Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1910, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI hefir til þess að taka að sér íþróttamótið þetta ár, er falin framkvæmd þessa máls með þeim skilyrðum, er hér eru greind: a. Að íþróttamótið sé haldið 17. júní í sumar. b. Að stjórn fjórðungsins skipi hæfan mann til þess að hafa yfirumsjón íþróttanna á hendi. c: Að þessar íþróttir séu þreyttar: Glímur, sund, stökk, hlaup og knattleikar ef því verður við komið. Félaginu er og að sjálfsögðu heimilt að láta þreyta fleiri íþróttir, ef að það sér sér fært. Fjórðungsstjórninni er skylt að veita félaginu alla þá aðstoð í þessu máli, er það óskar og hún getur í té látið. 2. Samþykt um leikvöll á Akureyri. Fjórðungsþ. Norðl. telur æskilegt, að leikvöllur til íþróttaiðkana og sýninga verði bygður á Akur- eyri hið fyrsta. Felur það fjórðungsstjórn að láta gera áætlun um það, hvað leikvöllur mundi kosta, sem eigi væri minni en 4 vallardagsláttur að flatarináli og girtur þéttri girðingu 6 feta hárri. — — Fjórðungsþingið felur stjóminni að sækja um styrk til Ieikvallarins bæði til bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og sýslunefndar Eyjafjarð- arsýslu, 200 krónur til bæjarstjórnarinnar, auk ókeypis lands fyrir leikvöllinn, og 200 krónur til sýslunnar. 3. Þingsályktun um samvinnu milli fjórðungs- sambandsins og U. M. F., er standa fyrir utan sambandið. — — Fjórðungsþingið skorar á fjórðungsstjórn- ina að leita samvinnu við þau félög utan sam- bandsins, er vinna að líkum inálum og samband- ið, að svo miklu leyti, sem lög samb. heimila. Þau mál, er þingið telur líklegt að samvinna geti tekisl um, eru: íþróttamál, skóggræðslumál, þegnskylduinál og fyrirlestramál. Samþykt með öllum alkv. 4. Ályktun um íþróttamál. Fjórðungsþingið vill styðja það á allan hátt, að Norðlendingar geti sent 2—4 menn á beltis- glímuna næsta vor, þótt það geti ekki að svo stödu ákveðið að veita fé til þess. 5. Samþyktir um fyrirlestrarmál. a. Fjórðungsþing Norðlendinga heitir 100 kr. fjárframlagi til fyrirlestra í fjórðungnum næsta vetur gegn því, að samband U. M. F. í. veiti 50 krónur. 6. Samþykt meðmæli með styrkbeiðnum til U. M. F. í. 7. Ályktun um tóbaksbindindi: Þingið skorar á öll U. M. F. innan takmarka fjórðungsins að sporna á móti tóbaksnautn af fremsta megni, og leggur tii, að þau stofni hjá sér tóbaksbindindisdeildir. — — — S. Samþyktir um skógrækt: 1. Fjórðungsþingið felur fjóröungsstjórn að skrifa öllum U. M. F. innan takmarka fjórðungs- ins. Skal hún hvetja þau til að koma upp hjá sér gróðurreitum, og gefa þeim að svo miklu Ieyti sem hægt er, upplýsingar um, hverjar trjá- plöntur muni vera best fallnar til ræktunar. Sömul. að taka að sér að útvega þær þeim fél., sem þess óska, t. d. frá sambandsstj., og semja við Ræktunarfélag Norðurlanda um kaup á plöntum með sein lægstu verði. Ennfremur felur þingið henni að vekja eftirtekt á tveimur leiðarvísum í skógrækt, sem nú eru til, eftir Helga Valtýsson og Sigurð Sigurðsson skólastjóra á Hólum. Tekinn skal upp sameiginlegur skógræktardagur fyrir fjórðunginn. —---- 9. Ályktun um aðflutningsbann áfengis: Þrátt fyrir það, þótt sumum kunni að virðast það vafasamt, livort lög um aðflutningsbann á- fengra drvkkja, er samþykt voru af alþingi 1. maí 1909, liafi verið heppilegasta úrræðið til þess að leysa þjóðina undan oki vinnautnar- innar, telur fjórðungsþingið það skyldu hvers góðs drengs, sem vill styðja heill þjóðarinnar, að vinna að því á allan hátt, að þeim lögum verði sem best hlýtt í hvívetna. Þessvegna skorar það á öll ungmennafélög innan fjórðungssam- bandsins, að beita sér fyrir málið á þann hátt að vernda lögin, að svo miklu leyti, sein þau geta, gegn óheilbrigðum árásum, sem gerðar kunna að verða gegn þeim, og einnig gagnvart brotum á þeim, er þau koma til framkvæmda. Samþykt með þorra atkvæða. 10. Ályktun á kvenréttindamálinu: Fjórðungsþing Norðlendinga tjáir sig því meðmælt, að konum verði veitt fult jafnrétti við karlmenn í öllum opinberuin málum, og skorará sambandsstjórn U. M. F. I. að láta það mál liggja fyrir til umræðu og samþyktar á þingum fjórðunganna 1911. Samþykt með öllum atkvæðum. Stjórn fjórðungsins: Erlingur Friðjónsson, formaður, Adam Þorgríms- son, ritari. Kristján Sigurðsson, gjaldkeri. Varastjórn: Bernharð Stefánsson, formaður, Jón Guðlaugs- son, ritari, Þorkell Erlendsson, gjaldkeri. Berjarækt. Frh. 3. Stöngulber (»stikkelsbær«) niunu einnig óreynd hér á landi. Þau eru bæði til rauð, gul, hvít og græn, og verða álíka stór og sólskríkjuegg og sum talsvert stærri. Qóðar tegundir eru: Rauð ber: ■Achilles* »Rrítish

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.