Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1912, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1912, Page 7
SKINFAXI 15 fegursta skemtigarði Lundúnaborgar, en Frakkar í Sygnu inn í miðri Paris. Er ]jað skeið 200 metrar, og allörðugt, því að þótt áin sýnist lygn, er þó vatnsmagn mikið og straumþungi en örmjótt þrep, sem sigurvegarinn verður að lenda við. Komi hann neðar að landi hefir hann tapað leiknum, jafnvel þótt hann sé lítið eitt fljótari en sá næsti, ef hann lendir á réttum stað. Það veldur þessari tilhögun, að sundraun þessi á að hvetja menn til að verða sem færasta til að bjarga drukn- andi mönnum, Er þá öllu meira komið undir að geta haldið réttri stefnu, hvað sem á dynur, en þótt fáeinum metrum muni á löngu færi. Nú á jóladaginn keptu 15 menn um Parísar-bikarinn. Einn þeirra var Meister, mesti sundgarpur Frakka; hafði hann unnið bikarinn fjórum sinnum i röð. Hugði hann enn á sigur og synti sem mest hann hann mátti og stefndi beint á markið; það gerðu einnig ílestir hinir kapparnir. En í miðri ánni varð straum- urinn þeim ofurefli, og hrakti þá niður fljótið nokkuð og út af réttri leið. Meister gekk þó dável, þar til ekki voru meir en 20 metrar að markinu. Þá greip straumiðan hann og kastaði honum nokkru metrum ofan fyrir lendingarstaðinn. Að eins einn af sundmönnunum beitti sér öllu meir í strauminn en til að brjót- ast áfram. Það var heimsmeistarinn á 200 metrum, Gourbet úr Belgíu. Hann náði þeim rétta lendingarstað fáum sek- úndum eftir að Meister lenti neðar. Cour- bet var 1 m. 45 sek. og vann hann hikar- inn. — Setjum svo að sundkappa okkar, Erlingi, hefði tekist að halda sama hraða á 200 metrum, mundi hann þó hafa orðið 45 [sek. á eftir heimsmeistaranum. En byrjunin er góð, og vel og drengilega fara sundmenn okkar af stað. Nýtt Ungmennafélag, 12. des. síðasth, á aldarafmæli Skúla fógeta, var stofnað Ungmennafélag á Hvann- 1 eyri í Borgarfirði. 05 voru félagsmenn orðnir um áramótin. Meginstyrkurinn 44, heima á staðnum, nemendur og kennarar, enda af eigi litlu að taka. Félagið heitir Islendingur. Páll kennari Zóphóniasson er formaður. Félagið hefir þegar gengið í sambandið. Það hlaut að koma Ungmennafélag á Hvanneyri. Eitt fjölmennasta heimili á landinu, jafnt vetur sem sumar, og all- þéttbygð sveit í kring. Og ekki þarf að kvíða húsnæðisleysi. Liklega eru Ung- mennafélög nú orðin einna þéttust i Borgar- firði, nálega í hverri sveit. Best trúi ég á framlíð Ungmennafélag- anna i sveitunum. Þar held ég bestan jai'ðveg fyrir þau. Þessvegna þykir mér svo vænt um að Ungmennafélag er stofnað' á ftíewcíaskólanum. Nemendur sækja þangað úr öllum áttum, og vissulega má búast við, að þeir verði þá einhverjir lili forgöngu um félagsskap heima fyrir á eftir. Tr. Þ. Eit um skógrækt. Sambandsstjórn hefir ákveðið að út verði gefið á vegum Sambandsins rit um skóg- rækt eftir Guðmund Davíðsson skógræktar- mann. — Það fræðir um margt það er nauðsynlegt er að vita öllum þeim, er hjálpa ætla til að „klæða Iandið“. Séð verður um að gera kverið svo úr garði, að eigulegt verði. Auk þess sem rit þetta verður selt öll- um, sem hafa vilja, er ákveðið, að kaup- endur Skinfaxa fái það ókeypis, — ]>. e. þeir sem borga blaðið. — Þau eiga að vinna hvort fyrir annað: Skinfaxi að út- breiða ritið — og það að fjölga kaupend- um Skinfaxa. Sig'urjóii Póturssou býst nú liL utanferðar. Hann mun fara um Norðurlönd, ef til vill víðar, og senni- lega taka þátt i olympisku leikunum í sumar. Þó mun aðaltilgangur hans að læra nýjar íþróttir og fullkomna sig í þeim 1 gömlu, í því skyni að geta síðan verið enn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.