Skinfaxi - 01.02.1912, Síða 1
2. BLAB
REYKJAVÍK, EEBRUAR 1912.
III. ÁR
Mentun.
Niðurl.
Þannig drotnar þá í heiniinum algerlega
röng og verulega hættuleg kenning um,
hvernig þeir menn mega vera, sem vilja
láta telja sig fyrirmynd meSbræðra sinna.
Og ennfremur er svo háttað sálum mann-
anna, lögum mannanna og stofnunum
mannanna, að sú skoðun hlýtur að halda
áfram að ráða um óratíma enn — halda
áfram að draga úr sönnum framförum
menningarinnar í heiminum.
En freistum um stund að gleyma þessum
hindrunum. Setjum svo, að þær stofnanir
sem nú bækla manninn, væru fúsar að
breyta til, og sinna hverri sannri endur-
bót. Setjum að lög vanans hættu að bræða
æskuna í mynd og líking undanfarandi
k}rnslóðar. Setjum að allir skaðlegir hleypi-
■dómar og stéttakreddar væru numdar burt
úr höfðum mannanna og allir hrópuðu
«inum rómi: „Menning! Ráð þú fyrir
■okkur! Taktu leir jarðarinnar og hlás í
hann anda lifsins! Mótaðu okkur svo að
við verðum eins og þú veist að best hæfir!“
Og menningin mundi svara: „Aumur
maður! bæn þin er heyrð! Egþekki örlög þín,
og eg veit, hvað þér hæfir. A leið þinni
«ru þrjár torfærur feikimiklar, og er sú
siðasta þeirra mest. Ef þú hefir mátt og
megin lil að komast lifandi yfir þær allar,
þá ertu einn af mínum útvöldu, einn af
þeim, sem reisir mina eilífu höll. En ef
þú ert of veikur, ef þú ert léttvægur fund-
inn, þá muntu hrapa niður í ómælisdjúpið
og vera týndur — nema minningin um
ósigur þinn, hún mun hvila eins og heljar-
bjarg á þeim, sem á eftir þér koma.
Gæt þess því vel, maður, að alt er und-
ir komið, hvernig þú ert við þessum raun-
um búinn. Vit, að allir menn þurfa að
vinna, starfa og berjast f'yrir lífinu á jörð-
inni. Til að sigra þar, verður þú að vera
styrkur og stæltur, fær um að þola hvers-
kyns áreynslu og þjáningar, hita og kulda
gengi og gæfuleysi, vera æfður og undir-
búinn að yfirvinna hætturnar, sem verða
á vegum þínum. Þannig máttu sigrafyrstu
raunina.
En þegar þar er komið, þá finnur þú,
göngumaður, að þótt sért hraustur og harð-
fengur, þótt þú stritir og stríðir, þá vinnur
þú lítið á einangraður, vopnlaus og fákunn-
andi. Þú verðar að þekkja heiminn, þekkja
lög náttúrunnar, geta sameinað þitt afl
annara manna afli. Getir þú þetta, megnar
þú að kljúfa bergið og sækja málminn,
að temja dýrin á mörkinni, að breyta
skóginum og hrjóst.urlendinu í frjó akur-
lönd, gera klæði úr grösum akursins en
skýli úr klettinum, spenna löndin járnveg-
am og segulþráðum en úthöfin eimskips-
línum. Gróða jarðarinnar og auði hafsins
blandar þú og breytir á þúsund vegu til
að fullnægja löngun þinni og lífsþrá. Þetta
er brauðstritið, baráttan fyrir fæði, klæð-
um, skýli, baráttan til að vernda og við-
halda ljósi lífsins meðan auðið er. — Það
er önnur þrautin.
Og þá er ein eftir enn, sem er miklu
erfiðust. Það, að gera þig sannarlega hæf-
an til að lifa með öðrum mönnum, það
að fá þann djúpa skilning á lífi annara