Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.09.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag 25. september frá kr. 59.990 Helgarferð á einstökum tíma í Prag! Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Clarion Congress sem er nýtt glæsilegt hótel sem opnaði í vor. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. aðeins 10 herbergi í boði á þessum kjörum. M bl 10 46 39 1 Verð kr. 59.990 **** - helgarferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Clarion Congress **** með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.000. Frábært helgartilboð Glæsileg nýtt hótel Hotel Clarion Congress * * * * MEÐ hreinum, fallegum kúb- ískum kubbum Rebekku Ingi- mundardóttur, mögnuðum hljóm- um Elísabetar Indru Ragnars- dóttur, flottri, dularfullri lýsingu Þórðar Orra Péturssonar og í leik- andi skemmtilegri kóreógrafíu heldur Marta Nordal utan um þetta fyrsta leikstjórnarverk sitt í atvinnuleikhúsi og gefur því einkar glæsilegt heildarform. Leikrit Þórdísar Elvu Þorvalds- dóttur Bachmann er hins vegar ekki beinlínis auðvelt eða borð- liggjandi verk. Tilraun hennar til að skrifa sakamálaleikrit sem velt- ir upp öðrum hliðum og mannlegri á þeim sakamálum sem skella á okkur í hneykslisbylgjum fjöl- miðlanna daginn út og inn er sann- arlega skemmtilega djörf. Það er þó á mörkunum að hægt sé að taka trúanlegar þær ólíku hvatir sem hún lætur búa innra með Sævari (Björn Ingi Hilmarsson), aðalpersónu verksins, né ástæður fyrir því að eiginkona hans Fann- ey (Sara Dögg Ásgeirsdóttir) held- ur svona rígfast í hann eftir að hún hefur komist að leyndarmáli hans. En leikhús er töfrastaður og hefði Birni Inga tekist að túlka innri baráttu og fýsnir þessa manns jafnvel og hann hreyfir sig hefði sýningin fengið annan botn og hljómmeiri. Þá hefði ef til vill Sara Dögg fengið að njóta sín í fleiri atriðum en átakaatriðum. Þá hefði texti Þórdísar Elvu ekki svona oft fallið flatur. Það hindrar hins vegar ekki Theódór Júlíusson í að gera persónur sínar spennandi og dularfullar né Víði Guðmunds- son í að búa til úr drengnum, dóp- istanum lifandi persónu, alveg lausa við klisjur. En sennilega hefur glæsilegur ramminn líka tekið of mikinn kraft á þeim stutta æfingatíma er leik- húsin iðka og ekki gefist tími til að hlusta eftir þeim stöðugu grun- semdum, ótta og eignarhaldstilf- inningum sem búa reyndar undir samtölum þeirra hjóna. Frásögnin er ekki línuleg og einmitt í þeim leik með tíma og framvindu býr merkileg spenna í sambandi hjónanna sem ekki heldur er reynt að fylgja eftir í sýningunni. Niðurstaða: Ytri glæsileiki sýn- ingarinnar sem lýsir efnilegum leikstjóra er, þegar upp er staðið, á kostnað ekki síður efnilegs leik- ritahöfundar. Innihald og form LEIKLIST Borgarleikhúsið Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bach- mann. Leikstjóri: Marta Nordal. Leik- mynd og búningar: Rebekka A. Ingimund- ardóttir. Tónlist og hljóð: Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pét- ursson. Sýningarstjórn: Chris Astridge. Leikarar: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmundsson, Theodór Júlíusson. Nýja sviðið, 12. september 2008 kl. 20.00. Fýsn Hjón „Leikrit Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann er hins vegar ekki beinlínis auðvelt eða borðliggjandi verk.