Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1911, Side 3

Skinfaxi - 01.02.1911, Side 3
SKINFAXl 11 burt nioldinni, og þegar nú vindur og vatn höfðu kepst við að sópa hnjúkinn í tíu ár samfleytt, var hann orðinn svo sköllóttur, að ekki var annað að sjá, en að hann mundi standa allsber og auður til enda veraldar. Þá var það einn dag snemma sumars, að öll börnin í sókninni, sem lá í kringum hnjúkinn, söfnuðust saman fyrir utan einn barnaskólann. H\ert barn hafði pál eða reku um öxl sér og nestispoka í hendinni. Þegar öll voru komin, gengu þau í langri halarófu upp eftir skóginum með merki í fararbroddi. Kennarar og kenslukonur gengu á hlið viðbörnin, og svo ráku tveir skógarverðir lestina ásamt hesti, sem dró vagn, hlaðinn fururótar- ö.ngum og grenifræi- Pessi hópur nam ekki staðar í neinum af bjarkarlundunum næst bygðinni, heldur gekk áfram langt inn í skóginn eftir gömlum seijagötum, og melrakkarnir gægðist forviða út úr grenjunum og furðuðu sig á, hvaða selflutningur þetta væri. Hópurinn gekk fram hjá gömlum kolabotnum, þar sem kolagrafir \oru gerðar á haustinn. og auðnutitlingarnir stungu saman nefjum og spurðu hver- annan, hvaða kolapiltar þetta væru, sem ætti leið sínasvona langt inn í skóginn. Svo kom lestin loksins upp á hnjúk- inn sviðna. Par lágu steinarnir berir, linnésjurtin1), sem áður hafði klætt þá, var horfin. Hellurnar voru flettar hinum fagra silfurmosa og hinum hvíta hrein- dýramosa. Moldarflögin litlu, sem enn voru hér og hvar í bergskorunum eða milli steina, voru gróðurlaus og svift öllu því litskrauti, öllu þessu græna og rauða, Ijúfa og létta blómskrúði, sem annars einkennir skógargrunninn. Það var eins og brygði Ijóma yfir gráa hnjúkinn, þegar öll börnin í sókn- inni dreifðu sér út uin hann. Hér var aftur komið eitthvað Ijúft og létt, ‘) Kend við Linné, grasafræðinginn heimsfræga, sænskan mann. frískt og fjörugt, ungt og uppvaxandi. og ekki vonlaust um, að við það kynni að lifna yfir veslings hnjúknum aftur. Þegar börnin höfðu hvílt sig og fengið sér bita, þrifu þau pál og reku og tóku til vinnu. Skógarverðirnir sýndu þeim aðferðina, og þau settu niður hvern rót- arangann á fætur öðrum alstaðar, þar sem einhver ögn hafði orðið eftir af jarð- vegi. Meðan börnin voru að gróðursetja, töluðu þau kotroskin hvort við annað um litlu rótarangana, sem þau settu niður, hvernig þeir inundu binda mold- ina, svo að hún fyki ekki burt. Og meira að segja mundi ný mold myndast undir trjánum, þegar þau stækkuðu. Og í hana mundi falla fræ, og að nokkrum árum liðnum mundu börnin geta farið hingað á berjamó, þar sem nú væri ekki annað en berar hellurnar. Litlu rótarang- arnir mundu með tímanum verða há tré. Og .vel gæti svo farið, að úr þeim yrði smíðuð stór hús eða skrautleg skip. En ef börnin liefðu ekki komið hing- að, meðan enn var dálítið eftir'1 aí jarð- veg í bergskorununi, þá hefði öll mold- iu gjörsópast burtu af vindi og vatni, og þá hefði hnjúkurinn aldrei getað orð- ið skógi vaxinn. »Já, það var gott, að við komum hing- að», sögðu krakkarnir. »Það voru síð- ustu forvöð.c Og þau voru heldur en ekki upp með sér. Meðan þessu fór frám á hnjúknum, sátu pabbi og mamma heima; og þegar stund var liðin, varð þeim skrafdrjúgt um, hvernig börnunum mundi ganga. Auðvitað væri þetta ekki annað en leikur. Hvernig ætti þau að geta gróðursett skóg, veslingar! En samt væri gaman að sjá, livað þeim liði. Og áður en við varð litið, voru pabbi og mamma á leið- inni upp í skóginn. Þegar þau komu á seljagöturnar, mættu þau ýmsum af nágrönnum sínum. »Ætlið þið upp í brunarjóðrið?« »Já, þangað ætlum við.«

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.