþjóðasamfélagið
að festa í sessi þá
nálgun sem Ísland
lagði áherslu á, en
ýmis ríki og fé-
lagasamtök höfðu ver-
ið mótfallin. Þegar
unnið var að prakt-
ískri útfærslu á vernd
viðkvæmra vist-
kerfa hafsins hvarf
andstaðan við þessa
nálgun og allt starf-
ið innan FAO
grundvallaðist á því
að almenn sátt hef-
ur nú náðst um
meginaðferðafræð-
ina. Sú nálgun sem
áður var gagnrýnd
er nú studd af nán-
ast öllum. Staðfesta
Íslands og líkt
þenkjandi ríkja skilaði sér svo
sannarlega og nú vilja allir þessa
Lilju kveðið hafa.
Niðurstaða sem ber að fagna
Allt starf að þessu máli á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna og
FAO var af Íslands hálfu unnið
undir forystu utanríkisráðuneyt-
isins í góðu samstarfi við sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðu-
neytið. Rétt er að fagna
niðurstöðunni og benda á að Ís-
land gegndi mikilvægu hlutverki
í því að vinna bæði að því að
vernd viðkvæmra vistkerfa hafs-
ins verði tryggð með sem skil-
virkustum hætti og að tryggja
að sjávarútvegur á Íslandi og
annars staðar þurfi ekki að bera
óþarfar byrðar til að því mik-
ilvæga takmarki verði náð.
Nálgun Íslands fest í sessi
Einar Kristinn Guðfinnsson
skrifar um verndun vistkerfa
í hafinu
»Eftir langar og erf-
iðar viðræður varð
niðurstaðan á vettvangi
allsherjarþings SÞ
haustið 2006 í samræmi
við vilja þess ríkjahóps
sem Ísland tilheyrði.
Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050