“ María Kristjánsdóttir ÓVISSUFERÐIR hafa verið ákaf- lega vinsælar á landinu undanfarin ár. Í slíkar pakkaferðir býður nú Sviðslistahópurinn 16 elskendur sem samanstendur af sex leikurum og fræðimönnum útskrifuðum úr Listaháskóla Íslands. Óvissuferðin byrjar með því að verkefnastjóri Íkea-ferða býður þig velkominn við innganginn og af- hendir þér greiningarblað – þar sem þér er gert að svara fimm spurn- ingum sem greina hvers konar ferðalög henti þér best. Ein spurn- inganna er til dæmis: Hvað er frelsi fyrir þér?! Og þá geturðu krossað við einn valkost af fjórum: vatn, frelsisstyttuna, frítíma og ást. Svo ertu lentur á kynningu ferðaskrif- stofunnar á sérstökum ferðum þar sem hugmyndafræði „hins sænska alþjóðlega húsgagnarisa IKEA um magninnkaup og flatar umbúðir“ er lögð til grundvallar. Óvissuferðum lýsir maður ekki nema ræna frá þeim sem fara næstu ferð gleðinni yfir að uppgötva; greina má þó frá því að mönnum gefst kostur á ferðast til Miðaust- urlanda, Kína, á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum, Benidorm og Ind- lands. Auk þess sem nokkrar sjálfsafgreiðsluferðir eru á boð- stólum. Ég fór til Indlands og Mið- Austurlanda. Óvissuferðin gerir áhorfandann að þáttakanda og einn af leikurunum þannig að það reynist erfitt, stund- um ómögulegt, að fá fjarlægð, skoða utan frá. Óvissuferðinni er stjórnað af Aðal- björgu Árnadóttur, Davíð Frey Þór- unnarsyni, Evu Rún Snorradóttur, Friðgeiri Einarssyni, Karli Ágúst Þorbergssyni og Ylfu Ösp Áskels- dóttur og eru þau öll hæfilega við- vaningslegir en öruggir fararstjórar, sem spila líkt og af fingrum fram út- hugsaða endalausa flækjuna. Tvennt er það sem er merkilegast við ferða- lagið með þeim. Annars vegar að það tekst að rjúfa fjórða vegginn milli áhorfenda og leikara áreynslulaust; aldrei þessu vant verður það ekki vandræðalegt, áhorfandanum líður ekki illa; það myndast samkennd í hópnum og menn taka stöðugt svolít- ið ruglaðir í ríminu hlæjandi þátt í ferðalögum og ýmsum uppátækjum, fara jafnvel að spinna sjálfir. Hins vegar tekst líka að koma áhorf- endum úr jafnvægi: á Indlandi var mér ögrað til að taka afstöðu, í Mið- austurlöndum var ég látin áþreif- anlega finna fyrir hlutskipti ákveðins samfélagshóps. Ferðalangar fá sem sagt hlutverk og í þeim tækifæri til að takast á við klisjur og eigin for- dóma. Enginn upplifir allt sem er í boði, ofbólgin innihaldslaus orð ímyndarsamfélagsins festast ekki við, þau renna hjá líkt og í veru- leikanum. Í óvissuferðinni hefði kannski sumt mátt vera beittara, skýrara, til dæmis leikurinn um „leiðtoga“ stór- fyrirtækisins einkum þar sem þeir hafa afhjúpað sig svo grimmilega undanfarna mánuði og sá leikþáttur hefði líka mátt vera styttri. En eftir stendur að það var gaman þetta kvöld og að leiklistardeild Listahá- skólans er að útskrifa ekki sjálf- hverfa heldur sjálfstæða og gagn- rýna nemendur. Og það eitt og sér er ákaflega gleðilegt. Fararstjórar „Óvissuferðin gerir áhorfandann að þátttakanda...“ Út í óvissuna María Kristjánsdóttir LEIKLIST Sviðslistahópurinn 16 elskendur –16lovers@gmail.com Eftir Sviðslistahópinn Leikstjórn, leik- mynd, búningar, lýsing: Hópurinn Sviðslistahópurinn: Aðalbjörg Árnadóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Karl Ágúst Þorbergsson og Ylfa Ösp Áskels- dóttir. Eyjaslóð 16, miðvikudag 10. september kl. 20. ÍKEA-ferðir FÉLAG sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda var stofnað á miðvikudaginn og standa yfir 30 framleiðslufyrirtæki að félaginu. Því er ætlað að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart Kvikmyndamiðstöð, menntamálaráðuneyti, sjónvarpsstöðvum og öðrum kaupendum myndefnis. Jón Þór Hannesson var kjörinn formaður á stofnfundinum, en aðrir meðlimir í stjórn eru Ingvar Á. Þórisson, Addi Knútsson, Konráð Gíslason, Jón Axel Egilsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Dúi J. Landmark. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var sú að: „Framleiðslufyrirtæki hafa ekki verið sam- einuð í einum samtökum í mörg ár og hefur það komið niður á hagsmunum þeirra og veikt stöðu þeirra. Auk þess hafa mörg minni fyrirtæki ekki átt þess kost að ganga í SÍK (Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðanda) og þess vegna ekki verið í neinum hagsmuna- samtökum,“ eins og segir í tilkynningu frá stjórn hins nýstofnaða félags. Kvikmyndframleiðendur sameinast Jón Þór Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.