Skinfaxi - 01.02.1912, Síða 4
12
SKINFAXl
mælingar og ölæðisóp sumra karlmann-
anna, sem finna sáraukann og neyðina, finna
að |)eir búa þarna við ómannleg kjör, en
kunna engin ráð betri til að létta af neyð-
inni, en að deyfa hana með sterkum nautn-
um og stórum orðuni.
Ekkert vatn er í lestinni, og engin þjón-
usta af skipsmönnum; nema þegar aum-
ingjarnir voga sér á forboðna bletti á þil-
farinu eða stjórnarpallinum og dönsku
skipsmennirnir reka þá niður með barðri
hendi og illyrðum. Ekkert sýnir gleggra,
að við við höfum stéttaríg, og stéttaþótta
og stéttablindni en að leiðandi menn Islands
sjá ár eftir ár landa sína, fátæklingana,
leikna svo grátt, heyra skipstjórana húð-
skamma þá, nefna þá skríl og úrþvætti,
án þess að blikna, án þess jafnvel að tala
um, að einmitt þetta atriði: lífskjör ís-
lenskrar alþýðu, er mesta viðfangsefni þjóð-
arinnar.
Stundum nægir ekki að pína Islendinga
i lestinni, nieð ströndum fram, heldur er
þeim boðið hið sama milli landa. Sann-
orður Vesturfari hefir sagt mér, að þegar
hann fór til Vesturheims fyrir nokkrum ár-
um, var honum og félögum bans skipað
í eitt hornið í neðri lestinni alla leið til
Englands. Annars var lestin full af hest-
um, bæði sú efri og neðri. í hafi skall á
veður mikið og varð að loka opunum; var
þá gerður seglstrompur niður til farþeg-
anna í horninu til að byrgja þá að lífs-
lofti; en í hristingnum lagðist strompurinn
saman og var alt nær því kafnað í neðra
hólfinu, bæði menn og dýr. Tilviljun ein,
en ekki vit eða fyrirhyggju skipsmanna,
bjargaði lífi þessara manna.
Munur er nú á mannsæfinni. Munur
er á því, sem efnamenn annara þjóða veita
sér á ferðalagi, og því sem íslenska þjóð-
in á við að búa. Munur er á leikhöllum
sundskálum og páhnalundum úthafsdrek-
anna miklu eða lestinni dimmu og við-
bjóðslegu, sem megin-þorri íslendinga verð-
ur að nota, þegar þeir ferðast með strönd-
um fram. Þorir nokkur maður að segja,
að þau kjör séu góð, og að svona beri
að fara með menn af því þeir Iifa af að
vinna nytja-vinnu? Eða mundi nokkur
óska þess, að með sig væri svona farið,
ef hann ætti annars úrkost? Geta ekki
þeir, sem þessu ráða, reyntað skilja, eins
og Lear konungur í ofviðrinu og steypi-
regninu, að fátæklingar hafa b'ka hold og
blóð, að þeir finni til og kveljast fjarska
líkt og hinir, sem halda, að þeir séu göf-
ugri: Að sömu öft lyfta upp og draga
niður manninn, hver sem er líjsstaða
Jians.
Væri nú alveg óhugsanlegt fyrir íslensku
þjóðina næst, þegar leiðtogarnir biðja um
fylgd til að hafa ráðherrabrall eða hneyksli
utanlands eða innan, að biðja þá að líta
nær okkur að viðfangsefni? Við þyrft-
um ekki að ganga svo yfirtakslangt í kröf-
unum til þess að mikil bót væri fengin í
þessu máli. Við gætum t. d. sætt okkur
við á næstu áratugunum að unnið væri
þangað til mannabústaðirnij- í Iandinu, og
fartækin meðfram ströndum væru ekki
óheilnæmari, ekki tiltöluiega loftminni,
dimmri eða þrengri en meðalhegningar-
hús í siðuðu landi. Allir menn, sem hafa
opin augu, vita að við stöndum svo lágt
í þessu efni, að við verðum að taka stór-
kostlegum framförum áður en við náum
þessu vesala lágmarki.
Hér hefir verið stuttlega rakinn einn
þáttur úr hverdagslífi íslensku þjóðarinnar
og borinn saman við fremstu frændþjóðir
okkar. Munurinn er sorglegur. Og enn
sorglegri af því, að hvorki leiðtogarnir né
sjálfþjóðin virðast finna, hvarskórinn krepp-
ir að. Því að iíkt og strúturinn, sem hygst
að flýa veiðimanninn með því að fela
höfuðið i sandinum, reynuin við að bæta
drepið og dauðann i þjóðlíkamanum með
því að grafa okkur í háum haugum afl-
vana pappírslaga.