Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eiríkur Ingvars-son fæddist í
Miðhúsum í Bisk-
upstungum 20. maí
1932. Hann varð
bráðkvaddur á
hjúkrunarheimilinu
Vífilstöðum 29.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ingvar Eiríksson
bóndi, f. 4. mars
1891, d. 15. mars
1969 og Sigríður
Ingvarsdóttir hús-
freyja, f. 3. maí 1904,
d. 26. desember 1990. Eiríkur flutti
8 ára gamall að Efri-Reykjum í
Biskupstungum með foreldrum
sínum og bræðrum. Bræður Eiríks
eru Hlöðver, f. 11. september 1928,
kvæntur Rögnu Hjaltadóttur,
Ingvar, f. 17. september 1930,
kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur,
og Gunnar, f. 7. febr-
úar 1934, kvæntur
Kristínu Johansen.
Eiríkur var í
nokkur ár í sambúð
með Valgerði Bene-
diktsdóttur, f. 17.
júlí 1943, d. 13. maí
1992. Þau slitu sam-
vistum. Dóttir þeirra
er Matthildur, f. 19.
maí 1967. Börn
hennar eru Elva
Dögg Tórshamar, f.
17. október 1984,
sonur hennar Leó
Breki Tórshamar, f. 2. janúar
2007, Telma Ýr Tórshamar, f. 23.
júlí 1987 og tvíburarnir Davíð Þór
og Andri Már Halldórssynir, f. 27.
maí 1994. Eiríkur var til sjós og
vann við smíðar.
Eiríkur var jarðsunginn í kyrr-
þey.
Nú er góður vinur minn, Eiríkur
Ingvarsson, fallinn frá eftir alllanga
sjúkrahúsdvöl á Vífilsstöðum.
Eiríkur var indælismaður og sér-
staklega barngóður. Hann var ótrú-
legur í verkum sínum hvort sem um
var að ræða trésmíðar eða byggingu
steinhúsa, ævintýralega útsjónar-
samur og unun að sjá hann að verki.
Var líkast því að þar væru margir
menn við störf. Það var algjör óska-
stund þegar hann kom til mín til
starfa, hvort sem hann var að vinna
við sundlaug, gróðurhús, jarðhús,
dúkkuhús eða jólasveinasleða. Auk
þess var hann liðtækur við leik og að-
stoð við uppfærslu fyrir barnasýn-
ingar, og þá kom í ljós að hann gat
einnig saumað og sniðið. Sömuleiðis
vil ég láta þess getið að oft veitti
hann mér aðstoð við uppsetningu
málverka á sýningum mínum í Ráð-
húsi Reykjavíkur. Þess ber og enn-
fremur að geta að hann var einnig af-
burða sjómaður, sannkallaður
sægarpur, eins og berlega kom í ljós
þegar Barðinn steytti á skeri við
Snæfellsnes og skipverjar stóðu í
köldum sjó upp í brjóst í stýrishús-
inu tímunum saman. Hann hvatti þá
til dáða og fullvissaði þá um að þeim
yrði bjargað, hjálpaði þeim í kláfinn
hverjum og einum og fór síðastur frá
borði. En verðlaunabikarinn fór eitt-
hvað annað en til hans.
Mörg sumur vann hann með
Hróari Björnssyni, þeim merka
manni sem nú er fallinn frá, við gerð
laxastiga víðsvegar um landið, og
munaði hann ekki um að hlaupa upp
á næsta fjall að kvöldi eftir langan
vinnudag, því hann var ótrúlega vel
íþróttum búinn og með afbrigðum
sterkur. Einnig vann Eiríkur síðustu
ár Hróars að sumarlagi við skrúð-
garðyrkju.
Eiríkur ólst upp á bænum Efri-
Reykjum í hinni fögru sveit Biskups-
tungum. Og þegar þeir feðgar voru
við smíðar var hann yfirleitt fyrstur
til að sjá hvernig verkinu yrði best
hagað.
Hann var svo heppinn að eignast
góða konu og með henni indæla dótt-
ur, en þau hjónin skildu fyrir mörg-
um árum. Það var unun að sjá hve
mikið ástríki var á milli þeirra feðg-
ina Matthildar og Eiríks þar sem
þau voru að sýsla um börn hennar og
kynnast því hve vel hann naut sín í
afahlutverkinu.
Yfirleitt bjó Eiríkur einn og safn-
aði ekki veraldarauði, en andlega
visku átti hann nóga. Oft átti hann
við huglæga vanheilsu að stríða, en
nú eru öll slík veikindi að baki og bíð-
ur hans dýrðleg heimkoma. Tel ég
hann einn merkasta mann á sínu
sviði sem ég hef hitt á lífsleiðinni.
