Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1911, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI til en hjá snápunum ungu. Það er alstað- ar. Það er í mínu eigin hjarta, þótt eg sé að basla við að uppræta það. Og það sem mig vantar til að vera góður œskuleiðtogi er einmitt nógu sterk trú og nógu heitur kœrleikur. Hvað annað sem rnig vantar, er einkisvert hjáþessarivöntun. Þekking, reynsla og gagnrýni vex með aldrinum, en ekki höfuðdygirnar að því skapi. Nógar eru blessaðar gáfurnar okkar, en minna af góð- um, staðföstum vilja. Sálarlíf okkar er því ekki vel vaxið, talsverð vaxtarskekkja, og hún ekki falleg. Par sem hugur og hjarta er samsvarandi í öltum þroska, þar ferbetur í öllu. Það er þessi samsvörun, sem hefir framleitt sjógarpa, skáldhöfðingja og trú- boða Norðmanr.a, þessa þrjá mikilmenna- flokka, sem hafa gert Noreg heimsfrægan. Andlega vakning verðum vér þegar að fá inn í þjóðlífið einhverstaðar frá. — Trú- ar- og siðgæðis-vakning fyrst og fremst. Biðj- um Ciuð um hana En gerum líka alt til að hlynna að henni. Styðjum vora veiku vakningarmenn með innilegri hluttekning og hógværum leiðbeiningum. Reynum ekki að kæía guðmóðsgneistana með hráslagaveðri kaldrar kritíkar. Slíkt gerir einstæða and- ans talsmenn einræna, ofstækisfulla, eða kjarklausa. Gúðmóðsdráp og hugsjóna- morð er þjóðármorð. Batni ekki trúrækni og siðgæði hjá oss, þá er gagnslítið að hugsa nokkuð um sjálfstæði, íþróttir eða listir. Hugsa þá bara um að hafa eitthvað í sig og á og minka kvalirnar. En sleppa helst öllu öðru. |á, en iivað verður þá úr striti og starfi kirkjunnar, skólanna margra og skáldskaparins? Leikaraskapur altsainan ! G. H. SSSSá®SSS® Kveðja til æskulýðsins. Eftir G. H. Sameinuð ungmenni sameina þjóðir, sannkristna bróðernis fræjunum strá, þróast þar elskunnar ávextir góðir, yngja þau menning og heimsveldi ná. Auðnirnar mannlífsins algróa víða, æskunnar samtök þær græðandi prýða; andlega frjófsemin umskapar land alteins og skógarnir hraun, mel og sand. Æskuþjóð Noregs, seni öflugast vaknar! yngjandi, fegrandi, mannandi þjóð, andi minn starfandi altaf þín saknar, altaf þú reyndíst mér tiúföst og góð, vorblómin hjartans, er fórnaði Foldu, fóttroðin, margsmánuð krossdauðann þoldu, hálffölnuð, þyrkingsleg haustblöðin mín hrestust og spruttu við atlotin þín. Blómlegust fanst mér samt bernskan á Fróni blíðasta, hreinasta fegurðar ást, brostu þar fagnandi lömbin hjá ljóni, loks sjálfur jökullinn algróinn sást, hlýtt var í barnengla saklausra sölum, sárköld var blindhríð á steinhjirtna- mölum, hugsjón góð sinánuð við hrakmenna dóm; hrapandi stjörnur og ormétin blóm. Sjáum á vorum og sumrunum Ijóma sandana, melana, flögin og hraun: alstaðar marglitar eyjarnar blóma öflugar hetjur í stormanna raun. Svona skal æskan með samtök, sem gagna, sérhverjar þjóðhollar framfarir magna, algræða landið og umbæta þjóð efiandi staðfastan Ijósskappa móð. Þegar þú setur þig öldruðum ofar æskþjcð framgjarna, — varaðu þig! drambið þitt ósköpum allskonar lofar, efndi niun heimtað við sérhvert þitt stig. Æskunnar drenglyndið ellina vinnur, ungmenna hreinskilnin Ijóssveginn finnur öflug og helguð af ástheitri trú; — æskuþjóð! gættu þín — hvert ætlar þú? Fóttroðnu hjartnanna heilaga blóðið hröpar sem þrumandi dómsrodd úr mold, olbogabarnanna angistarhljóðið upp til Guðs stígr af sérhverri föld,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.