Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 48

Morgunblaðið - 14.09.2008, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna RósaMagnúsdóttir fæddist á Ísafirði 14. júlí 1942. Hún lést á líknardeild Landspítalans 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Ást- marsson, prentari, forstjóri Ríkisprent- smiðjunnar Guten- berg og borgar- fulltrúi í Reykjavík, f. á Ísafirði 7. febr- úar 1909, d. 18. febrúar 1970, og Elínborg Guð- brandsdóttir húsmóðir, f. í Viðvík í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 6. ágúst 1913, d. 3. desember 1979. Systkini Önnu Rósu eru: Björn Bragi, f. 6. mars 1940, d. 15. maí 1963, Auður, f. 1. ágúst 1947, d. 14. mars 2007, Ásdís, 28. sept. 1951, Brynhildur, f. 30. apríl 1953, d. 17. júní 1980, og Guð- brandur, f. 20. sept. 1954. Anna Rósa giftist Bjarna Snæland Jónssyni útgerðar- manni, f. á Hólma- vík 30. janúar 1941, d. í Reykjavík 4. september 1999. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Bryndís, f. 28. júní 1960, gift Sigurði Jónssyni, dætur þeirra Kolbrún Lilja og Karen Ósk; Hulda Sigrún, f. 2. febrúar 1971, gift Kjartani Þór Halldórssyni, dóttir þeirra er Sólrún Harpa; Magnús Þór, f. 16. júní 1972, son- ur hans er Bjarni Snæland; og Jón Bjarni, f. 27. ágúst 1975, kvæntur Sigrúnu Ernu Geirsdóttur, dóttir þeirra er Sara Elísabet. Útför Önnu Rósu fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Tengdamóðir mín, hún Anna Rósa, hefur yfirgefið okkur. Við munum öll sakna hennar en sárast af öllu er að litla dóttir okkar Nonna, Sara Elísabet, tveggja og hálfs árs, hefur verið svipt ömmu sinni. Anna Rósa tók mér strax mjög vel þegar maðurinn minn kynnti mig fyrir henni og bauð hún mig innilega velkomna í fjölskylduna. Ég fann það strax hversu vænt henni þótti um börnin sín og barnabörn. Anna Rósa var gjafmild og henni þótti gaman að gleðja aðra. Hún lagði mikla hugsun í gjafirnar og var ákaflega smekkvís. Bestu gjafirnar voru þær sem hún bjó til sjálf því hún var mjög hög í höndunum. Heimili okkar prýða fallegir púðar sem hún saumaði handa okkur og gula teppið sem hún prjónaði handa Söru og færði okkur að gjöf þegar Sara fæddist var mikið notað. Samt fannst henni sjálfri þetta allt vera óttalega ómerkilegt, enda var hún hógvær. Önnu Rósu þótti yndislegt að hafa barnabörnin í kringum sig og vildi sjá þau sem oftast. Hún var góð amma og Sara mín missir af miklu að hafa ekki fengið að eiga hana lengur. Anna Rósa hafði átt erfiðari ævi en flestir. Sorglegir atburðir áttu sér stað í fjölskyldu hennar og stærstan hluta lífs síns barðist hún við erfiðan sjúkdóm sem svipti hana mörgu. Þrátt fyrir þetta gafst hún aldrei upp. Hún bjó yfir innri styrk sem sýndi sig glögglega undir lokin þeg- ar hún var orðin veik og lá fyrir. Hún hló og gantaðist aðeins örfáum dög- um áður en hún lést og ég dáðist að henni. Hún var sátt. En eins og tunglskinsblettir akrar blika við blárri grund og ljósgrá móða leitin bakkafyllir og lægð og sund og neðst í austri gylltar stjörnur glitra í gegnum skóg: þá sit ég úti undir húsagafli í aftanró. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinzt er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttahendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson.) Hvíldu í friði Anna mín. Sigrún Erna Geirsdóttir. Komin er nú stundin, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Anna skilur eftir sig margar góð- ar minningar og samverustundir og fyrir það erum við þakklát. Nú er Anna / amma farinn frá okkur, en við vitum að henni líður vel, laus við sjúkdóma og erfiða heilsu. Far þú í friði, elsku Anna. Aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Elísa Sóley Magnúsdóttir, Baltasar Leví og Bjarni Snæland. Við kveðjum nú góða vinkonu okk- ar hana Önnu Rósu Magnúsdóttur sem var stór hluti af lífi okkar í Dvöl. Orð Spámannsins um vináttuna lýsa Önnu Rósu okkar vel. Og ungmenni nokkurt sagði: Ræddu við okkur um vináttuna. Og hann svaraði og sagði: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni. Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn til- gang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar. Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best. Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnast auðlegð þinni. Hví skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann? Leitaðu hans með áhugamál þín. Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn. Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morg- un sinn og endurnærist. (Kahlil Gibran, þýð. Gunnar Dal.) Við þökkum Önnu Rósu innilega fyrir allar samverustundirnar og vottum fjölskyldu hennar samúð. Guð blessi minningu Önnu Rósu. f.h. gesta og starfsfólks Dvalar, Kristín Ósk Ingvarsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Önnu Rósu Magnúsdóttur og þakka henni samfylgdina. Það má segja það að ég kynntist henni best þessar síðustu vikur sem hún var sem veikust og dáðist að því æðru- leysi og ró sem hvíldi yfir henni. Allt- af sama hlýja kveðjan „gaman að sjá þig“ þegar ég kom og þakklætið fyrir að gefa henni tíma. Við ræddum mik- ið saman um börnin okkar, tengda- börnin og barnabörnin. Hún talaði svo fallega um þau og var svo stolt af þeim öllum. Ég kveð þig með fyrsta erindi úr ljóðinu Hvítir mávar. Handan við hafdjúpin bláu hugur minn dvelur hjá þér. Ég bið að þú komir og kyssir kvíðann úr huga mér. (Björn Bragi Magnússon.) Ég votta fjölskyldu Önnu Rósu og stóra vinahópnum hennar alla mína samúð. Jórunn. Anna Rósa Magnúsdóttir Látinn er í Reykja- vík Haukur Bene- diktsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarspítalans að loknum einstak- lega farsælum starfsferli hjá Reykjavíkurborg. Mig langar að koma á framfæri þakklæti fyrir nærfellt 50 ára nábýli við Hauk og hans ljúfu og raungóðu eiginkonu og börn þeirra. Ekki man ég fyrr eftir mér en að Haukur væri nálægur. Hann og Adda byggðu sér hús í Breiðagerði í Smáíbúðahverfinu, við hlið foreldra minna, snemma á sjötta áratug síð- ustu aldar. Menn voru lengur að byggja í þá daga en nú og unnu mik- ið sjálfir. Við börnin kynntumst því í hálfbyggðum hústóttum, á ófrá- gengnum lóðum þar sem sand- og moldarhaugar mynduðu ævintýra- heim með fjöll og dali. Minningarnar eru blanda af fjölbreyttum bíla- og boltaleikjum, bófahasar, naglhreins- un mótatimburs, drætti og réttingu nagla (til endurnotkunar!) og ferða á slysavarðstofu með ryðgaðan nagla í fæti og yfirvofandi hættu á blóðeitr- un. Þau Haukur og Adda voru hvort öðru spaugsamara en þó öðru frem- ur ljúft og gott fólk með einstaka þolinmæði gagnvart ótölulegum uppátækjum okkar krakkanna. At- gervi Hauks vakti mikla aðdáun. Engir aðrir pabbar skemmtu í af- mælum með því að ganga á höndum um alla lóðina, enginn stóðst honum snúning á skíðum. Nærgætni hans og velvild í veikindum móður minnar Haukur Þ. Benediktsson ✝ Haukur ÞórBenediktsson fæddist í Hraun- prýði á Ísafirði 29. febrúar 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 30. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 8. september. að föður mínum látn- um gleymist ekki og var einstaklega nota- leg vegna veru minnar erlendis. Vináttu og hlýju stafaði alla tíð frá Hauki. Vegna veikinda hans gat því miður ekki orðið af ferð sem ég var ákveð- inn í að fara með hann á Vestfirði. Fyrir hönd þriggja kynslóða í næsta húsi í Breiðagerðinu sendi ég einlægar þakkir mínar og bið börnum Hauks, Guðmundi bróður hans og fjölskyldum þeirra blessunar. Gísli Einarsson. Nú þegar svífur að haust, eftir frábært góðviðrissumar, kveður okkur einn af framámönnum í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu, góður vinur minn til margra ára, Haukur Benediktsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans í Reykjavík, 84 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Bústaðakirkju 