Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 47
✝
Móðir mín og frænka,
ÞORBJÖRG MÖLLER LEIFS,
Hávallagötu 17,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
7. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
þriðjudaginn 16. september kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu
er bent á Geðhjálp eða aðrar líknarstofnanir.
Leifur Leifs
og frændsystkini.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
sambýlismaður,
GUNNAR JÓHANNSSON,
Lindargötu 23,
Reykjavík,
áður til heimilis
í Vestmannaeyjum,
lést sunnudaginn 7. september.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 20. september kl. 14.00.
Klara Gunnarsdóttir, Víðir Óskarsson,
Elsa Gunnarsdóttir, Björn Indriðason,
Gunnar Hallberg Gunnarsson, Hrönn Harðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
Þóra Gunnarsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTÍN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Langholti 11,
Akureyri,
lést aðfaranótt föstudagsins 5. september á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir sendum við dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Hlíð, lyflækningadeild F.S.A., Heimahlynningu Akureyrar auk
allra þeirra er studdu hana í veikindum sínum.
Sigurður Arnar Styrmisson, Arnfríður Ólafsdóttir,
Birgir Rafn Styrmisson, Bára Ingjaldsdóttir,
Margrét Sigríður Styrmisdóttir, Jón Ólafsson,
Sigurlína Hólmfríður Styrmisdóttir, Björgvin Árnason,
Sigvaldi Már Guðmundsson, Agnes Jósavinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR HARALDSSON
læknir,
Selbrekku 6,
Kópavogi,
lést á heimili sínu mánudaginn 8. september.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 17. september kl. 11.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið.
Hjördís Rósa Daníelsdóttir,
Ásgeir Sverrisson, Helga Sigurðardóttir,
Svandís Sverrisdóttir, Kristján Gíslason,
Hasse Svedberg, Annika Svedberg,
Kristín Sverrisdóttir, Jón Magnús Jónsson,
Arnbjörg Sverrisdóttir, Robin Svendsen,
Jóhann Sverrisson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR EINAR SIGURBJÖRNSSON,
Garðvangi,
Garði,
áður til heimilis að Hringbraut 98,
Keflavík,
lést á Garðvangi, þriðjudaginn 9. september.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
17. september kl. 14.00.
Sigurbjörn Ólafsson,
Gerður Ólafsdóttir, Hrólfur Karlsson,
Eggert Ólafsson, Sólrún Valsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Kristín MargrétSigurðardóttir
fæddist á Sjávar-
bakka í Arnarnes-
hreppi 23. nóvem-
ber 1929. Hún
andaðist á Dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri aðfaranótt 5.
september síðastlið-
ins. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Helgi
Jóhannsson, f. á
Syðri-Haga á Ár-
skógsströnd 25. ágúst 1899, d. 25.
mars 1977, og Jónína Steinunn
Magnúsdóttir, f. á Gili í Öxnadal
25. nóvember 1901, d. 4. maí
1978.
Árið 1950 giftist Kristín Styrmi
Gunnarssyni stýrimanni og skip-
stjóra, f. 4. nóvember 1925, d. 12.
ágúst 2004. Foreldar hans voru
sr. Gunnar Benediktsson rithöf-
undur, f. 9. október 1892, d. 26.
ágúst 1981, og Sigríður Gróa
Þorsteinsdóttir, f. 31. ágúst 1891,
d. 7. september 1982. Börn Krist-
ínar og Styrmis eru: Sigurður
Arnar, f. 8. janúar 1949, maki
Arnfríður Ólafsdóttir, f. 1950.
Birgir Rafn, f. 1. nóvember 1950,
maki Brynhildur Bára Ingjalds-
dóttir, f. 1. febrúar 1951. Mar-
grét Sigríður, f. 20. febrúar 1954,
maki Jón Ólafsson, f. 1946. Álf-
heiður Jónína, f. 16. júlí 1956, d.
29. ágúst 1977,
maki Guðmundur
Sigvaldason, f. 14.
apríl 1954. Sig-
urlína Hólmfríður,
f. 6. október 1962,
maki Björgvin
Árnason, f. 2. sept-
ember 1962. Barna-
börnin eru 14 og
barnabarnabörnin
eru 13. Fyrir átti
Styrmir Guðnýju, f.
19. september 1946,
maki Ásgeir Ás-
geirsson, f. 8. apríl
1948.
Mestan hluta ævi sinnar helg-
aði Kristín líf sitt fjölskyldu sinni
og afkomendum þeirra. Árið
1984 veiktist hún af hjartasjúk-
dómi og hin síðari ár hrjáði hana
oft mikill heilsubrestur auk þess
sem hún annaðist eiginmann sinn
þar sem hann átti einnig við veik-
indi að stríða. Styrmir lést hinn
12. ágúst 2004.
