Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 43
KAPLAHRAUN - HF.
Nýkomið í einkasölu glæsil. ca. 1000 fm. húsnæði á rúmgóðri sérlóð.
Húsnæðið skiptist í verslun, vinnslusali, skriftstofu ofl. Góðar innkeyrsludyr.
Einstök staðsetning í grónu hverfi. Malbikuð lóð. Eign í sérflokki. V.150 millj.
Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri í síma 893 2233.
STEINHELLA - HF.
TIL SÖLU - LEIGU
Glæsilegasta atvinnuhúsnæðið á markaðnum, um er að ræða 2.612 fm. þar
af eru skrifstofur, móttaka, kaffistofa ofl. Ca. 600 fm. Vinnusalir með mikilli
lofthæð. Nokkrar stórar innkeyrsludyr. Lóðin 6.320 fm. Laust strax. Frábær
staðsetning og auglýsingagildi frá Reykjanesbraut. Fullbúin eign í sérflokki.
Upplýsingar gefur Helgi Jón, s. 893 2233
ATVINNUHÚSNÆÐI
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Glæsilegt 188,8 fm tvílyft parhús með innbyggðum 27 fm bílskúr innarlega
í botnlanga við Fjallalind í Lindahverfinu í Kópavogi. Til viðbótar
flatarmálinu er um 20 fm milliloft. V. 61,5 m. 3802
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 16:00-17:00.
OPIÐ HÚS Í DAG - Fjallalind 33
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095
Sími: 588 9090
OPIÐ HÚS
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Sími
530 6500
Björt og falleg efri sérhæð og
ris á á góðum stað í Vestur-
bænum. Íbúðin sem er talsvert
endurnýjuð býður upp á mikla
möguleika til stækkunar í risi
sem eykur mjög á nýtingar-
möguleika hennar.
VÍÐIMELUR 62 - Opið hús
Opið hús er á eigninni milli kl. 13 og 14 í dag.
Verið velkomin!
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIÐ hjónin höfum notið þeirrar
gæfu að dvelja undanfarið í Suður-
Frakklandi. Fljótlega eftir kom-
una var hafist handa við að finna
leiðir til þess að geta horft á leiki
íslenska handboltalandsliðsins
okkar á Ólympíuleikunum í Pek-
ing. Þar voru ýmsar leiðir reyndar
og með hjálp vefjarins, franska, ís-
lenska og kínverska sjónvarpsins
tókst að lokum að horfa á nánast
alla leiki strákanna okkar. Und-
irritaður hefur löngum verið unn-
andi íslensks handbolta. Og hvílík
veisla. Eftir því sem á keppnina
leið urðum við fljótlega vör við að-
dáun franskra fjölmiðla á árangri
strákanna okkar og Guðmundar
landsliðsþjálfara. Og það var ekki
leiðinlegt þegar Guðmundur var
ítrekað kallaður kraftaverkamað-
urinn frá Íslandi og Sigfús Sig-
urðsson varnartröll „le magnifiqe“.
En þetta var ekki það eina sem
gladdi í okkur íslenska hjartað.
