Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI i^'Giiiiiiiiiiiir^'' »i;;i[iiininnir'‘ iiiL'iniiinirir^ SKINFAXI mánaðarrit U. M. F. í. — kemur út 1 Reylijavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu, Skóiavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Sjörn Þórhallsson Laufási Ritneind: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Mognússon, Tr. Þórhullsson. gert sér aS skyldu að beitast fyrir þeim þar, gerðu það á síðasta fjórðungsþingi sínu. Og engin ástœða er til að draga það lengur, að hefjast alment handa í þessu efni. Hingað til hefir staðið á leið- beiningum um, hvernig fara skyldi að. En nú eru þær fyrir hendi —i Skógræktarritinu. Skinfaxi mun jafnan ílytjafregnir af fram- kvæmdum sem gerðar verða á höfuðbóli skógræktar Ungmennafélaganna, landinu sem Tryggvi Gunnarsson gaf. — Girðing- arefni er þegar pantað, og henni mun komið upp í sumar. q Frá útlöndum. Persía og Tripolip. Nú berast með hverjum degi út um heiminn frásagnir um mikið ranglæti, sem þrjú stærstu ríki nútímans beita við tvær þjóðir sér veikari. Þessi barátta er sorg- leg en harla eftirtektarverð, einkuni fyrir smáþjóð eins og okkur Islendinga. Allir vita við hverja er átt. Annarsveg- ar skifta Englendingar og Rússar Persíu, hins vegar ræna Italir Trípólis, sem er lif- andi og náttúrlegur hluti Tyrkjaveldis. Bæði þessi lönd, sem sigruð eru, nutu í fullum mæli þeirra gæða, sem sumar aðrar þjóðir hafa ekki, en þrá svo mjög. Þær höfðu pappirsfrelsi, voru fullvalda í orði kveðnu, og höfðu verið það um marg- ar aldir; annað þeirra rneðan forfeður Eng- lendinga og Rússa voru vanmátta skræl- ingjar. Ef pappírsviðurkenning, hefð, loforð og samningar gætu bjargað þjóð frá undirok- un, þá mundi enginn skerða hár á höfði Persa né Tyrkja að þessu sinni. 011 sögu- leg rök, réttlæti og fjöldamargir samningar, viðurkendir af Englendingum og Rússum sjálfum, eru sjálfstæði þessara ríkja til tryggingar. En hvað stoðar það nú? Eng- inn spyr um rétt, heldur um afl. Sá sem hefur sterkastan hnefa, leggur hann á borð- ið fyrir framan hinn veika og segir: Hversu sýnist þér hnefi sá? Og undan hörðum högguni þess brynjaða hnefa hrynur eins og spilaborg fullveldi lítilmagnans. En á bak við fullveldið er annað aft, sem þá reynir á. Það er menning sigruðu þjóðarinnar. Það er orkumagn einstak- linganna, hyggindi þeirra, kunnátta þeirra í verkum og vísindum og ekki sist mann- gildi þeirra, skoðanaþroski, siðferðisþrek. Sumar þjóðir, af þeim sem fremstar standa nú á dögum, hafa ekki hið margnefnda fullveldi. Þannig eru t. d. Finnar, Danir í Slésvík og Búar í Afríku. Vitaskuld kreppa útlendu böndin að þeim í mörgu, ekki síst tveim hinum fyrnefndu; þó lifa menn þar jafn fullkomnu liíi, eða fullkomn- ara en margar alfrjálsar þjóðir svonefndar, af því að þær búa að sínu, vinna og rækta blettinn sinn, ala upp börnin sín með um- hyggju og búa þau undir að verjast kúg- urunum með efnalegu sjálfstæði og and- ans þroska. Og hver sú þjóð, sem þannig fer að, er í raun og veru ódrepandi, því á móti hverj- bragði kúgaranna finnur sá undirokaði, hrausti og vel uppaldi maður þúsund bjarg- ráð. Þegar Slésvikingum er bannað a& nota móðurmál sitt á mannfundum, í skól- um og kirkjum, þá tala þeir og syngja það með því meiri fjálgleik í heimahúsum fyrir luktum dyrum. Og þegar drottin- þjóðin gat ekki með nauðungarlögum, út-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.