Kristín var víðlesin kona og
eitt af hennar helstu áhuga-
málum var lestur bókmennta og
ljóða. Þessari þekkingu miðlaði
hún til barna sinna og afkomenda
þeirra. Kristín hafði sérstakt
yndi af barnabörnum sínum og
sýndi þeim ótakmarkaða ástúð
sem var þeim ómetanleg.
Útför Kristínar fór fram frá
Höfðakapellu á Akureyri 12.
september.
Elskuleg móðir mín er látin. Oft á
tíðum var lífsganga hennar og heilsa
þyrnum stráð. Með þrjósku, trú og
von hélt hún sinni göngu alltaf
áfram. En vissulega voru líka marg-
ar bjartar og góðar stundir sem hún
nýtti vel. Synir mínir nutu mikið
nærveru ömmu sinnar og sinnti hún
þeim af slíkri ástúð, umhyggju og
natni að engin orð geta lýst því. Ekki
man ég hversu oft ég þurfti að flytja
hana í skyndi á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri eða hversu oft ég
var næturlangt yfir henni, þar sem
talið var endalokin væru hugsanlega
að nálgast.
Baldvin yngsti sonur minn var
fermdur hinn 5. apríl síðastliðinn.
Móðir mín hélt sínu striki og mætti
til kirkju, fór til altaris og sat hans
veislu, þrátt fyrir veikindi sín. Degi
síðar flutti ég móður mína á sjúkra-
hús í síðasta sinn. Þetta voru erfiðir
tímar. Fyrsta barnabarn mitt kom í
heiminn aðfaranótt 9. maí. Það er í
mínum huga eins og móðir mín hafi
fengið sinn síðasta kraft þegar hún
fékk tækifæri til að sjá sonardóttur
mína sem ber nafn hennar. Móðir
mín fékk tækifæri til að kyssa enni
litlu stúlkunnar og strjúka blíðlega
yfir vanga hennar. Það var henni
mikils virði og sem ljós og birta í
minni sorg.
Ég hugsa um mynd þína, hjartkæra móð-
ir,
og höndina mildu, sem tár strauk af kinn.
Það yljar á göngu um ófarnar slóðir
þó yfir sé harmþrungið rökkur um sinn.
Ljósið er slokknað á lífskerti þínu,
þú leiddir mig örugg á framtíðar braut.
Hlýja þín vakir í hjartanu mínu
frá hamingjudögum, er fyrrum ég naut.
Minningarljósið á lífsvegi mínum
lýsir upp sorghúmið, kyrrlátt og hljótt.
Höfði nú drúpi’ ég hjá dánarbeð þínum
þú Drottni sért falin, ég býð góða nótt.
(Hörður Björgvinsson.)
Þín dóttir
Sigurlína Hólmfríður.
Elsku amma, nú ertu komin til afa
og Heiðu, dóttur þinnar sem þú
saknaðir svo mikið.
Það er alltaf sárt að sjá á eftir
þeim sem manni þykir vænt um, en
gott er að hugga sig við það að þú ert
nú hjá góðu fólki og þér líður vel.
Við systurnar þökkum þér kær-
lega fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur og alla væntumþykjuna sem
þú sýndir okkur, mökum okkar og
börnunum. Við áttum margar glaðar
stundir hjá þér þegar við vorum
smástelpur og oft espaðir þú upp í
okkur prakkarann. Farið var í
dúkkuleik í eldhúsinu, eldaður plat-
matur handa þeim og alltaf þóttist
þú borða með okkur. Í stiganum var
farið í leiki, endalaust hoppað upp og
niður hann en aldrei skammaðir þú
okkur eða baðst um að við hefðum
lægra. Í kjallaranum voru allskyns
gull sem gaman var að gramsa í og
gömul föt til að máta. Við eigum ykk-
ur afa svo margt að þakka og þá sér-
staklega fyrir að eignast pabba okk-
ar, sem er auðvitað besti pabbi og
vinur í heimi.
Takk, elsku amma, fyrir allt.
Ástarkveðja,
Kristín Margrét, Matthea og
Álfheiður (Magga, Mattý og
Heiða) Sigurðardætur.
Elsku amma mín. Ég get ekki lýst
þér í orðum. Fyrir mér varst þú ein
besta manneskja sem til er í öllum
heiminum. Ég hefði stundum viljað
að þú hugsaðir meira um sjálfa þig
en alla í kringum þig. Ég get heldur
ekki með orðum lýst því hversu góð
þú varst við mig.
Þegar ég var lítill prakkari og
kveikti á eldavélinni á hæsta straum
þá skammaði afi mig en amma reidd-
ist bara við afa og sagði að ég myndi
aldrei gera svona. Hún hefði bara
sjálf rekið sig í alla takkana.