Það var eins og litla Ísland væri
ofarlega í huga Frakka þessa
daga. Þannig hófst það í hinu stór-
kostlega sjódýrasafni í Mónakó að
þegar við gegnum í forkunn-
arfagran vísindasal safnsins þá
blasti þar við breiðtjald og fullur
salur af fólki að horfa á íslenska
kvikmynd eftir Friðrik Þór Frið-
riksson um lundann og Vest-
mannaeyjar. Við settumst dolfallin
í sæti og horfðum til enda líkt og
allir hinir Frakkarnir og ferða-
mennirnir. Og það var eins og
þetta væri ekki nóg. Eitt kvöldið
kveiktum við á franska sjónvarp-
inu og hver nema Árni Tryggva-
son birtist þá ekki á skjánum að
háma í sig svið og drekka íslenskt
brennivín með hákarli. Það var
ljóst að þetta vissi á eitthvað og
það kom á daginn. Strákarnir okk-
ur sýndu svo ekki varð um villst
að þeir eru með eitt besta hand-
knattleikslið í heimi. Hver stór-
þjóðin af annarri lá í valnum;
Rússar, heimsmeistarar Þjóðverja,
Evrópumeistarar Dana skildir eft-
ir í 7. sæti og Pólverjar og síðast
Spánverjar kjöldregnir í beinni út-
sendingu. Það var ekki laust við að
litla íslenska hjartað stækkaði ör-
lítið þegar Frakkarnir spurðu okk-
ur hvort það væri virkilega satt að
við værum bara 300.000 og hvort
göturnar tæmdust í Reykjavík
meðan á leikum stæði. Síðan kom
að úrslitaleiknum og þar gat ein-
ungis annað liðið unnið. Frakk-
arnir og „hurðin“ eins og frönsku
fréttamennirnir kölluðu mark-
manninn Omeyer unnu verð-
skuldað. Við því miður duttum nið-
ur á lélegan leik. Því miður. Það
og „hurðin“ var það sem skildi á
milli því Frakkarnir spiluðu ekki
heldur mjög vel. Það að komast í
leik um gullið í hópíþrótt á Ólymp-
íuleikum, sem er stærsta íþrótta-
keppni sem haldin er í heiminum,
er stórkostlegt afrek út af fyrir
sig. Hvað þá fyrir okkar litla Ís-
land. Með þessu hafa verið sett ný
viðmið og eftir þeim ber að vinna
framvegis. Og umfjöllun franskra
fjölmiðla síðastliðna daga stað-
festir í raun hve árangur strák-
anna okkar er stórkostlegur.
Þannig hafa fjölmiðlar fjallað ít-
arlega um úrslitin, allar síður
blaða hafa verið fullar af myndum
og greinum um leikinn, sjónvarpið
hefur ítrekað sýnt viðtöl við
frönsku leikmennina og nú síðast í
gær var ekið með þá ásamt öðrum
gullverðlaunahöfum undir sig-
urbogann á Champs Elysées.
Þannig var fjallað um sigur
Frakklands á Íslandi sem stór-
kostlegt afrek. Þetta eitt sýnir
okkur á hvaða stalli strákarnir
okkar eru. Að bæta 14 silf-
urverðlaunapeningum við þá þrjá
sem fyrir voru er afrek sem
gleymist aldrei. Og því á að bera
höfuðið hátt. Og við eigum að
þakka strákunum okkar fyrir
þennan árangur og allar þær
miklu fórnir sem þeir hafa fært og
Guðmundi Guðmundssyni og Ósk-
ari Bjarna fyrir stórkostlegt afrek.
Þá má ekki gleyma forystu HSÍ
en þar hefur Guðmundur Ingvars-
son formaður og hans fólk í gegn-
um árin unnið óeigingjart starf og
er nú að uppskera. Fyrir þetta ber
að þakka.
GUÐNI Á. HARALDSSON,
Villefrance, Frakklandi.
Frakklandsbréf
Frá Guðna Á. Haraldssyni
FYRIR ári, þann 16. júní 2007,
sneru hjúkrunarnemar aftur heim
frá Nairobi eftir að hafa unnið þar
með hjálparsamtökunum Provide
International. 8 stelpur sem lokið
höfðu 2. ári í hjúkrunarfræði við
Háskóla Íslands fóru í þessa ferð.
Allar áttu þær sér þann draum að
ferðast til fjarlægra landa og nýta
nám sitt til vinnu meðal fátækra.
Þessi ferð var draumur sem varð
að veruleika fyrir tilstilli margra
góðra aðila. Þetta var dýr ferð og
ólaunuð vinna og var því víða leitað
eftir styrkjum. Þessi leit bar ár-
angur og fengum við góðar við-
tökur víða.
