Morgunblaðið - 02.10.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 02.10.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is STRAUMUR-Burðarás fjárfest- ingabanki og Landsbanki Íslands skrifuðu í fyrradag undir sam- komulag um kaup Straums á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækja- ráðgjafar og verðbréfamiðlunar. Straumur mun eignast félögin Landsbanki Securities í Bretlandi og Landsbanki Kepler í Frakk- landi að fullu, og einnig 84% hlut Landsbankans í Merrion Lands- banki á Írlandi. Kaupverðið er 380 milljónir evra, jafnvirði um 55,4 milljarða íslenskra króna á núver- andi gengi. Kaupin eru háð sam- þykki eftirlitsaðila í viðkomandi löndum. Kaupverðið er greitt með 50 milljóna evra reiðufé, útgáfu víkj- andi láns og sölu útlána. William Fall, forstjóri Straums, vildi á fréttamannafundi í gær, þar sem kaupin voru kynnt, ekki greina frá því hvað víkjandi lán, annars veg- ar, og sala útlána, hins vegar, væru hvort um sig í fjárhæðum. Eig- infjárstaða bankans er afar sterk eftir þessi viðskipti og er eiginfjár- hlutfallið yfir 20%. Hann sagði hins vegar á fundinum að kaupin væru spennandi skref fyrir Straum. Bankinn hefði fyrir þau verið með starfsemi í 10 löndum en yrði nú með starfsemi í 18 löndum. Alls myndu um 1.200 manns starfa hjá bankanum og tekjur af er- lendri starfsemi aukast verulega og verða vel yfir 80% af heildar- tekjunum. „Staða Straums á fjár- festingarbankamarkaði fyrir með- alstór fyrirtæki mun styrkjast verulega,“ sagði hann. Aðspurður hvort samruni Landsbankans og Straums, sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, væri líklegri eða ekki eftir þessi viðskipti sagðist Fall ekki vilja tjá sig um það. „Ég hef ekki tjáð mig um þennan orð- róm og mun ekki gera það nú en menn geta dregið sínar eigin álykt- anir,“ sagði hann. Traust sambönd Í tilkynnningu frá Straumi segir að fyrirtækin þrjú, sem samkomulag- ið lýtur að, búi að traustum við- skiptasamböndum og stórum hópi viðskiptamanna í öllum helstu fjár- málamiðstöðvum Evrópu. Rétt eins og Straumur hafi þau einkum einbeitt sér að meðalstórum fyr- irtækjum og lagt áherslu á stað- bundna þekkingu og ráðgjöf. Sam- anlagt muni greinendur hinnar nýju samstæðu veita ráðgjöf um fjárfestingar í yfir eitt þúsund evr- ópskum fyrirtækjum. Samanlagðar tekjur fyrirtækj- anna þriggja sem keypt eru námu á síðasta ári 232 milljónum evra. Samanlagður hagnaður þeirra fyr- ir skatt nam 30 milljónum evra. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum að salan á félög- unum þremur myndi hvorki veru- legan söluhagnað né tap fyrir bankann.                ! "  # $  %!$& '(% # $  #() %(& # $  *(  + #, ,     # $  %!$& '(% #, ,     # $  # $  & - !$ .! & # $   /01  & # $   & .! & # $  2  ! 34 /015&( 2 . ( 5!( 3  *#% 2F,.")# 2F,.")# *#% 4 1EM: *#% ?M.'#F#$E#          0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 302 0112 0112 0112           3  (( '& - !$ .! & /  & .! & 301 6 3  (( '7(   3  (( 8  '& - !$ .! & 9 :% % ; #() %(& < $ % =!  > <%% % ?%%$ @ <% + 3  % 4         2F,.")# -) # A  B/!! + 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 0112 312 314102 # $  3 A(   # $  B !  C % <  ! *%( *#% A#!! # 0112 0112 562     4.)  #'/ 2"! 2,.")# 2"!  :% "! A*& 9 '# ! 2 '$# EM:# ##. &# ) '# ! # 2* -)  4.D$ 4%#.#9*#:#D AED#' "! 209-)  &:# # %'# 4.% 604532 54372 84952 84002 :48:2 :4812 :4:52 :4:72 :4092 :4032 :;4802 0114112 4.) )" -)  2"! 2,.")# 2"!  :% 4%#.# 9 *#:#D 2* - 2 '$# EM:# ##. 1  9 4. :  '$# EM:#  &# ) '# ! # 4%' #  '$# EM:# &:# # %'# 4.% 864802 :04552 34662 34872 845:2 :4::2 04972 041;2 041:2 04102 ::4072 0114112 -%'#  %."#  -%'#  %."# '< =  #" % #   #    A$# #%N! 2 + #%# A$# #%N! 2 + #%# Umsvifin erlendis aukast Straumur-Burðarás kaupir þrjú erlend dótturfélög Landsbankans fyrir 55 milljarða króna Morgunblaðið/Kristinn Spennandi skref William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, segir kaupin á þremur dótturfélögum Landsbankans spennandi skref fyrir Straum. ákveðið svið við- skipta, heldur er- um við að ein- beita okkur að alhliða banka- starfsemi, og fyr- irtækjaráðgjöf er stór þáttur í því. Grundvall- araðkoma Lands- bankans verður sem banki og lánastofnun, en grundvall- arstarfsemi Straums verður hins vegar sem verðbréfafyrirtæki. Það er því í báðum tilvikum verið að skerpa á kjarnastarfseminni. Lands- bankinn hefur lengi verið stefnufast- ur í því að velja það alhliða við- skiptabankamódel, sem ég held að allir séu sammála um að sé farsælast þegar til lengri tíma er litið.