Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI 35 Við viljum spara landsjóði útgjöld, með því að láta vinna verk þau, er hann þarf að svara fé til, að svo miklu leyti sem það ekki kemur í bága við meginatriðið. Við viljum, að unnið verði að því að prýða og bæta landið, svo opnast geti augu mannafyrir stakkaskiftum þeim, sem hægt er að láta landið taka, með góðu áhaldi. Við viljum að unnið verði að beinni framleiðslu (garðyrkju, grasrækt o. fl.) svo mikið, að það gefiíbeinar tekjur að minnsta kosti jafnmikið féog gengur til kostnaðar við vinnuna. Viljum alls ekki að ráðist sé í meiri kostnað, en sennilegt þykir að vinnist upp með bein- um tekjum. Par með reiknaður væntan- legur gjaldaléttirá Landssjóði. Með þessu væntum við að fá því áorkað: 1. Að mikið og fagurt verk verði unnið í landi voru. 2. Að hverjum einstakling vakni hvöt til að prýða og bæta heimili sitt, og að hann fái að sjá, hvað til þess þarf. 3. Að menn venjist reglusemi, stundvísi, verkhyggni, iðni og stundnýtni. 4. Að þeir bæti likama sinn og heilsu með iðkun íþrótta. Með öðrum orðum, altermiðað við það, að einstaklingurinn vinni ekki tyrir gíg, en minna gert far um að gera þegnskylduvinnuna að mikilvægum tekju- lið á fjárlögunum. Milliþinganefndin og hennar fylgifiskar gera það að sínu meginatriði, að spara landsjóði útgjöld. Peir vilja að unnin verði aðallega þau verk, er landsjóður ella veitir fé til í fjárlögunum (vega og brúagerð, símalagning o. fl.). Þeir ætlast til íþróttakenslu og fyrirlestrafræðslu að svo miklu leyti, sem við verður komið. Samkvæmt þeirra tillögum á vinnan að fara fram á víð og dreif og ekki á fast- ákveðnum stöðum, því verkin, seni unnin verða, krefja flest tilfærilega aðseturstaði. Með þessu móti verður að vísu fullnægt mörgum þeim skilyrðuni, er menn hljóta að setja fyrir fylgi sínu við málefnið. En aðalatriðið verður útundan. Færslan og tvístrunin gera erfitt fyrir með menning- arskilyrðin. Vinnan verður því nær ein- göngu skattur, er hvílir á herðum þess hluta þjóðarinnar, er hingað til hefur verið því nær laus við opinberar álög- ur, það er æskulýðnum. Skatt þenna mundu margir vilja fremur greiða í pen- ingum en vinnu. Þóit margir séu þeir meðal unga fólksins, er fúsir væru að leggja á sig slíka byrði fyrir föðurlandið, án þess þeim væri heitið neitt í móti, þá eru samt skattar allir að jainaði illa liðnir og forvígismenn nýrra skattaálaga sjaldan vinsælir. Varhugavert tel eg því fyrir ungmennafélögin að beita sér fyrir máli. sem miðar að því að skapa álögur. Það er heldur ekki hlutverk þeirra. Þau eiga að búa menn undiraðbera byrðarnar. Látum þing og stjórn uin að leggja þær á. Frá mínu sjónarmiði verður best unnið að slíkum undirbúningi,með því að hvetja menn til að vinna að framleiðslu. Fram- leiðslan skapar tekjur, en tekjurnar gjald- þol, og gjaldþol er það sem þarf til að rísa undir skattabyrði. Þegnskylduvinna, sem miðar að því að glæða. slíka hvöt, ásamt því að herða líkamann og bæta heilsuna, er því að mínu áliti samboðin ungmennafélögunum. Á þeim grundvelli ber þeim að beita sér fyrir henni. En hér er um svo mikilvægt mál að ræða, að alls er um það vert að rasa ekki fyrir ráð fram, og enn þá er það svo skammt á veg komið, að vart er hægt að æt a sér að samþykkja ákvæði til framkvæmda nú sem stendur. Til þess þurfa félögin að koma sér saman um eina stefnuskrá. Að því þarf starfið að miða í bráð. Þartil stefnan er fengin, verður starfið að vera eingöngu innan félaganna. En andinn má breiðast út meðal alþýðu, og sérhver góður ungmennafélagi ætti að telja sér skylt að útbreiða eftir megni þekkingu á málinu. Skinfaxa treysti eg til að flytja pistla þess efnis við og við. Steinþór Guðniundsson. Athugasemd. Eg nian eigi tu ao eg hafi áður ritað nokkuð að ráði un. þegn- skylduvinnuna, og ætla eg því að nota tæki-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.