Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 41
AUÐBREKKA -
KÓPAVOGUR
Til sölu vel staðsett 297,3
fm atvinnuhúsnæði á
jarðhæð. Getur hentað
fyrir margsskonar starf-
semi. Góðar innkeyrsludyr
auk sér inngöngu í mót-
töku. Tilboða er óskað.
Afhending samkv. nánari
samkomulagi.
Nánari uppl. á skrifst FM, sími 550 3000.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250 – 350 fm
einbýlishús í Þingholtunum. Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veitir
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Einbýlishús í Þingholtunum óskast
- staðgreiðsla
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
Á skjólsælum stað í Kópavogi: Raðhús 194 fm. ásamt óskráðum fermetrum í
risi. Stór parketlögð stofa ásamt flísalögðum sólskála, útgengt er úr stofu út á
stóran, steyptan sólpall, sem snýr móti suðri, heitur pottur er á sólpallinum.
Fjögur Svefnherbergi með parketi á gólfum. Eldhús með rúmgóðum borðkrók,
útgengt í fallegan gróinn garð. Sjónvarpshol og þvottahús. Tvö baðherbergi
flísalögð. Í risi eru tvö svefnherbergi undir súð, risherbergin eru ekki inni í
skráðri fermetratölu. Bílskúr er rúmgóður og sambyggður húsinu.
Páll sími 898-7208 sýnir.
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 OG 16
FAGRIHJALLI 66
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 - FAX 512 1213
Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali
REYNIMELUR - 2JA HERB.
ÞORRAGATA
ELDRI BORGARAR
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is
Björt og falleg 78,4 fm 2ja
herb íbúð á 4. hæð í fjölbýlis-
húsi við Reynimel í vesturbæ
Reykjavíkur. Íbúðin var tekin
í gegn að stórum hluta fyrir
nokkrum árum. Gólfefni,
parket og flísar. Gangur með
flísum á gólfi. Eldhús með fallegri viðarinnréttningu, pláss fyrir
eldhúsborð. Stofa er björt, útgengt á svalir, mjög gott útsýni.
Svefnherbergi er mjög rúmgott, góðir skápar. Í kjallara er sér-
geymsla ásamt sameiginlegri vagna-og hjólageymslu. Verð 23,5
millj.
Falleg 3j herbergja íbúð við
Þorragötu í Reykjavík í góðu
lyftuhúsi. Stærð íbúðar er
108,1 fm auk 15,9 fm stæði í
bílskýli. Alls 124 fm. Ljóst
beyki parket á gólfi. Innaf for-
stofu er sér þvottahús, gráar
flísar á gólfi. Eldhús með borðkróki, snyrtileg eldhúsinnrétting.
Stofa og borðstofa alrými. Gengið útá stórar suður-svalir frá
stofu, gott sjávarútsýni. Rúmgott baðherbergi er flísalagt hólf í
gólf með sturtuklefa. Góð geymsla er í kjallara. Íbúðinni fylgir
stæði í bílskýli. Verð 44 milljónir.
SÓLVALLAGATA
SJÁVARÚTSÝNI
Björt 2ja herbergja íbúð í
lyftuhúsi byggðu 2003 við
Sólvallagötu í vesturbæ
Reykjavíkur. Stæði í bíla-
geymslu fylgir eigninni. Íbúð-
in er 74,4 fm á 2. hæð.Parket
og flísar á gólfum. Útsýni yfir
sjóinn í vesturátt. Eigandi óskar eftir tilboðum í eignina. Allar
nánari upplýsinga veittar hjá Foss fasteignasölu.
skyldu átti að gefa út ríkisbréf.
Það hefði hækkað raunvexti strax,
slegið á þensluna og aðrir vextir
því ekki farið í þær hæðir sem síð-
ar varð. Í stað þess að bregðast við
afnámu menn og lækkuðu skatta,
helltu olíu á eldinn. Allt tilheyrir
þetta fyrri ríkisstjórn.
Þegar peningum er dælt inn í
hagkerfi eins og hér gerðist verða
peningar í umferð of miklir m.v.
þau verðmæti sem spurn er eftir.
Of margar krónur taka að eltast
við takmörkuð gæði. Þess vegna er
brýnt að vakta peningamagnið og
bregðast strax við óhóflegri aukn-
ingu með því að draga fé inn á
móti. Án slíks eykst verðbólga og
gengi fellur. Loks harðna pening-
arnir í formi steinsteypu í hálf-
byggðum húsum og bindast í
auknu rekstrarfé fyrirtækja, sem
er bein afleiðing verðbólgu. Þá er
orðið of seint að draga inn fé. Úr
því sem nú er komið er eina leiðin
að halda vöxtum háum. Bók-
stafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn
er innsti kjarni vandans.