“ Halldór segir að viðræður milli Landsbankans og Straums- Burðaráss hafi staðið yfir í nokkurn tíma. Segir hann að atburðir síðustu helgar, þegar samkomulag varð um að ríkissjóður legði Glitni til nýtt hlutafé að jafnvirði 600 milljóna evra, hafi ekkert haft með þessar viðræður að gera og ekki flýtt þessu ferli með nokkrum hætti. „Við vorum búin að setja upp ákveðna tíma- og vinnuáætlun um hvenær við ætluðum að ná nið- urstöðum í samtölum okkar í milli. Í því sambandi stefndum við að því að ná niðurstöðu í þessari viku.“ Áhersla á bankastarfsemina Halldór segir að salan á dótt- urfélögunum þremur til Straums- Burðaráss styrki eiginfjárstöðu Landsbankans um rúma 55 milljarða króna, sem sé mjög mikilvægt. Það segi sig nánast sjálft hvað það skipt- ir miklu máli við núverandi að- stæður á mörkuðum. „Í annan stað getum við vegna þessa hagrætt í rekstrinum og við eigum að geta náð fram bættri kostnaðarhagkvæmni vegna einföld- unar á starfseminni. Auk þess verð- ur starfsemin markvissari.“ SALA Landsbankans á þremur dótturfélögum til Straums- Burðaráss fyrir 380 milljónir evra var niðurstaðan eftir umræður um ýmsa mögulega samstarfsfleti bank- anna, sem staðið hafa að und- anförnu, að sögn Halldórs J. Krisj- ánssonar, bankastjóra Landsbankans. Hann segir að for- svarsmenn bankanna tveggja hafi verið sammála um að þetta væri skynsamlegasta leiðin, en ýmislegt hafi verið skoðað. Niðurstaðan sé sú að bæði fyrirtækin geti einbeitt sér að kjarnastarfseminni. „Við hjá Landsbankanum erum með þessu að styrkja eiginfjárstöðu bankans og skýra verksvið okkar. Við erum ekki að yfirgefa eitt Í þriðja lagi segir Halldór að vegna sölunnar til Straums- Burðaráss sé verið að færa bankann inn á það svið þar sem hann geti náð fram bæði fjölþættum og stöðugum rekstrartekjum. „Við erum í raun að færa bankann í þá átt að vera meira í bankastastarfsemi en áður og við náum með þessu að styrkja fyr- irtækja- og viðskiptabankastarfsem- ina bæði hér heima og hjá rekstri útibúa okkar og dótturfélaga í Evr- ópu. En það er áherslan á banka- starfsemina sem er auðvitað nið- urstaðan úr þessu að því er Landsbankann varðar.“ Gott lausafjárhlutfall Aðspurður um þær hremmingar sem Glitnir hefur gengið í gegnum segir Halldór að Landsbankinn sé með gott lausafjárhlutfall. Í því sam- bandi vísar hann á nýleg ummæli eftirlitsaðila um trausta stöðu Landsbankans. Þá segir hann að er- lendir greiningaraðilar hafi bent á að bankar með hátt hlutfall innlána á móti útlánum, eins og eigi við um Landsbankann, séu almennt með sterkari stöðu núna en aðrir bankar, þegar aðgengi að mörkuðum er jafn takmakað og raun ber vitni. Hann segir að Landsbankinn eigi ekki í viðræðum um hugsanlegan samruna við aðra banka. Fram hafi komið að Landsbankinn hafi verið tilbúinn í slíkar viðræður um síðustu helgi ef réttar aðstæður hefðu skap- ast til þess. Nú hafi aðstæður hins vegar breyst og stjórnendur Lands- bankans séu því ekki í hugleiðingum í þessa veru. Auk þess hafi Lands- bankinn styrkt stöðu sína mjög með þeim samningi sem nú hefur verið gerður við Straum-Burðarás. „Við erum mjög sátt við okkar stöðu.“ Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að samkvæmt heimildum blaðamanns hafa hinar lágu láns- hæfiseinkunnir, sem Glitnir hefur að undanförnu fengið hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum, almennt dregið úr áhuga banka á að sameinast Glitni við núverandi aðstæður. Kjarnastarfsemin skerpist Halldór J. Kristjánsson Til leigu nýtt óinnréttað 2.995 m² skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum í Borgartúni með glæsilegu útsýni ásamt 46 bílastæðum í lokaðri bílageymslu. Húsnæðið verður innréttað eftir þörfum leigjanda, eða afhent óinnréttað með fullkláraðri sameign. Mögulegt er að leigja húsnæðið í tvennu lagi þ.e. 2009 m² á 4. hæð og 986 m² á 5. hæð. Leyfi er fyrir mötuneyti á 4. hæðinni. Hæðirnar eru bjartar með glugga á 3 vegu, bjóða upp á mikla nýtingu og eru með góðri lofthæð. Þrír blautkjarnar á heilli hæð. Lyftur í sameign ganga frá bílakjallaranum sem er aðgangsstýrður. Glæsilegt húsnæði á frábærum stað miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Leigulistans ehf. Nýtt skrifstofuhúsnæði til leigu í Borgartúni Sími: 511-2900 L E I G U M I Ð L U N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.