Reyndar gekk söfnunin það vel
að þegar gengið hafði verið frá
flugi, gistingu og bólusetningum
var afgangur. Hluta þess nýttum
við í kaup á blóðsykurmælum auk
strimla sem vantaði áþreifanlega á
heilsugæslustöðvarnar ytra. Enn
voru eftir peningar og var tekin
ákvörðun um að geyma þá þar til
út væri komið svo við gætum metið
þörf stöðvanna fyrir tækjabúnað og
menntun starfsmanna. Það fór svo
á þá leið að stuttu eftir að við kom-
um utan og hófum störf með sam-
tökunum varð ljóst að það sem
helst vantaði væri sjúkrabíll. Sam-
tökin áttu gamlan bíl sem var held-
ur hrörlegur að sjá og sjaldnast
gangfær. Ástandið í fátækrahverf-
unum er þannig að heilsugæslu-
stöðvar Provide sinna öllum íbúum
þess en sjúkrabílar sem tilheyra
sjúkrahúsum Nairobi neita að fara
inn í hverfin þar sem hverfin eru
talin of hættuleg. Það voru því
mörg mannslífin sem höfðu týnst
vegna skorts á fararskjóta þegar
einstaklingar þurftu meiri og sér-
hæfðari aðstoð en þá sem stöðv-
arnar höfðu upp á að bjóða. Þó
okkur þætti sjóðurinn digur var
hann ekki nægur til kaupa á far-
artæki sem þessu. Við biðluðum því
aftur til fólks, og þá á bloggi sem
haldið var úti meðan ferðalaginu
stóð, um aðstoð til að fjárfesta í bíl.
Svörin létu ekki á sér standa og
sjóðurinn óx hratt. Í millitíðinni
áttum við fund með forstjóra bíla-
fyrirtækis sem ákvað í kjölfar
fundar okkar að endurnýja sjúkra-
bíl fyrirtækis síns og gaf samtök-
unum notaðan sjúkrabíl sem var í
ágætu standi. Við höfðum því feng-
ið ágætan bíl en mikið keyrðan.
Töldum við þá vænlegt að halda
söfnun áfram og freista þess að
kaupa nýrri og dýrari bíl. Í ljósi
þeirra atburða sem áttu sér stað í
Kenía síðastliðinn vetur þar sem
miklar óeirðir brutust út í kjölfar
forsetakosninga varð þörfin á öðr-
um sjúkrabíl enn ríkari svo ákvörð-
un var tekin um að kaupa sjúkra-
bíl, ódýrari en við höfðum ætlað í
upphafi. Því keyra nú tveir sjúkra-
bílar undir merkjum íslenskra
hjúkrunarfræðinema sem keyptu
þá sem stoltir sendiboðar þjóðar
sinnar. Þessir tveir sjúkrabílar
sinna þúsundum manna og hafa
margsannað notagildi sitt.
Okkur langar með þessu bréfi að
þakka öllu því góða fólki sem tók
beiðni okkar vel og styrkti okkur
til þessarar farar. Fjárstyrkir,
styrkir í formi hjúkrunarvara,
flutningaþjónustu, bóluefnis og
fata. Takk fyrir okkur! Starfsfólk
Landspítala sem aðstoðaði okkur
og sýndi okkur ótrúlega þolinmæði,
auk þeirra frábæru einstaklinga
sem deildu eigin reynslu frá sínum
ferðum með okkur, á miklar þakkir
skilið fyrir. Þið gerðuð okkur kleift
að fara þessa ferð og það með ein-
hverja hugmynd um það hvað við
vorum að fara út í.
Ef ekki væri fyrir ykkur, sem
trúðuð á okkur og sýnduð það í
verki, hefði þessi för ekki verið far-
in. Við lögðum upp með draum, þið
létuð hann rætast.
Hjúkrun í Kenía skipa: Elva
Dögg Valsdóttir, Halldóra Ög-
mundsdóttir Michelsen, Helga Guð-
mundsdóttir, Hlín Árnadóttir, Kol-
brún Sara Larsen, Kristín
Þórhallsdóttir, Lilja Þórunn Þor-
geirsdóttir, Þórey Rósa Ein-
arsdóttir.
Fyrir hönd okkar allra: Kærar
þakkir.
LILJA ÞÓRUNN
ÞORGEIRSDÓTTIR,
nemi við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands
Hjúkrun í Kenía
Hjálparstarf Íslensku hjúkrunarfræðinemarnir átta létu þann draum sinn
rætast, að sinna hjálparstarfi meðal fátækra í Nairobi.