Morgunblaðið - 02.10.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 9
viðskipti/athafnalíf
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
GLITNIR opnaði í gær á nýjan leik
fyrir viðskipti með sjóði sem lokað
var í kjölfar hruns á hlutabréfum sl.
mánudag. Í sjóðum Glitnis eru nú
engin skuldabréf á Stoðir hf. (áður
FL Goup), stærsta eiganda bankans
fyrir inngrip ríkisins.
Endurmat á Sjóði 9 sem er pen-
ingamarkaðssjóður í íslenskum krón-
um hefur leitt til þess að gengi sjóðs-
ins hefur lækkað um 7% sem þýðir
að ávöxtun síðastliðna 12 mánuði er
um 7,6%. Skv. upplýsingum bankans
eru 18 þúsund félagar í sjóðum Glitn-
is og því líklegt að margir eigendur
hlutdeildarskírteina hafi borið skarð-
an hlut frá borði eftir óróann sein-
ustu daga. Stærstu skuldarar Sjóðs 9
hjá Glitni eru í dag Glitnir, Baugur
Group, Straumur, Exista og Kaup-
þing banki. Ljóst er að sjóðurinn hef-
ur átt töluvert af skuldabréfum sem
útgefin eru af félögum í eigendahópi
Glitnis. Hrein eign sjóðsins var 105
milljarðar í gær en var til saman-
burðar 117 milljarðar fyrir mánuði.
Athygli vekur að eignasamsetning
Sjóðs 9 er verulega frábrugðin þeirri
fjárfestingarstefnu sem hann hefur
sett sér. Skráð skuldabréf fyrirtækja
eru í dag 23% af eignasamsetningu
sjóðsins og önnur skuldabréf 18%.
Stefna sjóðsins er hins vegar sú að
skráð skuldabréf fyrirtækja skuli
nema 10% af eignum sjóðsins og ekki
skuli vera önnur skuldabréf í safn-
inu. Stefna sjóðsins er að heildar-
eignir hans skuli vera 20% í rík-
isskuldabréfum en sú eign var engin
í gær og að 70% séu í bankabréfum,
víxlum og innlánum. Hlutfall þessara
bréfa var 59% í gær.
Verulegar breytingar hafa orðið á
eignasamsetningu sjóðsins að und-
anförnu. 1. september sl. voru skráð
skuldabréf fyrirtækja 16% af eign
sjóðsins en hlutfallið var komið í 23%
í gær eins og áður segir. Önnur
skuldabréf voru 14% fyrir mánuði en
hlutfallið var 18% af heildarandvirði
sjóðsins í gær. Að hámarki mega
fjárfestingar í skráðum skuldabréf-
um fyrirtækja vera 50% og 60% há-
mark er á öðrum skuldabréfum.
Peningamarkaðssjóðir hafa um-
talsvert svigrúm til fjárfestinga sam-
kvæmt lögum. Í ljósi atburða síðustu
daga hafa ýmsir spurt hvort eðlilegt
sé að peningamarkaðssjóður á borð
við Sjóð 9 geti keypt skuldabréf sem
stærstu eigendur bankans hafa gefið
út. Ekkert er því til fyrirstöðu. Lög
sem gilda um fjárfestingar sjóðanna
kveða á um í hvers konar fjármála-
gerningum þeir mega fjárfesta en
þeir mega ekki binda meira en 20%
af eignum sínum í verðbréfum og
peningamarkaðsskjölum sama útgef-
anda. Þó er heimilt að binda allt að
35% af eignum sjóðs í skráðum verð-
bréfum í kauphöll og peningamark-
aðsskjölum sama útgefanda enda sé
fjárfesting yfir 20% aðeins í einum
útgefanda. Samkvæmt upplýsingum
Fjármálaeftirlitsins fylgist það með
því að fjárfestingar og eignasamsetn-
ing verðbréfa- og fjárfestingasjóða
sé í samræmi bæði við lög sem um
þá gilda og reglur sjóðsins. Fari fjár-
festingar sjóðs fram yfir leyfileg
mörk samkvæmt lögunum eða
reglum sjóðsins getur FME gert
kröfu um að úrbætur verði gerðar
innan tiltekinna tímamarka.
Sé litið á upplýsingar um sam-
bærilegan peningamarkaðssjóð hjá
Landsbankanum kemur í ljós að um-
talsverður hluti af eignasamsetningu
hans er í skuldabréfum sem fjár-
málastofnanir hafa gefið út eða
26,5%, önnur skuldabréf eru 27,2%
og innlán 26,2%. Verðbréf með rík-
isábyrgð eru hins vegar innan við
1%. Eign sjóðsins er um 172 millj-
arðar.
Peningamarkaðssjóður Kaupþings
er að stærstum hluta eða 61% í inn-
lánum, skuldabréf fyrirtækja eru
26%. Stærstu skuldarar sjóðsins eru
Kaupþing, Straumur og Glitnir.
Peningamarkaðssjóður Kaupþings
stýrir 43 milljörðum kr.
,,Almenningur gerir ráð fyrir því
að þessir peningar séu alltaf til taks
og séu mjög tryggir. Það er því ekki
mjög eðlilegt að það sé mikið af ein-
stökum fyrirtækjapappírum í þess-
um sjóðum,“ segir viðmælandi sem
gjörþekkir til á markaði skammtíma-
verðbréfa í samtali við Morgunblað-
ið.
Sjóður Glitnis tengdur eigendum
Sjóður 9 varði miklum peningum sjóðsfélaga í að kaupa skuldabréf af félögum eigenda bankans
Fjárfestingar peningamarkaðssjóðsins voru verulega frábrugðnar uppgefinni fjárfestingastefnu
>
"#
01
?= @
%
"#4
A 4
"#
#+
* ?
.
"#
71
:1
06
9;
0
09
05
3;
:8
Morgunblaðið/Golli
Sjóðir opnaðir á ný Glitnir opnaði í gær fyrir viðskipti með sjóði sem hafa lokaðir síðan á mánudag. Við endurmat
á Sjóði 9 liggur fyrir að gengi sjóðsins hefur lækkað um 7% sem þýðir að ávöxtun síðustu 12 mánuði er um 7,6%.
Sími 554 6088 • hreint@hreint.is • www.hreint.is
• Reykjavík
• Akureyri
• Selfossi