8. sept. sl. Það var fljótlega eftir að ég tók við framkvæmdastjórastöðu Sjúkra- hússins á Selfossi að ég kynntist þessum hæfa stjórnanda og góða dreng og á ég honum margt að þakka um fræðslu og hagnýtar upp- lýsingar varðandi þann starfsvett- vang sem ég hafði þá valið mér. Fljótlega lágu leiðir okkar saman í þeim félögum sem stétt okkar varðaði mest þ.e.a.s. í Landssam- bandi sjúkrahúsa og Félagi for- stöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi og áttum við báðir sæti samtímis í stjórnum þessara félaga. Ég held að á engan sé hallað þótt ég fyllyrði að Haukur Ben. hafi verið sá maður sem mótaði alla starfsemi Lands- sambandsins fyrstu starfsár þess, enda formaður til margra ára. Þegar ég lít til baka til áranna fyrir 1970 og fram til 1990, tel ég að það hafi verið mikill fengur fyrir bæði þessi félög að fá tvo af framkvæmdastjórum stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík þar til formennsku. Hauk fyrir Landssambandið og Davíð Á. Gunn- arsson, framkvæmdastjóra Ríkis- spítalanna, fyrir Félag forstöðu- manna. Við framkvæmdastjórar landsbyggðarsjúkrahúsanna áttum allir góðum vinum að mæta hjá þess- um heiðursmönnum. Það æxlaðist líka þannig að forstöðumenn sjúkra- húsanna í landinu voru oft í meiri- hluta í stjórn Landssambandsins þótt þar sætu líka sveitarstjórnar- menn. Á formannsárum Hauks var því komið á að halda aðalfundi félag- anna hvors um sig annað hvert ár. Annað árið hjá Landssambandinu og hitt árið hjá Félagi forstöðu- manna sem ekki var stéttarfélag, heldur félagslegur vettvangur til margvíslegrar fræðslu og kynna. Lögð var áhersla á að undirbúa aðal- fundina vel og vanda til þeirra í hví- vetna. Héldum við fundina vítt og breitt um landið og snemma skap- aðist sú hefð að taka konur okkar með eða maka og við það skapaðist mikill og góður kunningsskapur og vinátta. Haukur og Arndís (Adda) áttu sinn mikla þátt í því. Okkur landsbyggðarframkvæmdastjórun- um þótti mikill fengur að því að fá þessa fundi og með heimsóknum hver til annars gafst okkur tækifæri til að kynnast sjúkrahúsrekstrinum um land allt. Og ekki voru móttökurnar hjá for- stjórum stóru sjúkrahúsanna í höf- uðborginni síðri. Þá var líka tekið höfðinglega á móti okkur félögunum utan af landi á heimili þeirra Hauks og Öddu í Breiðagerði 4 í Reykjavík. Í þessum fáu kveðjuorðum til vin- ar míns Hauks Ben. væri gaman að geta farið út um víðan völl í sjóði minninganna frá samstarfsárum okkar en blaðrýmið leyfir ekki slíkt. Minningin mun lifa um þennan góða dreng sem markaði spor í sögu heil- brigðismála á Íslandi og á fleiri svið- um. Hann var ekki þeirrar gerðar að miklast af verkum sínum, prúð- mennið sem af bar. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hafsteinn Þorvaldsson fyrrv. framkv.stjóri Sjúkrahússins á Selfossi. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI JÓNSSON flugstjóri og flugrekandi, Bauganesi 44, Reykjavík, varð bráðkvaddur laugardaginn 6. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 16. september kl. 13.00. Jytte Marcher, Ester Helgadóttir, Astrid Helgadóttir, Adolfo Castrillo, Jón Helgason, Hulda G. Valsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkærum eiginmanni mínum, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSI AÐALSTEINSSYNI, Sólvallagötu 18, Reykjavík, verður sungin sálumessa í Kristskirkju Landakoti miðvikudaginn 17. september kl. 13.00. Beatrice Aðalsteinsson, Einar Magnússon, Þorbjörg Grímsdóttir, Guðrún Ása Magnúsdóttir, Kristinn Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, FANNEY SIGURBALDURSDÓTTIR frá Ísafirði, Asparfelli 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 16. september kl. 13.00. Ásta Dóra Egilsdóttir, Jón Jóhann Jónsson, Petrína Margrét Bergvinsdóttir, Hulda Bergvinsdóttir, Gunnar Hallsson, Jón Bergvinsson, Ingibjörg Viggósdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.