Morgunblaðið - 14.09.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 45
MINNINGAR
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Móðir mín og tengdamóðir,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Kirkjubraut 6,
Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn þriðjudaginn
9. september.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn
22. september kl. 14.00.
Agnes Ingvarsdóttir, Guðbjartur Össurarson.
✝
Kær frændi okkar,
HANNES GUÐMUNDSSON
fyrrum bóndi,
Auðkúlu,
Austur-Húnavatnssýslu,
lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss miðvikudaginn
10. september.
Jarðarförin fer fram frá Svínavatnskirkju
föstudaginn 19. september kl. 16.00.
Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir,
Hulda Anna Arnljótsdóttir,
Guðmundur Arnljótsson,
Arnar Þorri Arnljótsson,
Katrín Klara Þorleifsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORLÁKUR BREIÐFJÖRÐ GUÐJÓNSSON
rafvirkjameistari,
Bláhömrum 2,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn
8. september.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 17. september kl. 13.00.
Ragnheiður Sturludóttir,
Þórunn Þorláksdóttir, Þorgeir Jónsson,
Herborg Þorláksdóttir, Axel Jóhann Hallgrímsson,
Guðsteinn Þorláksson, Lindsey Tate,
Ólafur Magnús Þorláksson, Herborg Þuríðardóttir,
Ragnheiður Kr. Þorláksdóttir,Fergal Malone,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ELÍS KJARAN FRIÐFINNSSON,
lést þriðjudaginn 9. september.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn
20. september kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands eða MND félagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Katrín Gunnarsdóttir,
Ragnar Kjaran Elísson, María Kristjánsdóttir,
Hanna Laufey Elísdóttir, Bjarki Laxdal,
Ósk Elísdóttir,
Friðfinnur Elísson, Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir,
Þröstur Kjaran Elísson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Guðrún Björg Hafliðadóttir(Gígja) fæddist á Lundeyri
við Akureyri 13. júní 1931. Hún
lést á Krabbameinsdeild Land-
spítalans við Hringbraut 24.
ágúst síðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Hafliði Páll Stef-
ánsson vélstjóri, f. 8. október
1904, d. 7. júní 1963 og Anna
Sigríður Guðmundsdóttir hús-
móðir, f. 8. apríl 1910, d. 24. nóv-
ember 1992.
Systkini Guðrúnar Bjargar eru
Guðmundur Stefán, f. 24. ágúst
1933, d. 18. ágúst 2008, Haflína,
f. 8 febrúar 1937, d. 20. sept-
ember 1994, Guðjón Jóhannes, f.
21. ágúst 1938, Sigurður Viðar,
f. 18. apríl 1940, d. 19. júní 1976,
Unnur Fríða, f. 15. desember
1943 og Kolbrún Björk, f. 6. apr-
íl 1950.
Guðrún Björg giftist 1. apríl
desember 1961, maki Stefán Þór
Sæmundsson, búsett á Akureyri.
Börn þeirra Auður, f. 25. febrúar
1983 í sambúð með Styrmi Reyn-
issyni og Sindri, f. 18. mars 1992.
5) Trausti forritari, f. 29. októ-
ber 1967, búsettur í Kanada.
Guðrún Björg fluttist tveggja
ára til Akraness og ólst þar upp.
Hún lauk gagnfræðaprófi á
Akranesi og vann þar við af-
greiðslustörf. Árið 1957 flutti
hún til Akureyrar ásamt eig-
inmanni sínum og átti þar heim-
ili æ síðan. Guðrún Björg var
húsmóðir en vann einnig á sam-
bandsverksmiðjunum og síðan
um tuttugu ára skeið vann hún
sem skólaliði í Lundarskóla.
Útför Guðrúnar Bjargar fór
fram frá Höfðakapellu á Ak-
ureyri 2. september, í kyrrþey
að hennar ósk.
1956 Sigurvini Jónssyni, fyrrver-
andi umsjónarmanni Lund-
arskóla, f. 14. mars 1929. For-
eldrar hans voru Jón Árelíus
Þorvaldsson og Ólafía Hálfdán-
ardóttir. Börn Guðrúnar Bjargar
og Sigurvins: 1) Sigríður leik-
skólakennari og sjúkraliði, f. 5.
október 1955. Maki Bjarni Krist-
insson, f. 10. janúar 1957, búsett
á Akureyri. Synir þeirra eru
Rúnar Már, f. 18. maí 1982, Jó-
hann Ingi, f. 11. apríl 1987 og
Sigurvin, f. 31. ágúst 1989. 2)
Jóna Ólafía þroskaþjálfi, f. 7.
október 1956, búsett í Reykjavík.
