Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 Detra Ashley hefur leikið sinnsíðasta leik með kvennaliði Snæfells í Iceland Express-deild kvenna. Gunnar Svanlaugsson, for- maður stjórnar meistaraflokks kvenna, sagði að hún hefði sjálf beð- ist undan samningi og orðið hefði verið við því. Gunnar segir að búið hafi verið að safna fé til að hafa er- lendan leikmann til 18. desember og að deildin héldi öllu opnu varðandi að fá annan erlendan leikmann. „Við sjáum til eftir áramótin, hvort stelp- urnar og við foreldrarnir erum tilbú- in að leggja á okkur aðeins meiri vinnu til að það geti orðið,“ sagði Gunnar.    Danka Podovac er gengin til liðsvið Fylki, en hún lék áður með Keflavík. Hún gerði eins árs samn- ing við Fylki, en hún er 26 ára miðju- leikmaður og gerði sjö mörk í 17 leikjum með Keflavík í Lands- bankadeildinni í fyrra. Fylkisliðið er greinilega að styrkja sig mikið því á síðustu dögum hafa auk hennar þær Lidija Stojkanovic komið frá HK/ Víking, Rúna Sif Stefánsdóttir frá Fjölni, Anna Sigurðardóttir frá Þrótti og Fjolla Shala frá Leikni.    KristinnBjörgúlfs- son var mark- hæstur hjá Run- ar þegar liðið vann Bodö, 35:31, í norsku úrvals- deildinni í hand- knattleik í gær. Hann skoraði sjö mörk. Runar er í 3. sæti deildarinnar með 13 stig.    Sigurður Ari Stefánsson skoraðisjö mörk fyrir Elverum sem tapaði á heimavelli fyrir Haslum, 34:32, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Elverum er í 5. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.    Haukur Andrésson skoraði 5mörk þegar lið hans Guif vann Trelleborg, 41:25, í sænsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Kristján bróðir Hauks þjálf- ar Guif-liðið sem er í 5. sæti.    Ólafur Stef-ánsson skor- aði 6 mörk, þar af eitt úr vítakasti þegar Ciudad Real vann Cu- enca2016, 39:27, í spænsku 1. deild- inni í handknatt- leik í gærkvöldi. Ciudad er í 3. sæti með 18 stig, er tveimur stigum á eft- ir Barcelona sem er efst. Fólk sport@mbl.is KEFLVÍKINGAR þurfa greinilega að munstra einhverja nýja leikmenn í stöður miðvarða fyrir næsta tímabil í knattspyrnunni. „Já, það stefnir allt í að við séum allir farnir frá félaginu. Kenneth er farinn og Hallgrímur líka,“ sagði Guðmundur Viðar Mete, einn þriggja miðvarða Keflavíkur í sumar, en hann stefnir að því að ná samkomulagi við knatt- spyrnudeildina um að rifta samningi sínum, en hann á eitt ár eftir. Á heimasíðu Keflvíkinga í gær var tilkynning frá Kenneth Gustafsson um að hann væri farinn frá fé- laginu og í síðasta mánuði gerði Hallgrímur Jón- asson samning við sænska félagið GAIS. „Við erum svo gott sem búnir að ná samkomulagi um að slíta samningi okkar og ég á von á að það mál klárist alveg á næstu dögum,“ sagði Guðmundur Mete í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kom til Keflavíkur sumarið 2005 og hefur leikið sem miðvörður síð- an, en missti talsvert úr síðasta sumar vegna meiðsla og tók Hallgrímur þá stöðu hans. „Ég er að verða fínn af meiðslunum og er að æfa sjálfur þessa dag- ana,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist samt ekki vera hættur í fótbolta. „Nei, nei, það er langt frá því að maður sé hættur. Það er ekkert sérstakt í sigtinu hjá mér enda vil ég klára mín mál hjá Kefla- vík fyrst áður en ég fer að skoða eitthvað annað,“ sagði Guðmundur Mete sem átti samt ekki von á að hann færi austur á firði