Fjármál hins opinbera
Ríkisfjármál voru í jafnvægi á
síðustu árum og skuldir greiddar.
Vandalaust er að ná endum saman
í þeim rekstri þegar innflutningur
hátollavarnings, s.s. bifreiða, er í
hámarki. Það voru mistök í hag-
stjórn að reka ríkissjóð ekki með
enn meiri afgangi en raun varð á, í
ljósi þenslunnar. Tekjuauki góð-
ærisins leysti vanda ríkissjóðs og
sveitarfélaga með auðveldum
hætti. Nú þarf að aðlaga útgjöldin
veruleikanum. Það verður ekki
auðvelt.
Ríkisfjármál geta nýst til
sveiflujöfnunar. Í afgreiðslu fjár-
laga felst ákvörðun um til hvaða
verkefna ríkið ver fjármunum,
hver hlutdeild hvers verkefnis
skuli vera og loks um heildar-
fjárhæðina. Ferillinn er þungur í
vöfum og vandséð að Alþingi henti
að beita sér oftar en árlega. Þó að
þingið ákveði fjárlög með ofan-
greindum hætti gæti það falið
framkvæmdavaldinu að ákveða
ársfjórðungslega „þanstuðul“ sem
breyti fjárhæðum til útborgunar á
næsta fjórðungi með sama hætti. Í
þessu fælist að heildarfjárhæð
fjárlaga yrði ekki endanlega
ákveðin af Alþingi fyrr en með
fjáraukalögum, sem staðfestu þá
orðinn hlut. Stuðullinn þyrfti að
geta orðið bæði til hækkunar og
lækkunar, eftir hagþróun. Beita
mætti þessu á framkvæmdir og
framlög, en síður á rekstur. Óhætt
er að gera þetta, Alþingi mundi
eftir sem áður ákveða allar fram-
kvæmdir og framlög og skiptingu
fjárins.
Hvar er kreppan?
Vegna gengisfalls krónunnar
fara erlendir verkamenn nú margir
úr landi. Það mýkir lendinguna.
Utanríkisráðherra skilur ekki hvað
varð af kreppunni. Seðlabankar
veraldarinnar hafa dælt miklum
fjármunum inn í hagkerfin. Það
hefur þau áhrif að verðbólga eykst.
Kaupmáttur fjöldans er skertur í
stað þess að allt höggið lendi á
þeim sem missa vinnuna. Þetta er
af hinu góða, en látum það ekki
villa okkur sýn. Í efnahagslægðum
hér á landi hefur kaupmáttur oft-
ast rýrnað um 5-6% þrjú ár í röð.
Þetta er þegar hafið og vill safna
sig upp í hvorki meira né minna en
nálægt 20% alls. Fjöldi heimila og
fyrirtækja verður gjaldþrota.
Lægðin getur tekið 4-5 ár. Það
reynir á úthaldið, einnig hjá þeim
sem fóru varlega. Mestri óvissu
veldur að bankavandinn er óleyst-
ur og vindur hratt upp á sig. Hvað
dvelur Orminn langa?
Höfundur er viðskiptafræðingur,
bankamaður og fjármálaráðgjafi.
krónunnar sem að lokum lét undan
síga. Afleiðing þessa er m.a. mikil
verðbólga og háir vextir. Hin hliðin
er „íslenska leiðin“ svokallaða. Hún
lýsti sér í því að ungir athafnamenn
keyptu stór fyrirtæki út á lán frá
bönkunum. Mörg þeirra voru keypt
á yfirverði og án þeirrar nauðsyn-
legu aðgátar sem hafa verður í nær-
veru mikilla fjármuna. Bæði fyr-
irtækin sem keyptu svo og
bankarnir sem lánuðu kunna að eiga
erfið ár framundan. Þetta tólf ára
innistæðulitla þensluskeið setti hag-
kerfið úr skorðum og áður en farið
verður í nýja hraðferð í hagvexti
þarf að koma efnahagslífinu í starf-
hæft jafnvægi á ný. Nýjar stór-
iðjuframkvæmdir með tilheyrandi
virkjunum, lántökum og endurvak-
inni þenslu eru alrangt úrræði. Það
leysir ekki heldur eykur þann vanda
sem við blasir.