Guð blessi hann og fólkið hans.
Ketill Larsen.
Eiríkur Ingvarsson
Á haustdögum árið
1951 var ég beðinn að
gegna bæjarfógeta-
embættinu á Siglufirði
um stundarstakir. Ég
hafði þá verið fulltrúi lögreglustjór-
ans í Reykjavík í nokkur ár. Dvöl mín
fyrir norðan dróst fram á vor. Sigl-
firðingar voru glaðlyndir og góðir
heim að sækja. Mér þótti líkt og al-
þjóðlegur andblær léki um staðinn.
Árið 1959 var ég orðinn sýslumaður í
Dölum og þurfti að ráða til mín sýslu-
skrifara. Það var ekki auðvelt að ná í
góðan mann í slíkt starf, sem var lágt
launað, en gat verið allumsvifamikið.
Datt mér þá í hug að leita til vinar
míns á Siglufirði Stefáns Stefánsson-
ar frá Móskógum í Fljótum. Ég vissi,
að hann var mörgum góðum kostum
búinn. Hann átti son ungan að aldri
sem að vísu var ekki langskólageng-
inn, en orðinn bátsmaður á togara
(Elliða eða Hafliða). Ég spurði þá í fá-
fræði minni: „Hvað gerir bátsmað-
ur?“ og svarið var: „Hann stjórnar
allri vinnu á dekki.“ Þá hugsaði ég
með mér, það hlýtur að vera eitthvað
Skjöldur Stefánsson
✝ Skjöldur Stef-ánsson fæddist á
Siglufirði 11. júlí
1935. Hann lést á
Landspítalanum 3.
september síðastlið-
inn. Skjöldur var
jarðsunginn frá
Hjarðarholtskirkju í
Dölum 12. sept sl.
spunnið í strákinn,
fyrst honum kornung-
um er trúað fyrir svo
mikilvægu starfi á
sjónum. Ég vissi líka,
að hann var af traustu
bergi brotinn, skrifaði
vel (eftir forskrift frá
Veroniku, konu Eiðs á
Skálá) og hafði margt
fleira af góðum toga til
brunns að bera. Er
ekki að orðlengja það,
að Skjöldur Stefánsson
flutti með fjölskyldu
sína til Búðardals
haustið 1959 og hefur átt þar heima
síðan í hálfa öld til dauðadags 3. þ.m.
Auk starfs sýsluskrifara hóf
Skjöldur snemma að vinna við Spari-
sjóð Dalasýslu og var aðalstarfsmað-
ur sjóðsins, þegar var gerður sam-
starfssamningur við Búnaðarbanka
Íslands 1965. Var hann þá ráðinn úti-
bússtjóri bankans í Búðardal og vann
þar til starfsloka. Þótt Skjöldur væri
alla ævi góður Siglfirðingur varð hann
jafnframt snemma góður og gegn
Dalamaður og eignaðist marga vini í
byggðum Breiðafjarðar. Sjálfur var
hann trölltryggur vinur vina sinna.
Hann var eindreginn og stefnufastur í
opinberum málum og dugmikill og
áhugasamur félagi, þar sem hann
lagði hönd á plóginn. Að leiðarlokum
þakka ég honum löng og góð kynni og
sendi konu hans og fjölskyldu allri
einlægar samúðarkveðjur.
Friðjón Þórðarson.
Í dag kveð ég í
hinsta sinn elskulega
ömmu mína. Amma
mín var ekki bara
amma heldur var hún mikill vinur
minn, við gátum talað saman um allt
sem við þurftum að tala um. Til henn-
ar gat ég leitað með flest sem angraði
huga minn. Þegar ég átti elstu dóttur
mína bjuggum við í kjallaranum hjá
ömmu og afa, þá styrktist samband
okkar mikið. Ég gat ekki bara talað
Kristín
Ingimundardóttir
✝ Kristín Ingi-mundardóttir
fæddist í Hala í
Djúpárhreppi, 11.
maí 1916. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Garðvangi 7. sept-
ember síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Útskálakirkju
12. september.
við ömmu heldur var
alltaf hægt að leita
ráða hjá henni.
Laugardagskvöld
eitt voru amma og afi
að fara í hóf hjá SÍF og
búin að klæða sig í sitt
fínasta púss þegar ég,
óreynd móðir, hljóp
upp til þeirra með
Siggu mína litla mjög
veika og vissi ekki hvað
ég ætti að gera því ég
hélt að hún væri að
kafna. Amma kunni
ráð við því, hún náði að
láta Siggu anda eðlilega aftur og ældi
barnið yfir ömmu í leiðinni. Ömmu
fannst það ekki mikið mál þó að hún
þyrfti að klæða sig upp á nýtt og sjálf-
sagt mættu þau afi alltof seint í hófið.
