Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 61

Morgunblaðið - 14.09.2008, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2008 61 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI TROPIC THUNDER kl. 8 B.i. 16 ára DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 LEYFÐ THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára MAMMA MIA Síðustu sýningar kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ GRÍSIRNIR ÞRÍR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI „SVEITABRÚÐKAUP ER SNOTUR MYND OG SKEMMTILEG,TEKUR SIG EKKI HÁTÍÐLEGA OG ER AUÐVELT AÐ NJÓTA.” - B.S., FBL ,,ENGINN [ÆTTI] AÐ GERA ÞAU MISTÖK AÐ MISSA AF SVEITABRÚÐKAUPI.” - Þ.Þ., D.V. - 24 STUNDIR - S.V., MBL SÝND Á KEFLAVÍK OG SELFOSSI KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, SÝND Í KRINGLUNNI “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK -Empire SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Á KEFLAVÍK OG SELFOSSI TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! SÝND Á AKUREYRI ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER, ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways. - Ó.H.T., RÁS 2 SPARBÍÓ 550 krr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA THE ROCKER kl. 8 B.i. 7 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 6 LEYFÐ X-FILES: I WANT TO BELIVE kl. 10:10 B.i. 16 ára SKRAPP ÚT kl. 8 B.i. 12 ára DECEPTION kl. 10 B.i. 12 ára MAMMA MIA kl. 5:50 LEYFÐ GRÍSIRNIR ÞRÍR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ -TOMMI - KVIKMYNDIR.ISSÝND Í KRINGLUNNI Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af!SÝND Í ÁLFABAKKA - H.G.G., POPPLAND-GUARDIAN“HUGGULEGT GAMANDRAMA Í ANDA JUNO OG SIDEWAYS” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS STAR WARS: CLONE WARS kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ MIRRORS kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára WALL • E m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Þetta er svona acoustic/folk/lo-fi plata,“ segir tónlist-armaðurinn Jóhann Krist-insson um frumburð sinn, plötuna Call Jimmy. „Þetta er sam- ansafn af lögum sem ég hef verið að gera seinustu tvö ár, en ég ákvað að gefa plötuna út á þeim tímapunkti þegar mér fannst ég vera með nógu mikið efni sem ég var sáttur við í heila plötu,“ útskýrir hann. Vinkona með sambönd Call Jimmy kom út á Íslandi hinn 9. september. Platan er einnig kom- in út í Bandaríkjunum, en Jóhann náði plötusamningi í Chicago. „Þetta er fyrirtæki sem heitir Atomic Mouse Recordings, og er svona „indí“ plötufyrirtæki í Chi- cago. Ég komst í samband við þá í gegnum vinkonu mína sem vann hjá þeim, og þeim leist nógu vel á plöt- una til þess að fjölfalda hana í smá upplagi, og sjá hvernig hún kæmi út,“ segir Jóhann, en auk þess að vera fáanleg í Chicago má nálgast Call Jimmy í gegnum iTunes út um allan heim. Karl í útvarpi Segja má að Jóhann sé allt í öllu á plötunni, en hann sér um nánast allt sjálfur. „Ég syng, spila á gítar, trommur, bassa, píanó, sílafón og orgel, en svo fæ ég reyndar vin minn til þess að spila á selló. En svo tók ég þetta allt upp sjálfur í kjallaranum heima hjá mér,“ segir hann. En hvaðan kemur þetta nafn eig- inlega – Call Jimmy? „Call Jimmy er bara setning sem kemur fyrir í fjórða laginu á plöt- unni. Þetta er karl sem er að tala í útvarp í kringum 1950, og er eitt- hvað sem ég náði bara í á netinu og setti inn í lagið.“ Jóhann hefur fengist töluvert við tónlist undanfarin ár, en hann gerði meðal annars tónlist við stuttmynd- ina Hux ásamt Þórði Hermannssyni, en myndin verður einmitt sýnd í þætti um stuttmyndadaga í Sjón- varpinu næstkomandi þriðjudags- kvöld. „Ég er annars búinn að vera að fikta við tónlist í svona sex ár, en ég er tvítugur í dag,“ segir Jóhann. Hann er á sínu síðasta ári við Menntaskólann í Kópavogi. Jóhann ætlar að halda tónleika annað kvöld, mánudagskvöld, á Kaffi Babalú, og hefjast tónleikarnir kl. 20. Hann verður svo með form- lega útgáfutónleika á Rósenberg 24. september. Gerir allt sjálfur Jóhann Kristinsson hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Call Jimmy atomicmouse.com Morgunblaðið/G.Rúnar Fer víða Frumraun Jóhanns verður gefin út í Chicago og einnig seld á iTunes. TOMMY Lee Jones, aðalleikari myndarinnar No Country for Old Men, stendur nú í málaferlum við framleiðendur myndarinnar vegna vangold- inna launa. Myndin naut mikilla vinsælda og vann til fjölda verð- launa, meðal annars fernra Óskarsverð- launa fyrr á árinu. Samningar um launakjör leikarans voru mjög óljósir, en fyrirframgreiðsla til hans var í lægri kantinum miðað við það sem hann er vanur. Á móti átti hann að fá vænan skerf af hagnaði myndarinnar ef einhver yrði, en ekki var kveðið nákvæmlega á um hversu stóran. Myndin skilaði framleiðslufyrirtækinu NM Clas- sics, dótturfélagi Paramount, rúm- um 14 milljörðum króna og vill Jones fá tæpan milljarð í sinn hlut. Vantar milljarð upp á launin Ósáttur Tommy Lee Jones vill fá sinn hlut í gróðanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.