Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 60

Morgunblaðið - 14.09.2008, Page 60
60 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR EINS OG ÞAÐ GERIST BEST AKUREYRI OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 B.i. 12 ára STAR WARS: C. W. kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ KUNG FU PANDA ísl. tal kl. 1:30 LEYFÐ “...TEKST ÆTLUNARVERK SITT FULLKOMLEGA, AÐ SKEMMTA ÁHORFENDUM...” -T.S. K. - 24 STUNDIR “DEATH RACE ER GERÐ Í ÞEIM TILGANGI AÐ SKEMMTA...” “POTTÞÉTT AFÞREYING...” - S.V. - MORGUNBLAÐIÐ "ALVÖRU STRÁKAMYND SEM KREFST ÞESS EINUNGIS AÐ ÞÚ SLÖKKVIR Á HEILANUM OGTAKIR VEL Á MÓTI HÖRÐU OFBELDI, FLOTTU KVENFÓLKI OG HEILMIKLUM TÖFFARASKAP" -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EKKI FYRIR BÍLVEIKA! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, Saga George Lucas heldur áfram SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA -L.I.B.TOPP5.IS -T.S.K - 24 STUNDIR-ÁSGEIR J. - DV STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 68.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI EIN FLOTTASTA ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. JOURNEY TO... kl. 1:30 3D -3:40 3D - 5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL DEATH RACE kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ DARK KNIGHT kl. 5:50 - 8:40 B.i. 16 ára DARK KNIGHT kl. 2 - 5:50 - 8:40 B.i. 16 ára LÚXUS VIP JOURNEY TO... kl. 1:403D - 3:503D - 63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL SMART PEOPLE kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára GET SMART kl. 1:30 - 3:40 - 8 LEYFÐ STAR WARS:C.W. kl. 1:30 LEYFÐ WALL• E m/ísl. tali kl. 3:40D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 LEYFÐ SPARBÍÓ 850 krr á Journey To The Center Of The Earth sýningar merktar með grænu Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI ÉG held barasta að ég hafi aldrei upp- lifað jafnmikla ró og þögn inni á Nasa og þegar Tindersticks hófu leik sinn. Staðurinn er rómaður fyrir að gefa ró- lyndislegri tónlistarmönnum langt nef með glasaglamri og skvaldri, en það er eins og eftirvænting tónleikagesta hafi borið bölvunina ofurliði; fyrsta heimsókn þessarar hálfgoðsagna- kenndu hljómsveitar til landsins fimmtán árum eftir að hún var stofn- uð hafi verið næstum heilög í huga viðstaddra. Og það var eitthvað fal- legt við að vera í sal þar sem allir voru sem einn og hugir allra samstilltir. Plötur Tindersticks eru stórar og miklar þar sem strengjasveitir og heilu sinfóníusveitirnar leggja kjarn- anum lið, og því var spennandi að sjá hvernig drengirnir myndu leysa mál- in á sviði. Tveir altmúlígmenn á kant- inum með saxófóna, selló og trompet fylltu upp í tómarúm tónlistarinnar með bravúr svo lögin fengu mörg hver á sig annan blæ en maður á að venjast af hljóðversupptökunum. Lögin voru því í senn kunnugleg og framandleg. Sveitin skautaði yfir feril sinn og tók bæði ný og gömul lög þótt megnið hafi vissulega verið af nýjustu skífu sveitarinnar. Þegar hljómsveit sem á svo langan feril að baki leikur á tónleikum er endalaust hægt að hnýta í lagaval, en Tindersticks fórst vel úr hendi að sætta sjálfa sig og áheyr- endur. Plötur Tindersticks eru ekki bara stórar heldur líka langar. Þær drag- ast þó aldrei á langinn, og sama gilti um tónleikana sem voru alveg ótrú- lega jafnir út í gegn, svo í mínum huga er ekki hægt að tala um neina eiginlega hápunkta né lágpunkta. Þeir voru fremur eins og kyrrstaða, tímastopp, eitt langt og fallegt augna- blik. Það er kannski ekki skrítið – vissulega eru lög sveitarinnar flest í sama þunglyndislega tempóinu, og í teoríu ætti djúp rödd Stuarts Staples að taka á sig mynd óþægilegs bassas- uðs eftir nokkur lög – en þó gerist það aldrei og maður getur alltaf elt laglínuna og unað vel við sitt þótt hún sé (allavega) áttund neðar en maður á að venjast. Aðalmálið er að Tind- ersticks skiluðu fullu húsi ótrúlega hlýlegri stund og það er erfitt að ímynda sér annað en að bæði aðdá- endur til lengri tíma og hinir sem kynntust sveitinni fyrst þetta kvöld hafi verið í sjöunda himni með heim- sóknina. Langt og fallegt augnablik Atli Bollason TÓNLIST Nasa Tónleikar 11. september. Tindersticksbbbbn Morgunblaðið/Árni Sæberg Samkennd „Það var eitthvað fallegt við að vera í sal þar sem allir voru sem einn og hugir allra samstilltir.“ Á kantinum Saxófónn, selló og trompet gáfu tónlistinni nýjan blæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.