Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 51 AUÐLESIÐ EFNI Mikill spenna er í kosninga-baráttunni í Banda-ríkjunum. John McCain, fram-bjóðandi Repúblikana-flokksins nýtur aukins stuðnings eftir að hann kynnti vara-forseta-efni sitt, Söru Palin. Sumar kannanir sýna McCain með meira fylgi en Barack Obama, fram-bjóðandi Demókrata-flokksins. Obama hefur orðið fyrir talsverðri gagnrýni eftir að hann sagði á fundi að það væri ekki nóg að setja vara-lit á svín. Svínið væri áfram svín. And-stæðingar hans segja þessi umm-mæli ósmekklega árás á Palin. Stuðnings-menn Obama hafa rifjað upp að McCain sagði það sama á fundi fyrr á árinu þegar hann vísaði til Hillary Clinton sem þá barðist fyrir því að verða forseta-efni síns flokks. Palin var í viðtali við ABC-sjón- varps-stöðina í vikunni. Hún hikstaði í sumum svörum sínum og þótti ekki sýna mikla þekkingu þegar hún var spurð út í Íraks-stríðið. Frétta-maðurinn þurfti t.d. að útskýra fyrir Palin kenningu Bush forseta um fyrir-byggjandi stríð. Sumir fjölmiðlar hafa gagnrýnt Palin fyrir að veita ekki viðtöl, en tvær vikur liðu frá því tilkynnt var um framboð hennar þar til hún kom í viðtal. Hörð kosningabar- átta í Bandaríkjunum Sarah Palin Barack Obama Stuðnings-menn skoska lands-liðsins í fót-bolta voru áberandi á götum Reykjavíkur í vikunni. Ísland og Skot-land kepptu á Laugar-dals-velli og höfðu Skotar betur. Þeir skoruðu tvö mörk en Íslendingar eitt. Mark Íslands skoraði Eiður Smári Guðjohnsen úr víta-spyrnu. Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska liðsins var ekki sáttur við að tapa leiknum, en hann sagðist að mörgu leyti vera sáttur við hvernig lið Íslands spilaði. Stuðnings-menn Íslands höfðu vonast eftir að liðið næði að fylgja eftir góðum leik við Noreg, en sá leikur endaði með jafn-tefli. Tæplega 10.000 áhorfendur horfðu á leikinn og voru Skotar fjöl-margir í stúkunni. Þeir voru líka áberandi á börum í Reykjavík og drukku mikið af bjór. Skotar gerðu góða ferð til Íslands Morgunblaðið/G.Rúnar Skotar Margir Skotar lögðu leið sína til Íslands og fögnuðu sigri skorska lands-liðsins í fótbolta. Víða mátti sjá brosandi menn í skota-pilsum á veitingahúsum í höfuð-borginni. Breska ferða-þjónustu-fyrirtækið XL Leisure Group hefur verið úrskurðað gjald-þrota. Sky-fréttastöðin sagði að gjaldþrotið hefði áhrif á um 200 þúsund viðskipta-menn fyrir-tækisins. Íslenskir fjár-festar áttu hlut í XL Leisure. Gjaldþrot félagsins hefur áhrif á fjárhagslega stöðu Eimskips því á félaginu hvíldi ábyrgð á láni upp á 27 milljarða sem tekið var þegar Eimskip seldi XL. Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson og fleiri fjárfestar lýstu því hins vegar yfir áður en XL varð gjald-þrota að þeir myndu kaupa kröfuna. Það þýðir að Eimskip mun skulda feðgunum 27 milljarða. Óljóst er hvort þessari skuld verður breytt í hlutafé. Hluta-bréf í Eimskip hafa fallið mjög mikið alla vikuna. Fyrir einu ári voru hluta-bréf félagsins skráð á um það bil 39, en eru nú skráð á 8. XL Leisure gjaldþrota Morgunblaðið/hag Um 2.400 nýjar óseldar íbúðir standa auðar á höfuð-borgar-svæðinu. Þetta er niður-staða nýrrar könnunar sem unnin var af Lands-bankanum. Ef teknar eru með íbúðir sem byrjað er á fer talan upp í 5.900. Fram-boðið á nýjum íbúðum myndi duga þó að engar nýjar íbúðir yrðu byggðar næstu tvö árin. Verð-mæti þessara 2.400 íbúða er talið vera um 70 milljarðar. Ari Skúlason, forstöðu-maður fyrir-tækja-sviðs Lands-banka segir að búið sé að byggja of mikið. Margar auðar íbúðir Morgunblaðið/ÞÖK Hús Margar íbúðir hafa verið byggð- ar síðustu ár en sala er núna dræm. Munur á launum karla og kvenna í SFR jókst á síðasta ári. Árið 2007 var þessi munur 14,3%, en í nýjustu könnun er þessi munur 17,2%. VR kannaði líka laun félags-manna sinna. Munur á launum karla og kvenna í VR hefur ekkert breyst en hann er 12%. Jóhanna Sigurðar-dóttir félags-mála-ráðherra sagði þessa niður-stöðu vonbrigði. „Það veldur mér áhyggjum að launa-munurinn sé meiri á opinbera markaðnum en þeim almenna.“ Þrjár nefndir eru starfandi á vegum stjórn-valda sem eiga að vinna gegn launa-muninum. Aukinn launamunur Jóhanna Sigurðarrdóttir Lítið þokast í átt til samkomu-lags í kjara-deilu ljós-mæðra og ríkisins. Ljós-mæður hafa gengið í gegn um tvö tveggja daga verk-föll og nýtt verk-fall er boðað í næstu viku. Árni Mathiesen fjár-mála-ráðherra hefur ákveðið að höfða mál fyrir félags-dómi til að fá upp-sagnir ljós-mæðra dæmdar ólöglegar. Guðlaug Einars-dóttir formaður Ljós-mæðra-félagsins segir að þetta sé eina útspilið sem komið hafi frá ráðherranum í deilunni. Alþingi breytti lögum um kjara-samninga opinberra-starfsmanna fyrir átta árum, en breytingin þrengir möguleika fólks til að knýja á um kjara-bætur með uppsögnum. Morgunblaðið/G.Rúnar Verkfall Margir hafa lýst yfir stuðningi við kröfur ljós-mæðra. Fer í mál við ljósmæður „ÉG er ekki í sjöunda heldur áttunda himni með þennan árangur,“ sagði Eyþór Þrastarson sund-maður eftir að hafa keppt í 400 metra skriðsundi á Ólympíu-móti fatlaðra í Peking. Eyþór komst í úrslit og hafnaði í 8. sæti. Hann bætt eigið Íslands-met um rúmar 13 sekúndur í undan-rásum. Eyþór hefur tekið stefnuna á verðlaun á næsta móti eftir fjögur ár. Fimm íslenskir fatlaðir íþrótta-menn keppa á mótinu Jóhanna Sigurðar-dóttir félags-mála-ráð-herra fylgdist með þeim. Eyþór í úrslitum Eyþór Þrastarson Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.