Morgunblaðið - 02.10.2008, Side 12
O
ddur rak verslanirnar Kjallarann á Laugavegi
og Kókó í Kringlunni á sínum tíma. Í inn-
kaupaferðum sínum til London tók hann
fyrst eftir Body Shop. „Ég var oft að þvælast
á Portobello Road-markaðinum að skoða se-
cond-hand-fatnað. Þá sá ég þessa Body Shop-verslun
fyrst.“ Oddur segir áhugann hafa kviknað og ekki síst
vegna umhverfisstefnu fyrirtækisins. „Þetta var grænt
merki og strax mikil áhersla lögð á að hafa vöruna um-
hverfisvæna og náttúrulega. Sú stefna hefur svo gengið
sem rauður þráður gegnum starfsemina til dagsins í dag.“
Það megi segja að Anita Roddick (stofnandi Body Shop,
innsk. blm.) hafi verið hippi. „Það passaði svona svolítið við
hugmyndir manns um lífið þá,“ segir Oddur. Hann nefnir
sem dæmi um stefnu keðjunnar að Body Shop hafi verið
heiðruð af Sameinuðu þjóðunum fyrir að standa fyrir ýms-
um mannréttindaherferðum, til að mynda herferð gegn of-
beldi inni á heimilum og gegn konum.
Vilja aftur á Laugaveginn
Fyrsta verslunin var opnuð í Kringlunni árið 1991. Body
Shop-verslanirnar hér á landi eru þrjár, á Akureyri, í
Kringlunni og í Smáralind. Þá ráku systkinin verslun á
Laugavegi í ellefu ár. Henni var lokað vegna óhentugs
húsnæðis. Oddur segir lageraðstöðuna ekki hafa hentað
lengur og þar af leiðandi húsnæðið allt.
Hann segir þau hafa hug á að snúa aftur á Laugaveginn
í framtíðinni. „Við gerum það ábyggilega þegar hann rís
aðeins betur upp. Það eru skiptar skoðanir um hvernig
Laugavegurinn á að líta út. Þó að það sé gaman að göml-
um húsum sem er vel við haldið þá eru kröfur erlendra
stórfyrirtækja um húsnæði oft aðrar en eigendur hús-
næðis í miðbænum gera sér grein fyrir. Það má ekki vera
þannig að þú þurfir tvo aukastarfsmenn af því að hús-
næðið er svo hólfað niður til að mynda. Þetta mætti gjarn-
an breytast.“
Starf verslunareigandans hefur ekki breyst mikið
Aðspurður hvað honum finnist hafa breyst við versl-
unarreksturinn á tuttugu árum segir Oddur það í raun
ekki mikið. „Það að reka smásöluverslun á Íslandi er
nokkuð sem þarf að fylgjast með daglega nema reksturinn
nái þeirri stærðargráðu að ekki þurfi að vasast í öllu sjálf-
ur, þótt það sé ákveðinn sjarmi yfir því. Persónulega upp-
lifi ég ekkert stórar breytingar.“ Grunnurinn sé alltaf sá
sami.
„Mér finnst þetta ennþá skemmtilegt. Sérstaklega fyrir
jól og svona þegar hamagangurinn er mikill. Þá er gam-
an.“ Hann segir þó landslagið hafa breyst mikið og að það
hafi verið stórt stökk þegar Kringlan kom til sögunnar.
„Það var nánast litið á það sem svik að opna verslun í
Kringlunni af því maður var með verslun á Laugaveg-
inum.“
Að lokum spyr blaðamaður Odd hvort hann eigi sér
áhugamál utan vinnunnar sem gefi honum tækifæri á að
hugsa um annað en vinnuna. „Já, já, já. Ég hef gaman af
því að veiða lax og svo fylgist ég vel með fótbolta. Svo
reynir maður að hugsa vel um sig og mæta í líkamsrækt.“
Oddur Pétursson,
framkvæmda-
stjóri Body Shop á Íslandi, segir frá
rekstrinum í samtali við Guðnýju
Camillu Aradóttur
Morgunblaðið/Valdís Thor
Framtakssamur Oddur rak áður verslunina Kjallarann á Laugavegi og Kókó í Kringlunni. Nú rekur hann í sam-
starfi við systur sína, Ragnhildi Pétursdóttur, þrjár Body Shop-verslanir á landinu.
Verslanareksturinn er bæði
krefjandi og skemmtilegur
camilla@mbl.is
SVIPMYND»
Á TIMES Square, torgi í New
York, er að finna svokallaða
skuldaklukku. Um er að ræða raf-
rænt skilti þar sem heildarskuldir
bandaríska alríkisins eru birtar.
Skuldirnar eru nú um 9.500 millj-
arðar dala, andvirði um milljón
milljarða íslenskra króna.
Aðstandendur klukkunnar, sem
upphaflega var sett upp af hinum
sérvitra fasteignajöfri Seymour
Durst, standa nú frammi fyrir al-
varlegum vanda. Haldi svo fram
sem horfir muni skuldir ríkisins
verða meiri en svo að talan komist
fyrir á skiltinu. Spáð er að skuld-
irnar fari yfir 10.000 milljarða dala
á næstunni og mun þá þurfa að taka
klukkuna niður og stækka.
bjarni@mbl.is
Þurfa að bæta við núlli
SKANDINAVÍSKA hönn-
unarfyrirtækið Aurumania
hefur hannað reiðhjól, sem
hlýtur að vera í hópi þeirra
allra dýrustu í heiminum í
dag. Hjólið er húðað 24 karata
gulli og á því er að finna 600
Swarovski-krystalla.
Hjólið mun kosta um 11,6
milljónir króna, en aðeins
verða framleidd tíu eintök.
Þau eru handsmíðuð frá grunni og eru hnakkur og handföng handsaumuð
úr leðri.
Eðlilegt er að velta fyrir sér hvort rétt sé að fara út á þjóðvegina á djásni
sem þessu. Hversu góðir sem hjólreiðastígar eru geta margar hættur steðj-
að að gullhjólum. Framleiðendurnir hafa séð fyrir þessu því hægt verður
að kaupa króka úr hreinu gulli til að hengja hjólið á upp á vegg, enda á
slíkur dýrgripur varla annað skilið. bjarni@mbl.is
Íburður á tveimur hjólum
MIKIÐ hefur verið fjallað um erf-
iðleika í rekstri Eimskips á und-
anförnum vikum enda á óskabarn
þjóðarinnar sér stóran sess í hjört-
um margra. Fullyrða má að töluvert
hefur verið tekið til í rekstrinum að
undanförnu til þess að spara fé en
Útherja leikur þó forvitni á að vita
hvað hefur verið gert varðandi samn-
ing Eimskips við knattspyrnuhetjuna
Eið Smára Guðjohnsen.
Samningurinn sá gekk út á að fyrir
hvert mark sem Eiður skoraði styrkti
Eimskip góðgerðarsamtök, Hjarta-
heill ef Útherji man rétt, um eina
milljón króna. Eiði hefur lítt gengið
að skora undanfarin ár og því hefur
Eimskip varla þurft að punga miklu
fé út. Fyrir vikið hefur samningurinn
væntanlega fallið í gleymsku, a.m.k.
hjá einhverjum, en nýlega gerðist
það að kappinn skoraði í leik fyrir
Barcelona en auk þess hefur hann
átt sæti í byrjunarliði félagsins.
Haldi Eiður áfram að standa sig er
allt eins víst að hann fari að skora
meira og þá er spurning hvort samn-
ingurinn sé enn í gildi. Má Eimskip
við þeim aukakostnaði sem vel-
gengni Eiðs Smára myndi hafa í för
með sér? Eða mun kappinn skjóta
óskabarnið í kaf? utherji@mbl.is
Óskabarnið skotið í kaf?
ÚTHERJI
Safnaðu því
sem þú vilt ...
...eiga mikið af!
15,0% ávöxtun
*
Peningamarkaðssjóður SP
RON
*Nafnávöxtun miðast við 1. okt. 2007 til 1. okt. 2008. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstarfélag sjóðsins er Rekstarfélag SPRON.AR
G
U
S
/
0
8
-0
3
9
8