Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1909, Page 4

Skinfaxi - 01.10.1909, Page 4
4 SKINFAXI SKINFAXI, mánaðarblað U. M. F. í. kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Ú tgefan di: Sambandsstjórn U. M F. I. Ritstjórn: Helgi Valhýsson, fíuðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist afgreiðslu „Skinfaxa" Hafnarfirði. Til íjórðungsstjórnanna. Sambandsstjórn hafá borist styrkbeiðnir •og fyrirspurnir um væntanlegan styrk af fé því (kr. 1000), er sambandi U. M. F. í. var veitt á síðasta þingi, og skal því nú svarað með því að gera grein fyrir, hvern ig sambandsstjórn ætlar að verja fé þessu, eða þeim hluta þess, sem eigi gengur til framkvæmda þeirra, er sambandsstjórn sjálf sér um. Sumir hafa látið i ljósi þá skoðun sína, eða talið sjálfsagt, að sambandsstjórn skifti þessum 1000 kr. jafnt á milli fjórðunganna, f3ggja?), og má vel vera, að það væri eðli- legast, ef sambandsstjórn sjálf ætlaði sér ekkeit að gera, og léli alt starf vort afskiftalaust í hendur fjóiðunganna. — En þá væri hlutverk hennar harla lítið og ó- merkilegt. Einnig mundi verða lítið úr litlu að hiuta styrk þenna sundur í hend- ur ötulla og starfsamra fjórðunga, ef eigi hefðu þeir annað starfsfé en það eitt. Sambandsstjórn hefir því orðið ásátt um að verja styrknum á þenna veg: 1. ÍJjróttastyrkur: Styrkurinn veitist gegn tvöföldu tillagi frá fjórðungun- um (t. d. 100 kr. gegn 200 kr. o. s. frv.). Skal honum varið til að styrkja í þ r ó 11 a- mót og verðlauna einstaka menn og félög. 2. Skógræktarstyrkur: Veitist með sömu skilyrðum. Skal honum sérstak- iega varið til girðinga og til að undir- búaplöntun, (sönnun þess, að givðingar sé eða verði gripheldar, verða að fylgja styrkbeiðni). 3- Útbreiðslustyrkur: Veitist með sömu skilyrðum. Skal honum varið til fyrir- lestra um ungmennamál og önnur fræð- andi og hvetjandi efni, er stutt geta og eflt álit og útbreiðslu félaganna. — Um upphæð þá, sem veitt verður til þessara þriggja starfsgreina, er eigi hægfc að segja neitt ákveðið að svo stöddu. Fer það eftir þvi, hve mikið sambandsstjórn notar til þess starfs, er hún hefir með höndum til eílingar skógræktar, íþrótta o. fl. Gfta nú fjórðungsstjórnir farið að leita hófanna hjá félögum sínum og grenslast eftir, hverrar fjárupphæðar þaðan sé að vænta til þessara starfa. Sækir svo fjórð- ungsstjórn um styrk í hlutfalli við það, er „fjórðungurinn" getur lagt fram, og úthlutar honum til félaganna samkvæmt tiilagi þeirra — eða ver honum á annan hátt til sameiginlegra afnota fjórðungsins. — Skógræktarstyrk mundí því fjórðungs- stjórn veita félögunum sérstaklega, en verja íþrótta- og útbreiðslustyrk sameig- inlega — handa öllum fjórðungunum. Sumum kann að virðast, að til of mik- ils sé ætlast af fjórðungunum að leggja tvöfalt íé fram á móti sambandinu. En svo er eigi, ef skynsamiega er athugað. Fjórðungarnir (félögin öll) standa mjög vel að vígi til að leggja fram mikið fé, ef samvinnan er góð. Fjárins geta þeir aflað sér á margvíslegan hátt: — sótt um styrk úr sveita- og sýslusjóði, t. d. til skógrækt- ar og íþróttamóta. („Gripasýningar eru styrktar af almannafé; því skyldum vér þá eigi styrkja mannasýningar?“) Auk þess geta fjórðungarnir haldið hlutaveltu,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.