Morgunblaðið - 20.11.2008, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.2008, Side 1
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 íþróttir Stöðvaðir Íslandsmeistarar Hauka stöðvuðu sigurgöngu Akureyringa í N1 deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að vinna tólf marka sigur á Akureyri 3 Íþróttir mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SIGURÐUR Jónsson hefur lokið störfum fyrir sænska úrvalsdeild- arliðið Djurgården en í gærkvöld ákvað stjórn félagsins að segja hon- um upp störfum sem þjálfara liðsins sem og aðstoðarmanni hans, Paul Lindholm. Sigurður átti eitt ár eftir af samningi sínum en hann tók við þjálfun liðsins fyrir síðustu leiktíð og fór vel af stað en Stokkhólmsliðið endaði í þriðja sæti eftir að hafa ver- ið í baráttunni um sænska meist- aratitilinn allt fram að síðustu um- ferð deildarinnar. Gengi Djurgården í ár var hins vegar ekki gott en það lenti í tólfta sæti af sextán liðum en lærisveinar Sigurðar töpuðu fimm síðustu leikj- um sínum í úrvalsdeildinni. Bjóst við að fá sparkið Ekki náðist í Sigurð í gærkvöld en hann var staddur í fríi í Austurlönd- um. Hins vegar sagði Sigurður við Morgunblaðið í síðustu viku að hann reiknaði alveg með því að fá sparkið en Sigurður lýsti ástandinu hjá Stokkhólmsliðinu á þann hátt að tveir valdahópar væru innan stjórn- ar félagsins og einnig meðal leik- manna og það gæfi augaleið að erfitt væri að starfa undir þannig kring- umstæðum. Hann sagðist þó tilbúinn að halda áfram ef ástandið lagaðist. Náði ekki markmiðunum ,,Það eru nokkrir þættir sem ráða þessari ákvörðun en þeir veigamestu eru að liðið náði ekki markmiðunum í deildinni né í bikarkeppninni og náði ekki að spila þá tegund af fót- bolta sem við viljum sjá það spila,“ sagði Alf Johansson formaður Djug- ården við sænska blaðið Dagens Nyheter í gær. Sigurði sagt upp störfum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigurði Jónsson var sagt upp störf- um hjá Djurgården í gærkvöld. Er hættur þjálfun hjá liði Djurgården Reuters Hetjan John Terry, fyrirliði Englendinga, var hetjan þegar Englendingar lögðu Þjóðverja, 2:1, í vináttuleik í Berlín í gær. Á myndinni hefur Terry betur í skallaeinvígi gegn Heiko Westermann og skorar sigurmarkið sem leit dagsins ljós átta mínútum fyrir leikslok. Sjá úrslit í vináttuleikjum í gær á bls. 2 Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „SATT að segja þá er ég ekkert alltof bjartsýnn á að komist verði hjá annarri aðgerð á hnénu. Ákvörðun liggur ekki fyrir ennþá en það bendir margt til þess þótt ef til vill láti ég reyna eitthvað frekar á hnéð áður en endanleg ákvörðun verður tekin,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í hand- knattleik og leikmaður danska liðs- ins GOG, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Snorri Steinn fór í aðgerð strax eftir Ólympíuleikana í haust þar sem fjarlægð var beinflís á fram- anverðu vinstra hné þar sem hnésin gengur niður í sköflunginn. Eftir 10 vikna endurhæfingu fór Snorri að leika á ný með GOG fyrir um tíu dögum og strax leit út fyrir að ekki væri allt með felldu. Ekki bætti úr skák að hann fékk þungt högg á hnéð í kappleik fyrir viku. Það kann að hafa gert illt verra, að sögn Snorra Steins. „Ég fór í myndatöku í gær og þá kom í ljós að annaðhvort situr bein- flísin enn á sínum stað eða ný hefur gert vart við sig. Þannig lítur úr fyrir að ég standi í sömu sporum og ég gerði í haust. Að minnsta kosti lítur þetta ekki út fyrir að vera eins og það á að vera,“ segir Snorri Steinn. „Ég ætla kannski að láta reyna betur á hnéð áður en endanleg ákvörðun veðrur tekin um aðgerð. Það er leikur eftir hálfan mánuð og þá verð ég kannski með og ég sé til hvað gerist þá,“ sagði Snorri Steinn. Kemur kannski heim í aðgerð Heimildir Morgunblaðsins herma að svo kunni að fara að fari Snorri í aðra aðgerð og þá verði hún gerð hér heima. Hann vildi ekki stað- festa það í gærkvöldi enda væri það á forræði vinnuveitenda hans hjá GOG að ákveða hvar aðgerðin verð- ur framkvæmd, verði af henni. Að- gerðin í haust var gerð hjá lækni í Viborg „Hins vegar er ekkert sem bann- ar mér að heyra skoðanir annarra lækna og ég lýsi hér með eftir Brynjólfi Jónssyni lækni. Ég vil gjarnan heyra í honum sem fyrst,“ sagði Snorri Steinn í léttum dúr um leið og hann viðurkenndi að vera orðinn ákaflega leiður á að geta ekki leikið handknattleik. „Mig var farið að klæja í lófana að fara að leika á nýjan leik.“ Landsleikir í hættu Eins og fyrr segir þá bendir flest til þess að Snorri Steinn leggist á ný undir hnífinn. Fari svo er afar ósennilegt að hann geti tekið þátt í leikjunum við Makedóníu og Eist- lendinga í undankeppni Evr- ópumótsins sem fram eiga að fara upp úr miðjum mars á næsta ári, a.m.k. ef tekið er mið af þeim tíma sem endurhæfingin eftir aðgerðina í haust tók. Snorri á leið í aðra aðgerð?  Hnéaðgerðin í haust virðist ekki hafa tekist Gæti orðið frá keppni fram í mars  Aðgerðin gerð hér heima?  Vill ná tali af Brynjólfi Jónssyni lækni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.