Þetta er fjármála- og
gjaldmiðilskreppa
Fjármálakreppuna þarf að leysa á
hennar eigin forsendum. Gera þarf
bankakerfinu kleift að sinna á ný
þeim verkefnum sem brýnust eru og
standa því næst, þ.e. að stunda
venjulega bankastarfsemi innan-
lands, en það gera bankarnir ekki,
því þeir veita varla lán lengur. Þá
verður að auka traust á gjaldmiðli
Íslendinga, en það verður því miður
ekki gert nema með yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar um að stefnan verði
tekin á ESB og evruna. Ef stjórn-
málamenn treysta sér ekki til þess,
verður að afnema frjálst gengi krón-
unnar og takmarka frjálsa fjár-
magnsflutninga milli Íslands og út-
landa. Krónan er og verður of mikil
smásmíði í víðáttumiklum hafsjó
hnattrænna fjármálaviðskipta. Það
er óðs manns æði að láta undan
þrýstingi óbilgjarnra bæjarstjóra og
ana út í nýjar stóriðjuframkvæmdir.
Það leiðir okkur á svipaðar slóðir og
við vorum í og erum að súpa seyðið
af. Við verðum enn fjær því að upp-
fylla skilyrði sjálfbærrar efna-
hagsþróunar en nú. Ekkert getur
komið í staðinn fyrir hagræna
stjórnun efnahags- og peningamála,
og miðað við þá umgjörð sem at-
vinnulífið starfar við getum við ekki
gert hvort tveggja, hafið stór-
iðjuframkvæmdir og náð stöð-
ugleika.
Höfundur er hagfræðingur.
SKATTUR á tekjur
fjármagnseigenda á Ís-
landi er aðeins 10%, á
tekjur fyrirtækja 15%,
en launþegar verða að
greiða um 35% af
tekjum sínum í skatta,
útsvarið er þar með fyr-
ir þjónustu sveitarfé-
laga sem sumir fjár-
magnseigenda geta
notað án endurgjalds.
Það að slíkt hrópandi
ranglæti skuli renna í
gegnum hverjar kosn-
ingarnar á fætur öðr-
um hjá sauðþægum
kjósendum þessa
lands, rétt eins og
eignaupptaka kvótans
rann í gegn og ekkert
gat breytt, sýnir að
flokkakerfið íslenska
er ófært um að sinna
hagsmunum almenn-
ings. Nýjasta (og þó margra ára)
himinhrópandi dæmið um þetta er nú
sá kostnaður sem lántakendur á Ís-
landi (les: nánast allur almenningur)
þurfa að greiða fyrir þau trúarbrögð
nokkurra stjórnmálamanna og for-
stokkaðra hugmyndafræðinga að
halda beri landinu utan við ESB og
þar með myntbandalagið sem enginn
hagfræðingur með réttu ráði getur
andmælt að kæmi sér betur fyrir
þjóðina alla í efnahagslegu tilliti. Það
þarf engan hagfræðing til að sjá þann
kostnað sem almenn-
ingur þarf að bera til
viðbótar við skattana
sína til að lifa af hér á
landi. Stýrivextir hér
eru 15,5% eða 10%
hærri en á evrusvæð-
inu, verðbólga er 15%
ofan á um 5% vexti
verðtryggðra lána og
það er ósköp einfalt að
átta sig á því að þetta er
sá munur sem við greið-
um fyrir matadorpen-
inga þá sem við köllum
krónu. Mánuð eftir
mánuð þurfum við að
greiða 10–15% í „skatt“
af lánakostnaði okkar
ofan á það sem við greið-
um þegar í skatta í þeim
tilgangi einum að stjórn-
málaflokkar í afneitun
geti barið höfði okkar
við steininn. Og það sem
verra er, féð rennur ekki
í sjóði landsmanna held-
ur til fjármagnseigend-
anna sem ekki þurfa að
greiða nema 10% af því í
skatta. Það má því segja að þeir hirði
þannig tvöfalt af almenningi, fyrst
þegar þeir sleppa við 25 prósentustig
af tekjuskatti og útsvari og aftur þeg-
ar þeir hirða 90 prósent af vaxtaokr-
inu. Og launþegar sitja svo í súpunni
með hæstu vexti á Vesturlöndum,
hæsta verðlag á Vesturlöndum og
þannig má segja, í raun hæstu skatta
á Vesturlöndum þótt þeir heiti eitt-
hvað annað.
Krónuskatturinn
Gauti Kristmanns-
son skrifar um
vexti, skatta og
verðlag á Íslandi
Gauti Kristmannsson
» Íslenska
krónan virk-
ar eins og skatt-
ur á landsmenn
alla og sýgur frá
þeim kaupmátt-
inn og getu
þeirra til að
koma sér þaki
yfir höfuðið.
Höfundur er dósent.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið