Morgunblaðið - 02.10.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
viðskipti/athafnalíf
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net-
fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björgvin Guðmundsson, frétta-
stjóri, bjorgvin@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími
5691110 Prentun Landsprent ehf.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
SAMDRÁTTURINN í þjóðarbúinu
mun halda áfram á næsta ári og er
því spáð að þá muni landsframleiðsl-
an dragast saman um 1,6%. Þetta
eru mikil umskipti frá kröftugri upp-
sveiflu síðustu ára. „Við höfum ekki
séð neikvæðan hagvöxt í á annan
áratug,“ sagði Þorsteinn Þorgeirs-
son, skrifstofustjóri efnahagsskrif-
stofu fjármálaráðuneytisins, í gær er
hann kynnti þjóðhagsspá fyrir árin
2008 til 2013.
Útlitið er dökkt. Nú er reiknað
með að viðskiptahalli verði 16,8% af
landsframleiðslu á þessu ári. Hann
minnki smám saman og verði 8,2% á
næsta ári og 6,0% árið 2010.
Ekki er bjart yfir á vinnumarkaði
á næstu misserum. Reiknað er með
að atvinnuleysi verði að meðaltali
1,2% af vinnuafli á yfirstandandi ári.
Það muni síðan aukast og verða 2,7%
á næsta ári og aukist enn frekar á
árinu 2010 og verði 3,8% af vinnuafli.
Vegna gengislækkunar krónunn-
ar á árinu ásamt viðvarandi spennu á
vinnumarkaði áætlar fjármálaráðu-
neytið nú að verðbólga aukist í 11,5%
að meðaltali á þessu ári. Spáð er að
verðbólga dragist hratt saman á
næsta ári og verði um 5,7% að með-
altali. Reiknað er með að 2,5% verð-
bólgumarkmið Seðlabankans náist
síðan á seinni hluta 2010 og hún verði
að meðaltali 2,8% það ár. Fram kom í
máli Árna M. Mathiesen fjármála-
ráðherra og Þorsteins Þorgeirsson-
ar í gær að mikil óvissa einkenndi
spána vegna þeirra miklu sveiflna
sem hafa átt sér stað á örskömmum
tíma. Frá því að sérfræðingar ráðu-
neytisins lokuðu reiknilíkönum sín-
um um miðjan síðasta mánuð og þar
til þjóðhagsspá og fjárlagafrumvarp
komu úr prentun lækkaði gengi
krónunnar um tæplega 20%.
Hagvöxtur skreppur sam-
an í fyrsta skipti í áratug
Spáð er 2,7% atvinnuleysi á næsta ári og 3,8% á árinu 2010 í þjóðhagsspá
Verðbólgan gæti orðið 11,5% í ár en hún ætti síðan að minnka hratt
Morgunblaðið/Eggert
Dökkt útlit Árni M. Mathiesen kynnir fjárlagafrumvarp og þjóðhagsspá.
Í HNOTSKURN
»Allt útlit er fyrir að kaup-máttur ráðstöfunartekna
minnki um 4,9% í ár og hann
muni dragast áfram saman á
næsta ári um 1,4% en fari svo
að aukast á nýjan leik 2010.
»Mikil óvissa einkennirþjóðhagsspána vegna
gengissveiflna, hvort um frek-
ari stóriðjuframkvæmdir
verður að ræða á næstu árum
og ekki síst að enginn sér fyrir
hver útkoman verður við end-
urnýjun kjarasamninga á
vinnumarkaði á næsta ári.
SÆNSKI fjárfestingarbankinn
Carnegie, sem er að stærstum hluta í
eigu Moderna Finance, dótturfélags
Milestone sem er fjárfestingarfélag
Karls Wernerssonar og fjölskyldu,
féll um 17% á mánudaginn. Geng-
islækkunin verður varla skýrð á ann-
an hátt en með þeim atburðum sem
áttu sér stað með þjóðnýtingu Glitn-
is þegar íslenska ríkið keypti um
75% hlut í bankanum og svo virðist
að tengsl Milestone og Glitnis ráði
þar um að því er fram kom í Hálf-
fimm fréttum Kaupþings.
Milestone er annar stærsti hlut-
hafinn í Glitni í gegnum Þátt eign-
arhaldsfélag sem heldur utan um
5,6% í íslenska bankanum. Moderna
á um 17,6% í Carnegie. Frá áramót-
um hafa hlutabréf Carnegie fallið um
59% og stóð markaðsverðmæti hans
í um 60 milljörðum króna á mánu-
daginn. Markaðsverðmæti fyrirtæk-
isins hefur því lækkað um 35 millj-
arða frá áramótum. Því má ætla að
Karl Wernerson og tengd félög hafi
tapað um 6 milljörðum á Carnegie
frá áramótum. Ef lækkun Carnegie
á mánudaginn er skoðuð í samhengi
við lækkun bréfa í Glitni síðan á
mánudag liggur fyrir að Karl og fjöl-
skylda hafa tapað rúmum 13 millj-
örðum á Glitni og Carnegie í kjölfar
þjóðnýtingar Glitnis.
Carnegie tilkynnti í kjölfarið um
aðgerðir sem eiga að auka skilvirkni
í starfseminni og koma rekstrar-
kostnaði á sama ról og hann var í
árslok 2006. Það myndi þýða um 10%
lækkun rekstrarkostnaðar. Ætlunin
er að draga úr viðskiptum með gjald-
eyri og erlend hlutabréf og fækka
störfum. Munu aðgerðirnar hafa
áhrif á 40 störf.
thorbjorn@mbl.is
Milestone fer illa út úr
þjóðnýtingu á Glitni
NOVATOR hefur ráðið til sín ráð-
gjafa hjá fjárfestingarbankanum
bandaríska Merrill Lynch til að skoða
framtíðarmöguleika félagsins.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður
Novators, segir að til standi að skoða
fjóra mögulegar leiðir fyrir félagið
sem kæmu til framkvæmda á næsta
ári. Fyrsta hugsanlega leiðin er að
Actavis sameinist öðru stóru fyrir-
tæki, önnur leiðin að félagið taki yfir
annað stórt fyrirtæki og þriðja leiðin
að Actavis verði selt. Fjórða leiðin,
sem skoðuð verður, er að Actavis
verði skráð að nýju á markað.
Ásgeir segir að nú sé ár liðið frá yf-
irtöku Novators á Actavis og vilji
Björgólfur Thor Björgólfsson, eig-
andi Novators, líta lengra fram á veg-
inn og stíga næsta skref í uppbygg-
ingu félagsins. Ekki sé um neina
bráðaákvörðun að ræða, heldur hafi
vinnan, sem nú hefst, verið í undir-
búningi í nokkurn tíma. bjarni@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Eignir Björgólfur Thor Björgólfs-
son, eigandi Novator og Actavis.
Framtíð
Actavis tekin
til skoðunar
RITSTJÓRN Vísis.is hefur stað-
fest að frétt vefsins um blaða-
mannafund þar sem aðkoma rík-
issjóðs að Glitni var kynnt, var
skrifuð kl. 9:25 á mánudags-
morgun, eftir að Seðlabankinn
hafði sent út tölvupóst þar sem boð-
að var til fundarins. Fréttin hafði
verið tímasett kl. 9:16.
„Í öllum látunum gleymdist að
uppfæra tímann á fréttinni,“ segir í
athugasemd Vísis.is. Þorsteinn Már
Baldvinsson, stjórnarformaður
Glitnis, hefur haldið því fram að
blaðamannafundurinn hafi verið
boðaður munnlega, áður en sam-
þykki stærsta hluthafa Glitnis hafi
legið fyrir. Hefur Þorsteinn m.a vís-
að til tímasetningar umræddrar
fréttar máli sínu til stuðnings, því
tölvupóstur með samþykki hafi
ekki verið sendur fyrr en kl. 9:24. Í
tilkynningu frá Þorsteini segir að
hann standi við fyrri orð sín um að-
draganda blaðamannafundarins.
thorbjorn@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Frá fundinum Samþykki lá fyrir kl.
9:24 og fundur var boðaður kl. 9:25.
Fundur var
boðaður eft-
ir samþykki
GLITNIR sendi í gær frá sér af-
komuviðvörun til Kauphallarinnar
á Íslandi. Ástæðan er annars vegar
71% lækkun á gengi hlutabréfa
bankans í kjölfar samkomulags um
kaup ríkissjóðs á 75% hlut í Glitni.
Og hins vegar 23% lækkun úrvals-
vísitölunnar í Kauphöllinni á þriðja
ársfjórðungi. Segir í tilkynningu
Glitnis að þetta muni hafa í för með
sér auknar afskriftir og neikvæð
áhrif á afkomu Glitnis á þriðja og
fjórða ársfjórðungi þessa árs. gret-
ar@mbl.is
Afkomuvið-
vörun frá Glitni
VELTA á skuldabréfamarkaði
hefur aukist mikið á undanförnum
dögum samhliða því umróti og þeim
lækkunum sem orðið hafa á hluta-
bréfamarkaði. Þannig nam velta á
skuldabréfamarkaði um 54 millj-
örðum króna í gær, um 49 millj-
örðum í fyrradag og 34 milljörðum á
mánudag. Met hafa ekki verið slegin
í þessum efnum, en ávöxtunarkrafa
á skuldabréfamarkaði hefur farið
lækkandi í kjölfar hinna auknu um-
svifa.
Í Morgunkorni Greiningar Glitnis
í gær segir að í því umróti sem verið
hefur undanfarna daga hafi fjár-
festar flutt sig í miklum mæli yfir í
öruggari fjárfestingu, jafnt í íbúða-
bréf sem önnur ríkisbréf. Segir
deildin að frá því á föstudag í síðustu
viku hafi krafa íbúðabréfa lækkað
um 35-114
punkta. Þá hafi
ávöxtunarkrafa
ríkisbréfa einnig
lækkað mikið,
eða um 106-278
punkta.
Meira framboð
Greining Glitn-
is telur líklegt að
áhættufælni fjár-
festa verði áfram mikil enda mikil
óvissa með marga þætti sem snúa að
íslensku hagkerfi um þessar mundir
sem og í öðrum hagkerfum. „Meira
framboð ríkisbréfa væri æskilegt við
þessar kringumstæður. Eftirspurn
eftir slíkum pappírum er klárlega
fyrir hendi,“ segir Greining Glitnis.
gretar@mbl.is
Sækja í skuldabréf
Áhættufælni fjár-
festa hefur aukist.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
með ánægju
Tími er peningar
Með Iceland Express kemstu út og heim aftur
samdægurs og sparar þannig tíma og kostnað.
Fyrirtækjasamningur við Iceland Express tryggir
svo hagstæðara verð og eykur þægindi.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Lond
on
9 x í
viku
Reykjavík
Fljúgðu til London
kl. 8:00 að morgni...
Reykjavík
...og komdu heim kl. 21:50
að kvöldi sama dags