Það var alltaf notalegt að koma á
Reyni til ömmu og afa og eftir að afi
dó sat ég oftar hjá ömmu og oft átti ég
erfitt með að halda mér vakandi því
það var svo afslappandi að vera hjá
henni. Amma hafði alltaf áhyggjur af
öðrum, hún vildi að allir hefðu það
allra besta og öllum liði vel, til dæmis
er það síðasta sem amma sagði við
mig: „Er þér svona kalt á höndunum?“
sem lýsir henni vel.
Þegar amma hafði ekki heilsu til að
vera ein heima lengur var það mitt
hlutvert að fara með hana á Garðvang,
það að skilja hana eftir þar er eitt það
erfiðasta sem ég hef þurft að gera síð-
ustu ár þar sem amma vildi helst af
öllu vera heima. Hún tók af mér það
loforð að ég yrði dugleg að heimsækja
sig sem ég vona að ég hafi staðið mig í
og áttum við margar góðar samveru-
stundir saman í herberginu hennar á
Garðvangi þar sem fór vel um hana.
Fyrir tveimur árum varð amma langa-
langamma og var hún mjög stolt af því
og ánægð með að nöfn hennar og móð-
ur hennar voru til skiptis í sjö ættliði.
Þótt amma hafi verið hvíldinni feg-
inn eftir langa og stranga ævi er samt
erfitt að kveðja hana því það er oft
þannig að því meira sem þér þykir
vænt um einstaklinginn því meiri
verður sorgin. Ég geymi fyrir mig all-
ar vangaveltur okkar ömmu og veit að
það verður vel tekið á móti henni því
við vorum búnar að ræða þau mál.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Þín,
Ólöf Kristín.
Hún elsku amma er farin. Loksins
fékk hún hvíldina langþráðu og loks-
ins eru þau afi saman á ný. Amma á
Reyni gaf mér svo margt sem á eftir
að endast mér alla ævi og skelfing á ég
eftir að sakna hennar. Ég hitti hana
ekki eins oft og ég hefði viljað síðustu
árin en ég held að hún hafi vitað hvað
mér þótti vænt um hana. Við hjónin
vorum svo heppin að líta til hennar síð-
ast núna í júní og hitta á hana í fanta-
formi, úti í sólinni með derhúfuna sína.
Þannig er gott að minnast hennar,
hvað hún var skýr og hress þó skrokk-
urinn væri henni erfiður. Því miður
fengu krakkarnir mínir lítinn tíma
með langömmu Stínu og kynntust
henni aldrei í fullu fjöri en hún er sér-
stök persóna í þeirra huga og mun
ekki gleymast.
Minningarnar eru ótalmargar og
rifjast upp hver af annarri nú þegar afi
og amma á Reyni eru bæði farin. Fjöl-
skyldan var stór og alltaf var mið-
punkturinn á Reyni, þar fengum við
skjól, eitthvað gott í gogginn og oftast
smáspjall. Fjölskyldufyrirtækið
krafðist margra handa og fullorðna
fólkið vann flest þar lengri eða
skemmri tíma. Þá man ég eftir dimm-
um vetrarmorgnum þegar síldin fyllti
fiskhúsið og pabbi og mamma þurftu
bæði að fara snemma að vinna og við
systurnar fengum að vera hjá ömmu.
Þá kúrðum við frændsystkinin stund-
um í myrkrinu í borðstofunni, undir
borðstofuborðinu og hlustuðum á ein-
hverja skemmtilega sögu í Morgun-
stund barnanna.
Eina minningu á ég um ömmu sem
er mér kærari en margar. Ég átti í
einhverju basli framan af með að læra
á klukku, skildi bara ekki hvernig
þetta virkaði allt saman. Svo kom ég á
Reyni eitt kvöldið einhverra erinda
og ílengdist svo þar góða stund á
spjalli við ömmu. Þá barst þetta í tal
og ömmu fannst alveg ómögulegt að
ég kynni ekki á klukku. Uppi á borð-
stofuskápnum hjá afa og ömmu var
forláta klukka sem sló falleg, hljóm-
mikil högg og hún fór með mig þang-
að, opnaði glerið og tók sér góðan
tíma í að sýna mér hvernig litli og
stóri vísirinn unnu saman og kenna
mér hvað þetta hét nú allt. Allt í einu
small þetta allt saman í litla hausnum
og ég skildi hvernig klukkur virkuðu.
