Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 7
SKINFAXl 63 hero«, »Whinhams industry« o. fl. — Qul ber: »Yellow globe«, »Oolden ycllow«. — Hvít ber: »Spekulation«, »Careless«, «Snow- drift« o. fl. — Graen ber: »Green Walnut«,. »Large Seedling«. Trén eru gróðursett, þegar þau eru 2—3 ára gömul með 2—3 al. millibiii (sjá um »rauðber«). — Eigi má livert tré hafa fleiri en 4—5 aðalgreinar í mesta lagi, og þykir sumum jafnvel best, að það sé aðeins einn stofn frá rótinni. — Alla aðra rótarrenninga rífur maður af, jafnóðum og þeir koma í ljós. — Það er mjög áríðandi, að s.má- greinarnar vaxi eigi svo þétt, að þær skyggi fyrir sól, svo hún nái eigi að skína alhtaðar inn á milli greinanna. Verður því að klippa burt, þar sem er of þétt. Stórar greinar sker maður helst, þegar búið er að tína berin, eða þá snenima á vorin; en ekki seinhaustis. Þegar stöngulberjatré liafa staðið eitt ár og fest vel rætur, verður að láta mikinn á- burð í kring um þau á hverju ári. Sé þetta gert á vorin, eykst trjávöxturinn, en aftur á móti eykst berjavöxturinn, ef borið er á að sumarlagi, t. d. í júlí. — »Fosfat« og »Kalí«- áburður eykur berjavöxtinn, en húsdýra- áburðurtrjávöxtinn. — Áburðinuin er dreift í hring, eins langt út á við, og greinar trjánna ná, og eigi nær rótstofninum en 8 þml. og er gott að grafa hann ofurlítð niður í mold- ina. Trauðla verður of mikið af áburði handa stöngulberjum! — Á sumrum verður oft að styðja undir grein- arnar (með spýtum), svo berin leggist eigi niður í moldina og fúni. — 4. Hindber (»Bringebær«) munu einnig ó- kunn hér á landi. — Oóðar tegundir eru: »Paragan«, »Fastotf« o. fl. — Berjatré þessi þurfa sér'ega hlýjan jarðveg og þola betur þurk en hin öll, ef jarðv. aðeins er djúpur. Þeim hentar því best grýtt og sendin jörð. — I urðarholum verða berin best. — Trén eru gröðursett með 1 — 11/2 al. millibili. Með- fram hverri trjá-röð festir maður 2 rimar eða járnvír á stólpum 3/4 al. og H/s al. frá jörðu og bindur trjárenninga við. 3— 4 stofnar á hverri rót. — Hindberjarenninga má rífa upp með rótum og planta á ný (en það má eigi gera með hin trén). Mikinn áburð — eins og stöngulber. Best að bera hant. á á haustin, láta hann liggja yfir veturinn og grafa hann uiður á vorin. Losa verður moldina með fram trjáröðunum fleirum sinn- nm fyrri part sumars, og láta eigi illgresi vaxa þar. Hefi eg þi lausl. drepið á berjategundir þær, er sambandsstjórn hefirmeð höndum og úthlutað verður í vor milli félaga vorra. — Rútn og tími leyfir eigi meira að sinni; en þó er eitt eftir enn, og það er farðar- ber, einhver fegursti og gómsætasti ávöxtur, sem til er. Og þau eru líka til á Islandi! H. V. Bréf til „Skinfaxa”. í þeim 4 tbl. sem eg hefi séð af Skin- faxa, hefi eg ekki orðið þess var, að hann hafi haft nokkra línu frá félögum úr Norðlendingafjórðungi, að skýra frá störfum hjá okkur, svo ástæða væri ti! að halda, að vetrarharðindin legðust all- þungt á oss hér nyrðra. Úr félagi því, sem eg er meðlimur í, er, því miður, frá alt of litlu starfi að skýra, því vér erum alt í senn fáir, fátækir og smáir, og höfurn átt, alt að þessum tíma, örðugt uppdráttar. En það, sem mest hefir staðið oss fyrir þrifum, er heimilis- leysi, því hér er svo háttað, að ekkert hús er til, er hægt sé að kalla notandi til samkomu, og þess vegna hefir alt starf vort, til þessa tíma, gengið út á það að safna fé til þess að koma upp húsi. En langt mun slíkt eiga í land, fáum vér ekki hjálp annarstaðar frá. En þrátt fyrir áhyggjur og fátækt er þó eins og félagið fái í sig fjörkippi ein- stöku sinnum, og gengst fyrir einhverri tilbreytingu og fær fólkið þá út úr bæj- unum að sjá sig og heyra. Einn slíkan fjörkipp tók félagið í jan- úar í vetur, er það hélt aðalfund sinn. P>á voru allir sagðir velkomnir að koma, og vóru á boðstólum fyrirlestrar, ræðu- höld, glímur og dáns. Og þótt hvergi sæi á dökkan díl, nema aðeins bæjar- bustirnar, er teygðu sig upp yfir liina hvítu ábreiðu, þá hafði fólkið sig samt sem áður ákreik, og munu þá flest skíði í sveitinni hala verið í notkun, enda kom saman milli 60 og 70 manns. Var þá einasti gleðispillirinti, að húsakynnin voru slæm.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.