Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1911, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI sjá, hvílíkur voði þetta er þjóðlífinu og öllum framförum í landinu. Enda hefir mörgumhugsandisveitamanniþóftískyggi- legt útlitið nú á síðari árum, og það hefir verið öllum Ijóst, að hér þyrfti holl og góð ráð til bóta og varnar, því straumur þessi til kaupstaðanna er í sjálfu sér engu minna tjón en Ameríkuferðirnar, sem fjöldi manna hefir barmað sér yfir — heldur talsvert meira og hættulegra. En ráðin hefir engin fundið enn, og furðanlega lítið hefir verið ritað um mál þetta opinbera, þótt fátt liggi miklum hluta þjóðarinnar framar á tungu. Eg hefi talsvert hugsað mál þetta nú undanfarin 4—5 ár, og það var þegar í upphafi von mín, að hér gætu ungmenna- félögin unnið mikið verk og þarft, því tækist þeim á annað borð að halda áhuga sínum vakandi og stefna rétt, þá hlyti það að verða eðlileg afleiðing, að æsku- lýðurinn tengdist fastar við sveitirnar, en nú er raun á. — Reynslan hefir líka sýnt þetta og sannað í einstöku sveitum, þar sem ungmennafélögin hafa náð góðri fótfestu — og vinna þar í samrœmi við el' ra fólkið! Hér eru bjargráð fólgin. Undir þessari ungufélagshreyfingu er það að miklu leyti komið,hvort vér eigum nokkura þroska-og framfara-von sem þjóð eður eigi. Hér á landi hafa ungmennafélögin byrjað það starf, er á Norðurlöndum og víðar um heim — hefir orðið grundvöllur framtíðarhamingju þjóðanna: Innileg og slerk þjóðernis vakningl Því allri sannri vakning fylgir þroskun og framfarir. Eg heíi á öðrum stað í þessu tbl. drepið á framtíðarhorfur ungm.fél. hér á landi, — og ber nú hér að sama brunni: Bjargráð íslands er góður og öflugur lýðhá- skóli á krisiilegum grundvelli! Skóli er vakið getur æskulýð vorn,djúpri ogvaran- legri vakningu. Lýðháskóli í sveit, er kent getur æskulýðnum að skilja, meta og elska sveitalífið og vinnuna. Nú er fylling tímans komin hér á landi! — I Danmörku hafa lýðháskólarnir þegar lokið mesta þrekvirki sínu, að vekja þjóð- ina og þroska; þeir björguðu henni, er mest reið á! — í Noregi standa þeir með mesta blóma — í miðju starfi — og setja áhrif þeirra æ dýpri og dýprt merki á þjóðina. Nú höfum vér nýskeð fengið háskóla, og er það gleðiefni mikið hverjum góð- um íslending. En meiri og brýnni þörf er oss þó á öflugum lýðháskóla! Handa allri þjóðinni. Ætti því helst að vera einn fullkominn skóli fyrir alt landið. H. V. Ungmennamál. Framtíðarhorfur ungm. fél. íslensku. íslenskur iýðháskóli. í síðasta tbl. »Skinfaxa« gerði eg lítillega grein fyrir skoðun minni og skilningi á starfi og stefnu ungni félaganna íslensku, upphaf: þeirra og takmarki, og veit eg vel, að þar er eg í fylsta samræmi við fyrstu forgöngu- menn þessarar hreyfingar hér á landi. Bjart'r og hlýir lýðháskólastraumar höfðu snortið svo fyrstu og fremstu forgöngu- mennina, sinn í hvoru landi, að vísu á tals- vert ólíkan hátl, en þó í fullu samræmi, svo að hrifni þeirra og hugsjónir mynduðu fasta heild, er lögð var til grundvallar að »U. M. F. í.« — Og það mun síðar í sögur fært, að betri grundvöll hafi tveir menn ungirog lítt reyndir sjaldan lagt að nokkuru verki! — Það var því heldur engin tilviljun, að þeir fáu íslendingar meðal yngri manna, er snortnir vóru af lýðháskólahreyfingunni nor- rænu, slógust þegar í lið með »landnáms- mönnunum« nýju ogtókust forustu á hendur. Þannig var ungmennafélagsskapurinn ís- lenski beinlínis grundvallaður á lýðskólahug- sjónurn þeim, er reynst hafa grannþjóðum vorum svo giftusamlegar og blessunarríkar. — Þær hugsjónir fram kvæmdar í verki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.