Mér fannst þetta eins og kraftaverk,
kvaddi ömmu himinlifandi og hljóp
alla móana heim syngjandi að nú
kynni ég á klukku.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
afa mínum og ömmu og nú þegar hún
er farin er ákveðnum kafla í lífi okkar
afkomenda þeirra lokið. En ég veit að
nú líður ömmu vel og nú er það okkar
að taka allt það besta sem hún kenndi
okkur og færa það áfram til næstu
kynslóða. Guð geymi þig, amma mín,
takk fyrir tímann með þér, ég bið að
heilsa afa og öllum hinum sem þú ert
að hitta núna.
Helena og fjölskylda.
Elsku amma, þá er komið að
kveðjustund. Minningarnar eru
margar og ljúfar og gott að geta yljað
sér við þær nú þegar þú hefur fengið
hvíldina.
Amma var einstök kona sem stóð af
sér hvert mótlætið á eftir öðru. Síð-
ustu ár reyndust henni erfið er hún
þurfti að reyna ótímabæran missi ást-
vina sinna um leið og heilsu hennar
fór að hraka.
Hún var ótrúleg seig og náði á hinn
ótrúlegasta hátt að jafna sig furðu vel
eftir áföll fyrri ára. Amma var eins og
ég sagði alltaf „alvöru“amma sem var
heima og við krakkarnir gátum farið
til á daginn eftir skóla og fengið að
drekka. Hún átti alltaf eitthvað handa
okkur enda var oft margt um mann-
inn hjá henni í mat og kaffi, þá sér-
staklega á meðan á vertíðinni stóð og
afi var með fiskhúsið fullt af mann-
skap í aðgerð eða við saltfiskvinnsl-
una. Flatkökurnar hennar voru þær
bestu sem hægt var að fá og voru í al-
geru uppáhaldi hjá mér. Ég var nú
svo lánsöm að alast upp í nágrenni við
ömmu og afa og má þess vegna segja
að ég og frænkur mínar hafi að sumu
leyti átt okkar annað heimili hjá þeim.
Það var sama hvort við vorum búnar
að leika okkur í fjörunni, niðri á túni
eða höfðum bara verið að vesenast og
flækjast fyrir í fiskhúsinu, alltaf gát-
um við farið til ömmu þegar við vorum
búnar að fá nóg, orðnar þreyttar og
svangar. Mér er minnisstæð þolin-
mæði ömmu þegar við vorum inni í
stofu og spiluðum ABBA og sungum
hátt með, henni leiddist það nú ekki
enda þar á ferð uppáhaldshljómsveit
ömmu og afa. Þegar þau fengu svo
litasjónvarpið var fastur liður að fara
til ömmu og horfa á Húsið á sléttunni
með henni og var nú þá oftar en ekki
eitthvað nýbakað með kaffinu.
Það er nú eiginlega ekki hægt að
minnast ömmu án þess að minnast afa
um leið. Afi var alltaf í fiskhúsinu og
hún sá um heimilið og allt sem því
fylgdi af miklum myndarskap. Þegar
ég var lítil fóru þau að mér fannst oft
til útlanda, afi var í vinnuferðum að
selja fisk og amma fylgdi stundum
með. Þessar ferðir þeirra voru ótrú-
lega spennandi fyrir mig sem beið
alltaf spennt eftir að þau kæmu heim
og segðu mér ferðasöguna og ekki
skemmdi fyrir að yfirleitt var eitthvað
keypt handa barnabörnunum. Það var
minn draumur að fá að fara með þeim
einhvern tímann og stóð það nú alltaf
til en því miður varð nú aldrei úr því.
Missir ömmu var mikill þegar afi dó
en hún var dugleg og bjó ein í þónokk-
ur ár þrátt fyrir heilsubrest. Hún
hafði sérstaklega gaman af rósunum
sínum og sýndi mér þær stolt þegar
þær voru í blóma. Hún var nú oft ansi
orðheppin og lá ekkert á skoðunum
sínum, við rökræddum oft ýmislegt,
vorum ekki alltaf sammála en báðar
jafn þrjóskar, nú brosi ég þegar ég
hugsa um ýmislegt sem við spáðum í
og spjölluðum um.
Minningarnar eru margar og góðar
og gott til þess að hugsa að ég átti
bestu ömmu í heimi. Það er með sökn-
uði sem ég kveð hana en samt sem áð-
ur glöð yfir að hún hafi fengið lang-
þráða hvíld. Ég veit að hún hefur
skilað góðu lífshlaupi og fer sátt við
guð og menn.
Elsku amma, minning um góða og
sterka konu lifir í hjarta mínu. Takk
fyrir allt og allt.
Ásborg.
✝
Elskulegur faðir minn, bróðir, hálfbróðir og mágur okkar,
HILMAR TH. MAGNÚSSON
bifreiðarstjóri,
Prestastíg 9,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 3. september.
Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Alfreð Hilmarsson,
systkini og aðrir aðstandendur.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson