Morgunblaðið - 02.10.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 02.10.2008, Síða 1
Í HNOTSKURN »Krónan veiktist um 3,07% ígær og hefur gengið lækkað um tæp 27% á einum mánuði. »Rétti krónan sig ekki af ánæstunni gæti almennt verð- lag hækkað mikið á næstu mán- uðum. Gæti hækkunin numið allt að 10-11%. »Gengi Bandaríkjadals var109,5 krónur við lokun mark- aða í gær, gengi evru var 153,8 krónur og gengi pundsins 194,7 krónur. Sænska krónan var 15,8 krónur. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ENN er ekkert lát á gengisveikingu krónunnar og fór gengisvísitalan í fyrsta sinn yfir 200 stig í gær. Krón- an veiktist um 3,07% í gær og var lokagildi vísitölunnar 202,8 stig. Í hagspá greiningardeildar Kaupþings sem gefin var út í gær segir að nú sé svo komið að gengið sé mun lægra en samrýmst geti þjóðhagslegri heilsu landsins. Spáir hún að meðalgengi krónunnar verði 180 stig á fjórða fjórðungi þessa árs. Undanfarið hálft ár hafi gjaldeyr- ismarkaðurinn verið án kjölfestu þar sem hvorki háir stýrivextir né lágt raungengi nái að styðja við krónuna. „Litlar líkur eru á að ástandið batni til muna í bráð og við sjáum ekki að útlit sé fyrir kröftug um- skipti krónu fyrr en líða tekur á árið 2009,“ sagði Ásgeir Jónsson, for- stöðumaður greiningardeildarinn- ar, á kynningarfundi í gær. „Þá verður búið að innleysa megnið af útistandandi krónubréfum og hugs- anlega mun þá hafa dregið úr lausa- fjárskorti á mörkuðum. Krónan mun hins vegar ekki nálgast jafn- vægi fyrr en 2010.“ Segir Ásgeir af- ar erfitt að spá fyrir um þróun á gengi krónunnar í náinni framtíð, þar sem óstöðugleiki muni einkenna markaði á næstunni. Segir Ásgeir að gjaldeyrisvara- forði Seðlabankans sé allt of lítill fyrir íslenska hagkerfið og stýri- vextir bankans hafi orðið óvirkir á gjaldeyrismarkaði fyrir sjö mánuð- um. Gagnrýnir hann Seðlabankann fyrir að hafa þrátt fyrir þetta ekki nýtt tímann til að auka gjaldeyris- varasjóðinn. „Þvert á móti reyndu hagstjórnaryfirvöld að berja áfram óvirkan vaxtamarkað með hækkun stýrivaxta og þrengja svo enn frek- ar að lausafjárstöðu á fjármála- markaði með útgáfu ríkistryggðra bréfa.“ Endurhverf viðskipti við Seðla- bankann hafi aukist um 190 millj- arða á árinu og því virðist í fljótu bragði sem bankinn hafi aukið laust fé í fjármálakerfinu um þá upphæð. Hins vegar beri að líta til þess að alls hafi ríkis- og innstæðubréf verið gefin út fyrir 149 milljarða það sem af er árinu. Stærstur hluti þessara 190 milljarða hafi því runnið út úr kerfinu á ný. Á meðan einn armur hins opinbera gefi komi annar arm- ur og taki. Litlar líkur á að ástandið batni fyrr en á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn Evrur Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaup- þings, gagnrýnir Seðlabanka Íslands fyrir að hafa ekki boðið bönkunum upp á gjaldeyrisskiptasamninga í evrum.  Krónan hefur aldrei verið lægri og ekki útlit fyrir kröftug umskipti í bráð  Kaupþing gagnrýnir Seðlabankann fyrir aðgerðaleysi í gjaldeyrismálum fimmtudagur 2. 10. 2008 viðskipti mbl.is viðskipti Áhuginn á Body Shop kviknaði vegna umhverfisstefnunnar » 12 Hluthafafundur í Glitni banka verður haldinn laugardaginn 11. október næstkom- andi, samkvæmt upplýs- ingum frá Glitni. Stjórn Glitnis ákvað þetta á fundi sínum í hádeginu í gær. Fundurinn hefur ekki verið auglýstur en það verður væntanlega gert í dag. Á hluthafafundinum verður tekin af- staða til samkomulags um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra, eða um 84 milljarða íslenskra króna á genginu eins og það var síðastliðinn mánudag. Ætla má að hart verði tekist á á hlut- hafafundinum eftir rúma viku, en fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum dögum að margir hluthafar, jafnt stórir sem smáir, eru óánægðir samkomulagið. gretar@mbl.is Hluthafafundur í Glitni laugardag- inn 11. október Rúm vika er í hlut- hafafundinn. ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar lækkaði um 1,97% í gær og var lokagildi hennar 3.328,84 stig. Gengi bréfa Glitnis hækkaði um 2,64% og SPRON um 1,15%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Existu um 10,83% og bréf Straums lækkuðu um 6,35%. Velta nam 68 milljörðum króna, þar af 13,8 milljarðar með hlutabréf. Mest var veltan með bréf Landsbankans, eða 7,2 milljarðar, en gengi bankans lækkaði um 1,96%. bjarni@mbl.is Enn lækkar gengi hlutabréfa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.