3) Ásdís framhaldsskólakennari,
f. 12. mars 1960, maki Einar
Birgir Kristjánsson, f. 13. júní
1959, búsett á Akureyri. Börn
þeirra Kári, f. 21. júlí 1987 og
Gígja, f. 31. október 1992. 4)
Björg leikskólakennari, f. 11.
Það eru ófáar minningarnar sem
ég á úr Suðurbyggð 15. Suðurbyggð
var ævintýrastaður í mínum aug-
um. Í stofunni voru blóm sem náðu
til lofts og ég ímyndaði mér að ég
væri stödd í frumskógi. Auk þess
var fallegi garðurinn með öllum
blómunum kjörinn staður fyrir
barn. Steinarnir hans afa voru stór-
kostlegir og hátíð að fá að leika sér
með þá. En þar voru líka amma og
afi. Amma var óþreytandi að spila
við mig Ólsen, ólsen sem var í miklu
uppáhaldi hjá mér. Ég freistaðist
stundum til að svindla smá þegar
amma skrapp frá og hún hló bara
og þótti merkileg tilviljun að ég
skyldi hafa fjórar áttur á hendi.
Oftar en ekki löbbuðum við í búðina
við Byggðaveg. Ég var sannfærð
um að búðin héti Ömmu Gígjubúð
og að amma ætti búðina. Amma var
oftast fáanleg til að kaupa Svala eða
annað góðgæti handa barnabarninu
sem þótti búðarferðirnar hin mesta
skemmtun. Eitt sinn spurði hún
mig hvað ég myndi láta dúkku heita
fengi ég eina slíka í jólagjöf. Ég
hugsaði þetta lengi enda alvarlegt
mál og sagði svo að nafnið væri
Bumba. Amma hefur sennilega átt
bágt með að fela bros en hún sam-
þykkti þetta þó hún væri eflaust
hissa á vali mínu. Ég gleymdi sam-
talinu þar til ég opnaði jólapakkann
frá ömmu og afa, í honum var
dúkka sem auðvitað fékk nafnið
Bumba og þótti mér mjög vænt um
hana.
Amma mín var góð og sterk kona
sem vildi ekki láta hafa fyrir sér.
Hún hugsaði fyrst og fremst um
aðra. Að koma í Suðurbyggð var
alltaf gott, móttökurnar hlýjar og
boðið upp á ósviknar ömmuveiting-
ar. Ömmu þótti mjög gaman að
vera í kringum fjölskylduna, fá
systur sínar í heimsókn og vænt
þótti henni um þegar Jóna og
Trausti komu. Þá komu gjarnan all-
ir saman, börn og barnabörn.
Amma gladdist mjög yfir þeim
fréttum að hún væri að verða
langamma og spurði alltaf hvernig
mér liði þrátt fyrir að hún væri veik
sjálf. Mér þykir mjög sárt að hún
hafi ekki lifað nógu lengi til að fá
þennan titil en ég mun segja
barninu mínu frá langömmu sinni.
Amma fékk hvíldina sunnudaginn
24. ágúst. Ég hugga mig við að
henni líði betur núna. Hugur minn
er hjá afa, mömmu, móðursystrum
og – bróður sem hafa misst svo
mikið.
Auður.
Guðrún Björg Hafliðadóttir
✝ Margrét Guð-mundsdóttir
fæddist á Akureyri
2. mars 1961. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 31. ágúst
síðastliðinn. Hún er
dóttir hjónanna
Guðnýjar Rósu
Georgsdóttur og
Guðmundar Björns-
sonar. Systkini Mar-
grétar, Björn og
Aðalheiður, eru
bæði búsett á Akur-
eyri.
Eiginmaður Margrétar er
Sveinn Árnason úr Svarfaðardal.
Margrét lauk
námi úr verslunar-
deild Gagnfræða-
skólans á Akureyri.
Síðar á ævinni
stundaði hún versl-
unarfagnám með
vinnu hjá Símennt-
unarmiðstöð Eyja-
fjarðar. Margrét
vann alla sína starfs-
ævi við verslunar-
störf, lengst hjá
Bókvali og Penn-
anum þar sem hún
gegndi starfi aðstoð-
arverslunarstjóra síðustu árin.
Margrét var jarðsungin 11.
september, í kyrrþey að eigin ósk.
Jörðin hafði sveipað sig mildu
haustmyrkri, hlý nóttin bar þó enn
mýkt sumarsins, stafalogn og á
einstaka laufblað hafði haustið
málað liti sína. Í Fálkafelli tindr-
uðu ljós á listaverki Andrews Ro-
gers og kölluðust á við ljósblikin á
Pollinum. Frá miðbæ Akureyrar
barst ómur af Akureyrarvöku,
glaðværð og hlátrasköll – bæjarbú-
ar að kveðja sumarið.