að spila, en hann er ættaður þaðan. skuli@mbl.is Allir miðverðir Keflvíkinga farnir Guðmundur Viðar Mete í deildinni þegar það sótti Fre- dercia, 24:19. Þorri skoraði ekki. Róbert Gunnarsson skoraði tvö marka Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Magdeburg, 28:27, í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik. Þórir Ólafsson gerði eitt marka Lübbecke er liðið kjöldró Dessau, 39:20, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar. Sturla skoraði ekki fyrir Düsseldorf þegar liðið vann Firesenheim, 38:34, suðurhluta þýsku 2. deildarinnar. Lübbecke og Düsseldorf eru efst, hvort í sinni deild. Vignir Svavarsson skoraði 5 mörk og Logi Geirs- son tvö þegar Lemgo vann SK Riga, 35:27 í EHF- keppninni. Þar með er Lemgo komið í 16 liða úrslit. k í sigurleik Arnór Atlason r Andra Yrkil Valsson t@mbl.is ukar byrjuðu leikinn betur og náðu tt þriggja marka forskoti. Akureyr- ar svöruðu fljótt fyrir sig og komust í stöðunni 6:5, en eftir það fór að halla an fæti hjá heimamönnum. Þeir skor- einungis tvö mörk á næstu fimmtán útum og virtust mjög taugaóstyrkir. ukar gengu á lagið, skoruðu hvert rkið á fætur öðru og náðu mest sex rka forskoti í hálfleiknum. Heima- nn áttu síðasta orðið í fyrri hálfleik og u fimm mörkum undir í leikhléi, 15:10. byrjun seinni hálfleiks skiptust liðin á kora en þegar líða tók á hálfleikinn u Haukarnir öll völd í leiknum og Ak- yringar vissu ekkert hvaðan á þá stóð rið. Heimamenn breyttu varnarleik um í von um að stöðva sókn Hauka m virtist óstöðvandi í síðari hálfleik, en kom fyrir ekki. Gestirnir galopnuðu n Akureyringa hvað eftir annað og u mest fjórtán marka forskoti í síðari leik. Heimamenn virtust mjög pirr- í seinni hálfleik og létu umdeilda mgæslu hafa áhrif á sig. Þeir fóru illa ð mörg góð færi og virtust aldrei kom- almennilega í takt við leikinn. Því fór að Haukar unnu sannfærandi sigur, 2. tefán Rúnar Árnason, aðstoðarþjálf- Akureyrar, skildi hvorki upp né niður k sinna manna. „Það gekk lítið hjá ur í dag, við vorum á eftir þeim á flest- sviðum og þetta virkaði óskaplega létt r þá. Við náðum aldrei að verjast al- nnilega, brutum ekki nægilega vel á m og þeir fengu fyrir vikið mörg ódýr rk, bæði í langskotum og dauðafærum. narleikurinn var aldrei með okkur í ri hálfleik og við fundum engin svör eik Hauka,“ sagði Stefán. Akureyringar hafa byrjað deildina af lum krafti og þrátt fyrir tapið sitja r enn á toppi deildarinnar. „Við höfum ðið okkur geysilega vel í deildinni og ið hvern leikinn á fætur öðrum. Við mum eins upplagðir í þennan leik og anfarna leiki en það bara gekk væg- ast sagt ekkert hjá okkur í kvöld.En núna verðum við bara að halda áfram og hugsa um næsta leik. Þótt þetta sé súrt vitum við að það er ekki hægt að vinna alla leiki og algjör óþarfi að láta þetta tap hafa of mikil áhrif á okkur,“ sagði Stefán Rúnar Árnason í leikslok. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var mjög sáttur við leik sinna manna: „Þetta var mjög fínt hjá okkur. Þetta var hörku- leikur, við spiluðum góða vörn og mark- varslan var góð. Við vorum mjög ákveðnir í sóknarleiknum og spiluðum af miklum krafti. Það kom mér mjög á óvart hversu litla mótspyrnu Akureyr- ingar veittu og fyrir leikinn hefði ég aldr- ei búist við tólf marka sigri. En við spil- uðum alveg á fullu allan tímann og það skilaði sér vel. Við þurftum að vinna þennan leik til þess að missa hin liðin ekki of langt frá okkur og þetta eru mjög dýrmæt stig. Akureyringar eru með fínt lið og frábæran heimavöll og það er mjög gaman að koma hingað að spila.