Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1911, Side 5

Skinfaxi - 01.05.1911, Side 5
SKINFAXI 37 Eg á hér ekki við þær tilraunir, sem ýmsar ungmennafélagsdeildir hafa þegar byrjað á: að planía trjálundi. F>að er ágætt í sjálfu sjer. F.n til þess þarf kunnáttu, og líka þrautseigju, ef duga skal. Og þó trjálundir komi upp hér og hvar, — sem eg óska og vona að verði semvíðast — þá er það ekki nóg til að skapa nýtt og betra tímabil. Það geta íþróttir ekki held- ur, þó þær séu ómissandi með öðru góðu. í stuttu máli væri barnalegt að ætlast til þess, aðungmennin, —þóífélagskap séu, — geti skapað nýtt tímabil strax á æsku- árum. En þau eiga að undirbáa það. Hvernig geta ungmenni gert það? Þau geta það aðeins með einu móti: með því að búa til úrsjálfum sérbetri þjððfélags- limi en þá, sem á undan þeim hafa verið. Til þess er eitt ráð: það, að hverteinasta ungmenni leggi kapp á, að verða maður / þess orðs bestu merkingu — sem nýtastur maður í mannfélaginu. Tilþessáað undir- búa sig í æskunni, og til þess á félags- skapurinn að hvetja og styrkja. En not- in eíga að korna fram áfullorðinsárunum. Það var þessi aðaltilgangur, sem egvildí benda á. Án hans er alt ónýtt, alt í gamla horfinu ef ekki íhnignun, þráttfyrir allan ungmennafélagsk^p. En til að vera maður í orðsins bestu merkingu þarfbæði margt ogmikið. Pví mun mega skifta í 3 flokka. Er 1. Oóð heilsa og starfsþrek; 2. Þekkingogkunnátta; 3. Mannkostir og göfugur hugsunarháttur. Alt þetta þarf að æfa. 1. HeUsana styrkir íðkun líkamsæfinga og íþrótta, hreinlæti og hófsemi, —ogeg vil bæta við einu orði, sem sjaldan heyrist ávorum dögum: það er sjálfsafneitun: Með iþví að sækjast eftir sem mestum þægind- um og venja sig aldrei á að láta á mót sér, getur maður gert sig að aumingja, sem ekkert þolir. Starfsþrekið eflir iðkun líkamlegrar vinnu, sé unnið með lagi og f hlutfalli við það, hvað hver er fær um. Og meðvitundin um það, aðleggja á sig erfiði til þess að gera gagn, eluruppgöf- ugleik í hugsunarhættinum. Ogí einuorði sagt, styrkir vinnan bæði sáloglíkama. Ef æskumenn einhverrar þjóðar leitast al- ment við að hliðra sér hjá líkamlegri vinnu og sækjast eftir makindastöðu, þá er sú þjóð í hnignun. 2. Þekkingu og kunnáttu þarf eg ekki að mæla með. Þá nauðsyn kannastallirvið. Og sáeralment kallaður mentaður niaður, sem öðlast hefir meiri þekkingu enn al- menningur. En þó að þekkingin sé ómet- aniega mikils verð, þá er hún samt ekki nenia önnur hliðin á sannri mentun. Það er engu minna vert að ala upp hugsunar- háttinn. Það er hin hliðin á hinni sönnu mentun. 3. Mannkosti og göfugan hugsunarhátt er einkar áríðandi að hver æfi sem best hjá sér. Þar á það heima ekki hvað síst, að »vaninn gefur listina«. Til þess getur fé lagskapurinn mikið hjálpað. Þar getur göfug og bróðurleg samkeppni glætt hvern góðan neista« í brjósti meðlim- anna. Og sá, sem í æsku venst félagS' skap og ástundar þá að vera sem bestur félagslimur, feann mun halda því áfram á fullorðinsárunum: hann mun þá stunda að vera sem bestur og nýtastur meðlimur þess mannfélags, sem hann er í. Þá er ungmennafélögin hafa uppalið með- limi sína í þessum hugsunarhœtti, þeir svo orðnir fullþroska, og orðnir kjarni. þjóðfé- lagsins, þá — en ekki fyr — hafa félögin skapað nýtt og betra tímabil lijá þjóðinni. Frh. Brynjólfur fónsson frá Minnanúpi. Frá „U. M. F. MGðallendinga”. Meðallandið er án efa það liérað á Suður- landsundirlendi, sem harðast er leikið af náttúninnar hendi. Hefir hún óspart gengið í berhögg við það á síðari tínnitn. Sandur- inn, sem upptök sín átti i héraðinu austan- verðu, hefir þegar hulið geysi mikið svæði, algerlega lagt í eyði uokkrar jarðir og gert margar því nær óbyggilegar. Ýmsir nýtir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.