Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1912, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.02.1912, Qupperneq 3
SKINFAXI 11 |)essum pálmalundum og ræða um nýung- ■ar heimsins, sem berast þangað daga og nætur úr öllum álfum heims með firðritun Marconis. Þannig eru nú flutningstæki ■nábúanna, stórþjóðanna. En hvernig eru skipin okkar Islendinga? Við eigum engin skip, sem fara milli landa; og sambandsþjóð okkar, Danir, sem tekið hafa að sér þennan flutning, nota til ‘þess fleytur, sem vekja undrun og viðbjóð þeirra manna, sem vanir eru þolanlegum farkostum. Margir munu hafa tekið eftir .grein Einars Hjörleifssonar í Isafold fyrir ■skömmu, þar sem getið er um ferðafólk, •er komið var um langan veg til Edinborg- .ar á leið til Islands og var þar að því komið að snúa aftur, er það sá, hve „Ceres“ var óþrifaleg og lítil. Og Iangflestir út- lendiugar, sem hingað koma, taka undir •með Islandsvininum, Páli. Hermann, og formæla dönsku fleytunum niður fyrir all- ar hellur. Og þó fara þessir menn vitaskuld á fyrsta farrými, þar sem umráðamenn skipanna Ijalda því sem til er í umhyggju og aðbúð. ‘Og þó að þar sé hvorki góð híbýli, né gott loft, né góður matur, og þó að þeim, sem eru vanir menningartækjum stórbæ- anna þyki æfin á þessum skipum sannar- legur kvalatími, þá má þó með nokkrum rökum segja, að þar megi lifa og að ■smekk manna og siðgæðistilfinning sé ekki beinh'nis hryllilega misboðið. En þetta er nú samt ekki sú hliðin, sem snýr að flestum Islendingum, sem ferðast með skipum hér við land, því að fyrir fhverja 10 sem búa á fyrsta farrými, eru 100 í lestinni, og skal nú vikið að að- húðinni þar. Þriðja farrými við Islandsstrendur er ■ekki búið út sem dvalastaður fyrir menn, -og ekki heldur fyrir dýr. Það er vöru- lestin sem tekin er til íbúðar fyrir mör- landann. Eru það tvö gluggalaus geymslu- herbergi, hvort yfir öðru, sem náyfirþvert skipið. Stórt op er á báðum þessum far- rýmum og lóðréttur járnstígi örmjór nið- ur að fara. Engin dagsbirta nær í neðsta hólfið og loga þar dauf skriðljós; veggirn- ir eru ryðgaðir en gólfin óhrein í meira lagi. Á öllum tímum árs er íslendingum troðið niður í þessar daunillu myrkvastof- ur, en þó einkum vor og haust. Má þá sjá, helst hér við Suðurland, einhverja þá hryllilegustu sjón, sem hugsast getur: gott fólk og heiðarlegt í vístarverum, sem ann- ars eru ekki boðnar mestu illmennum, hjá þeim þjóðum, sem kalla sig siðaðar. Þvi að nú á dögum dettur engri ment- aðri þjóð í hug annað en að gera fang- elsi sín þannig úr garði, að þau séu bjðrt loftgóð og hlý, að mannlegum verum sé þar vel vært, án þess að týna heilsu sinni eða virðing fyrir sjálfum sér. En hjá okkur vekur það enga eftirtekt, þó að fátæklingarnir, sem þurfa að fara milli fjórðunga í atvinnuleit til að draga fram lífið, verði að lifa við hundraðfalt verri kjör, heldur enn stórglæpamenn í fangelsum. Hvernig lítur þá lestin út? Þangað er hrúgað vörum og farangri, stundum líka hestum, innan um fólkið. Á báðum gólf- um lestarinnar eru rúm við rúm, og stund- um pokar og kofort á milli. Venjulega eru gólfin forug og vex það, sem von er, þegar mannfjöldinn kemur, I rúmunum er fólk á öllum aldri, ungir menn og gamlir, konur og börn; verður hver að liggja þar sem hann er kominn innanum hráðókunn- ugt fólk. Milll hafna er nær byrgt hleðslu- op efri lestarinnar; leggur þá datifa birtu um lestina af skriðljósinu yfir tvö til þrjú huudruð andlit á gólfinu innan um kass- ana: Kvennfólkið og börnin sjóveik, selja upp út yfir kofortin, því enginn viðbúnað- ur er við slíku frá hendi skipstjórnarinn- ar. Hér og þar sitja karlmenn uppi og reykja, drekka eða spila um peninga. Blandast þar alt saman í rauðri ljósglæt- unni: reykurinn, brennivínsþefurinn, upp- sölugufan, og óloftið úr rökutn, óhreinum veggjunum. Og svo er á aðra hönd: grát- ur barnanna, vein veikra kvenna og for-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.