“ Mikið álag hefur verið á leikmönnum Hauka undanfarið og þeir hafa þurft að ferðast mikið. „Það er búið að vera mikið álag á okkur, við erum nýkomnir úr mjög löngu ferðalagi frá Úkraínu og förum strax á morgun [í dag] til Ungverjalands svo við erum heldur betur á faraldsfæti. Þessi sigur er mjög gott veganesti fyrir Evrópuleikinn á laugardaginn en þar bíður okkar úrslitaleikur um sæti í 16 liða úrslitum meistaradeild- arinnar. Það verður gaman að fara á þennan erfiða útivöll í Ungverjalandi en svo kemur bara í ljós hvort við eig- um einhvern séns í þann stóra leik,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Meistarataktar Hauka Aðstoðarþjálfari Akureyrar skildi hvorki upp né niður í slökum leik sinna manna í ærkvöldi Íslandsmeistararnir fóru nánast beint að norðan og til Ungverjalands Morgunblaðið/Frikki Beint í mark Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði tvö marka Hauka í stórsigri þeirra á Akureyri. UREYRI og Haukar áttust við í N1 deild a í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær- d. Fyrir leikinn var Akureyri í efsta i deildarinnar en Íslandsmeistarar ka sátu um miðja deild. Mikil eft- ænting var á Akureyri fyrir leikinn og dust fjölmargir miðar í forsölu. Leik- nn Hauka réðu lögum og lofum á leik- num nær því frá upphafi til enda og u stórsigur, 34:22, eftir að hafa verið m mörkum yfir í hálfleik, 15:10. Akureyri – Haukar 22:34 Íþróttahöllin á Akureyri, úrvalsdeild karla, N1- deildin, miðvikudaginn 19. nóvember 2008. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 6:5, 7:9, 8:13, 10:15, 11:15, 13:18, 15:22, 19:30, 22:34. Mörk Akureyrar: Árni Þór Sigtryggsson 7/1, Hörður Fannar Sigþórsson 4, Jónatan Þór Magnússon 3, Oddur Grétarsson 3, Anton Rún- arsson 3/1, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2. Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (þar af 2 til mótherja), Hörður Flóki Ólafsson 7 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 7, Andri Stefan Guðrúnarson 7, Kári Kristján Kristjáns- son 6, Einar Örn Jónsson 6/2, Freyr Brynjars- son 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Arnar Pétursson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12 (þar af 4 til mótherja), Gísli Rúnar Guðmundsson 7 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elías- son, hafa átt betri dag. Áhorfendur: Um 1.000. Kristján með nýjan þriggja ára samning við Keflavík KRISTJÁN Guðmundsson verður áfram við stjórnvöl- nn sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knatt- pyrnu en hann skrifaði í gær undir nýjan þriggja ra samning við Suðurnesjaliðið. Undir stjórn Krist- áns urðu Keflvíkingar í öðru sæti í Landsbanka- eildinni í sumar þar sem úrslitin réðust í loka- mferðinni. Hann tók við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni rétt fyrir upphaf Íslandsmótsins árið 2005 og ári síðar hömpuðu Keflvíkingar bikarmeist- aratitlinum undir hans stjórn. Kristján fær nýjan aðstoðarmann sér við hlið og það engan smá reynslubolta en Einar Ásbjörn Ólafsson, leikmaður Keflavíkurliðsins til margra ára, mun verða Kristjáni til halds og trausts. gummih@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.