Ég gat verið stríðinn strákur en
ég vissi alltaf að ömmu þótti mjög
vænt um mig og vildi allt fyrir mig
gera. Næstsíðasta daginn sem þú
varst heima þá mættir þú í ferm-
inguna mína, fórst með mér til alt-
aris og mættir í veisluna mína, þrátt
fyrir þín erfiðu veikindi. Daginn eftir
fórstu á sjúkrahús og við tóku mikil
og erfið veikindi.
Amma mín, ég hef þá trú að þú
sért hjá mér enn og munir hjálpa
mér á mínum stundum. Ég er þakk-
látur yfir að hafa átt þig að og mun
aldrei gleyma þér. Ég veit nú að þú
ert hjá Guði og loksins færðu þína
verðskulduðu hvíld frá þínum erfiðu
veikindum.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Ástarþakkir, þinn
Baldvin Jónsson.
Elsku, elskulegasta besta amman
mín, núna ert þú dáin, dagurinn sem
ég hef kviðið fyrir svo lengi er runn-
inn upp. Ég hef átt mínar lífsins
stundir með þér og hef svo oft sakn-
að þín, amma mín. Þú hefur fært
mér svo margt undursamlegt og
stundirnar sem við áttum þegar ég
var lítil eru gullið mitt sem ég ætíð
kem til með að minnast og hugsa um
með ást og gleði í hjarta. Mannstu
öll kvöldin sem ég fékk að sofa í af-
arúmi þegar hann var úti á sjó. Þú
kenndir mér allar bænirnar og
manstu hvað við hlógum þegar þú
útskýrðir Faðirvorið fyrir mér. Þú
bjóst til sögu um strák sem þurfti að
spyrja um allar meiningar, hvað þær
þýddu og þannig kenndir þú mér á
þinn góðlátlega og elskulega hátt
hvað öll orðin þýddu.
Enn bið ég bænirnar mínar og
alltaf ert þú í huga mínum þá líka.
Þú sagðir mér og kenndir svo
margar skemmtilegar sögur, gafst
mér svo fallegar minningar af lífi
þínu, hvernig þú varst dugleg í
íþróttum, dugleg að stökkva og
hlaupa þegar þú varst lítil. Þú gafst
mér líka margar fallegar minningar
af mömmu og systkinum hennar,
Sigga, Bigga, Heiðu og Sillu, ærsla-
ganginum og leikjunum í þeim sum-
ar sem vetur þegar þau voru lítil á
Spítalastígnum. Fyrir rúmlega 2 ár-
um fórum við í bíltúr og stoppuðum
þar sem fæðingarbær þinn var,
drukkum kaffi og spjölluðum um ævi
þína. Ég skildi þá að þú ert sátt!
Núna veit ég og skil hversu ótrúlegt
ríkidæmi það er að hafa fengið að
vera hjá þér, njóta af umhyggju
þinni, gáfum, kunnáttu og ást. Önn-
ur yndisleg minning er þegar ég var
4 ára og hjálpaði þér að flysja kart-
öflurnar sem við sóttum út í garð
skömmu áður. Ég sat á eldhús-
bekknum og fékk að smakka á öllum
kartöflunum áður en þú settir þær í
pottinn. Þegar ég var 8 ára vildi ég
læra að prjóna. Þolinmæði hefur
aldrei verið mín stærsta dyggð, en
þér tókst samt að kenna mér það
ásamt því að hekla, sauma út og gera
margvíslega aðra handavinnu sem
ég er stolt af að kunna í dag. Börnin
mín klæðast í dag peysum sem þú
hefur prjónað handa þeim. Dreng-
urinn minn Nökkvi mun minnast þín
elsku amma og nafna þín hún Saga
Kristín líka. Á þessari stundu hugs-
um við til þín, skoðum allar mynd-
irnar af þér við kertaljós og minn-
umst þín með gleði og söknuð í
hjarta. Kletturinn í lífi mínu er far-
inn áfram til Guðs, furðulegt, elsku
amma, að þú sért ekki í Langholti 11
til að taka á móti mér lengur, en þú
ert hjá okkur og vakir yfir okkur
með sömu varfærni og ást og áður,
það veit ég. Þegar þú veiktist í hjart-
anu í fyrsta skipti var ég lítið barn
og laginu sem strákurinn söng um
pabba sinn á sjónum breytti ég í lag
um þig í huganum. Engin manneskja
hefur nokkurn tíman vitað þetta, en
þetta lag hef ég hugsað um og raulað
í huganum frá þeim tíma. Ég vil láta
þennan texta vera það sem fylgir þér
frá mér, en elsku amma ég á eftir að
minnast þín og sakna þín alltaf og
þín verður minnst og þér verður
þakkað fyrir allt sem þú gafst okkur
um ókomin ár. „Ég sakna þín amma
ég sakna þín heitt, án þín ég lítið er.
Af því ég amma mín elska þig
heitt …“
Þín dótturdóttir
Elísabet (Lísa) Guðmundsdóttir
í Svíþjóð.
Kristín Margrét
Sigurðardóttir