Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 8
4 SKINFAXI 64 Að skýra frá öllu því, er þar var talað, yrði oflangt, bæði fyrir mig að skrifa og Skinfaxa að flytja. Pó vfl eg leyfa mér, með nokkrum orðum, að minnast á fyr- irlestur er sóknarpresturinn, séra Stefán Kristjánsson á Völlum, hélt um það á- kvæði í stefnuskrá Ungmennafélaganna, að meðlimir yrðu að byggja stefnu sína á kristilegum grundveili. Par talaði hann vel fyrir, hve mikla þýðingu einmitt þetta ákvæði hefði, væri það meira en rétt á pappírnum. Víst er um það, að holt mundi þeiin hafa verið að heyra þar á, er líta hornauga til þessaákvæðis, ogekki geta felt sig við að ganga í samband- ið þessvegna. Ennfremur hélt formaður félagsins fyrir- lestur um þýðingu Ungmennafélaganna fyrir land og þjóð. Hvað íþrótíum viðvíkur, höfum vér orðið að láta oss nægja með giímur og skíðaferðir, en svo gengst félagið fyrir því, að kent verði sund héráfélagssvæð- inu, nú á næsta vori, og fyrir þess að- gerðir er búið að koma upp skýli og tjarnarstæði, í þeim tilgangi. í von um að geta seinna sent Skin- faxa línu, læt eg hér staðar numið. Krossum í febr. 1910. Ólafar Þorstdnsson úr U. M. F. Reynir á Arskógsströnd. ^^•jV(Tv5c: - 'i Fréttir af ungmennafélaginu „Grarðarsiiólmi”. ---o—- Ungmennafélagið v Qarðarshólmi í Mýr- dal var stofnað 20 júní 1907. Stofnendur þess voru einungis 8. Nú eru meðlimir þess 50—60. Félaginu var í fyrstunni skift í deildir, og höfum við það fyrirkomulag ennþá, vegna strjálbygðarinnar. Félagsfundir eru haldnir 3. hvern sunnudag, en deildar- fundir og leikstefnur eins oft og því verður við komið. — íþróttir temja félagsmenn sér eftir föng- um. í vetur höfum við oft skíðaferðir og skautahlaup, þegar því verður við komið. Skíðaáhuginn er að vakna hér meðal almennings, og er það U. M. F að þakka. Tuttugu ungmennafélagar eigr skíði og nota þau. Við höfum haldið skíðamót* ívetur,þegar færi hefir verið. — Tvö undanfarin vor hefir félagið gefið meðlimum sínum og utanfélagsmönnum kost á að nema sund. Nokkrir af félagsmönnunum eru orðnir allvel syndir, en þó ekki eins margir og æskilegt hefði verið. Stafar það meðt'ram af erfiðri aðstöðu þeirra, er fjarst búa sundkenslustaðn.im. í vor ætlum við að ráða bót á þessu. Höfum við í hyggju að láta sundkenslu fara fram á þrem stöðum. Auðnist okkur það, þá mun það ráða bót á mestu erfiðleikunum á því, að sundkenslan komi sem flestum að notum. Félagið æílar einnig að byrja á skóg- rækt á komanda vori. Félagsmenn efndu íil samskota sín á milli til þess að fá fé fyrir girðingarefnið. Gengu samskotin vonum framar, og er auðsætt, að flestir félagsmenn bera skóggræðsluna svo mjög fyrir brjóstinu, enda er hún, að minni hyggju, eitt hið þarfasta mál, sem ung- mennafélögin geta beitt sér fyrir Skemtisamkomu hélt U. M. F. í vetur. Voru þar ræður haldnar, sungið ogglímt, en ekki dansað. Fólkið, sem sótti samkomuna, lét vel yfir skemtuninni, þó dansinn skipaði þar eigi öndvagið. Þ. F. Ný sambandsfélög. U. M. F. Mýrahrepps í Dýrafirði er ný- gengið í sambandið, og liefir það 33 félaga. Vonandi komafleiri félögá Vestfjörðumáeftir. Einnig hefir U. M. F. Vopni á Vopnafirði spurst fyrir um upptöku í sambandið. Velkomin sé öll æska íslands, sem vill taka höndum saman við oss, svo vér getum >lyft fflokk«. Orðiðsamtakaí öllu því, ervérhyggj- um sé til heillaog hamingju landi voru og lýð. Prentsiniðja D. Östlunds, Reykjavík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.