Þessa undurfallegu nótt kvaddi
mágkona mín bæinn sinn, sumarið
og þetta líf. Veðrið þessa nótt var
einhvern veginn eins og hún sjálf.
Falleg, yfirveguð, kraftmikil og
hafði návist sem fyllti mann vellíð-
an. Undir mildu yfirborðinu ólg-
andi kraftur, lífsgleði og alltaf stutt
í hláturinn.
Ég sé hana alltaf fyrir mér í af-
greiðslu Pennans skömmu fyrir
síðustu jól, þar sem hún stóð glað-
vær í annríki jólaundirbúnings,
pakkaði inn vörum og óskaði við-
skiptavinum gleðilegrar hátíðar.
Ég dáðist að kraftinum í henni og
gladdist yfir því að hún hafði geng-
ið með sigur af hólmi í baráttunni
við veikindin. Hún var fegurðin,
orkan – og lífið.
Ég minnist líka hnyttinna til-
svara og kímnigáfunnar sem
stundum var svo skemmtilega
kaldhæðnisleg og velti upp hliðinni
sem ekki sást á teningnum. Ég
minnist hennar þegar við sóttum
heimspekikaffihúsið í vetur eftir að
veikindin tóku sig aftur upp. Hún
drakk í sig fróðleikinn og benti
mér á sinn kankvísa hátt á að trú-
lega væri ekkert alveg alvont. „Ef
ég væri ekki veik þá væri ég í
vinnunni og missti af allri þessari
visku og skemmtilegheitum.“
Lífið tekur enda, það vitum við
öll. En þegar endi er bundinn á líf
manneskju eftir 47 ár þá finnst
manni djúpt á réttlætinu. Ævin að-
eins hálfnuð og svo margt óunnið
af því sem fyrir lá. Ég veit að henni
Möggu minni fannst það líka svo.
Hún var ekki tilbúin að kveðja,
ætlaði sér mörg viðfangsefnin hér
á jörð. En við verðum að trúa að
tilgangurinn með brotthvarfi henn-
ar sé einhver – þó ég eigi nú erfitt
með að sjá hann og skilja.
Elsku Magga mín, hafðu hjart-
ans þökk fyrir okkar alltof stuttu
samfylgd og fyrir allt sem þú gafst
mér og mínum.
Sveini og öllum öðrum aðstand-
endum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Sigurbjörg Árnadóttir.
Hvert svífið þér, svanir, af ströndu
með söngvum í bláheiðan geim?
Ég sé það af öllu, þér ætlið
í ósýnis fjarlægan heim.
Þér kvödduð og komuð ei framar
með kliðinn, sem lengst hef ég þreyð,
en, svanir, kemst ég þá til yðar,
ef ómurinn vísar mér leið?
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Já, það er fullvíst að söngur
svananna mun vísa Margréti Guð-
mundsdóttur veginn á ferð hennar
til annarra starfa á nýjum vett-
vangi. Við minnumst hennar sem
virkrar í félagsstarfi Félags versl-
unar- og skrifstofufólks Akureyri,
en þar starfaði hún fyrst lengi vel í
fulltrúaráði en nú síðustu tvö árin í
varastjórn félagsins. Þrátt fyrir
baráttu við illvígan sjúkdóm var
hún ávallt boðin og búin til starfa
þegar til hennar var leitað.
Stjórn og starfsfólk Félags
verslunar- og skrifstofufólks send-
ir eiginmanni Margrétar svo og
öðrum ástvinum samúðarkveðjur.
Margrét, við þökkum þitt fram-
lag.
Með hinstu kveðju
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir,
formaður FVSA.
Þetta litla ljóð sem ég samdi vil
ég tileinka Möggu og aðstandend-
um hennar:
Mín kæra hvernig er hvíldin? Góð?
Klukkan þín er orðin hljóð
og vatnið upp nú rennur.
Það virðast kannski orðin tóm
en þegar nafn þitt ber á góm
hjartað í mér brennur.
Því sorgin hún er sest hér að,
hún sækir á minn hjartastað
og siglir sjó af tárum.
Ég núna skil og gef því gaum
í gegnum saltan táraflaum
að mæla ekki allt í árum.
Því sögur enda sérhvern dag,
og hetjur falla líka í slag,
þau örlög eru ráðin.
En veistu þó þú sofir fast
að gefa það sem af þér gafst,
er sanna hetjudáðin.
Vilhjálmur Bragason.
Margrét
Guðmundsdóttir