Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 1906, eða öllu heldur með stofnun „Ár- manns í Reykjavík í janúar 1905, þó þess sé getið siðar i frásögninni. Enn er eigi kominn út nema fyrri (eða fyrsti) hluti rit- gerðarinnar og er því of snemmt að leggja dóm á hana sem heild. En ætlun mín var sú að benda mönnum á hana, þvi hún er fróðleg og allskemtileg, og prýdjd nokkrum myndum, sem bæta lesmálið, ílestar en eigi allar. Myndin af keppend- um um Islandsbeltið, i glimunni á Akur- eyri 1. apríl 1907, er t. d. alveg óhæf, og myndin af Lundúnaförunum 1908 er lakari en sú mynd af þeim, sem Oðinn flutti (IV, nr. 11, febr. 1909) með frásögn Hallgríms Benediktssonar um förina. Efni ritgerðarinnar mun eg eigi rökmeta að sinni. En eina athugasemd vil eg leyfa mér að gera. A bls. 51—52 er sagt frá hinu frækilega sundi Lárusar Rists yfir Eyjafjörð 1907, og á bls. 53 er getið um 3 pilta sem hafi unnið hið sama afreks- verk 1808. — En mér er spurn: Synti Karl Llansen ekki yfir fjörðinn 14. júlí 1997 ? Norðri skýrir svo frá (II, 30) að hann hafi gert það, á 33 mínútum. Ef þetta er rétt, hví er þess þá ekki getið meðal annara „skínandi fyrirmyndar- dæma?“ Um málið á ritgerðinni skal eg vera fá- orður. — Orðið „leikmót“ (= iþróttamót sem höf. nota oftast, er fornt og fagurt og ætti að ná aftur festu í málinu. Miður kann eg við orðið „soppleikur“ (= knatt- spark) þó það sé líka fornt, en ef til vill nær það vinsældum meðal íþróttamanna; þær íþróttir, sem iðkaðar voru í fornöld er í raun og veru sjálfsagt að nefna sömu nöfnum nú, þegar þær eru teknar upp aftur í sömu eða líkri mynd. Sigurdur Vigfússon. Muuið að Skógræktarritið verður sent öllum kaupendum Skinfaxa, þegar eftir að þeir hufa goldið andvirði blaðsins. [þrðttir. Isleuskur sigurveg-ari. Sigurjón Pétursson hefir æft grísk-róm- verska glímu í glímufélaginu Dan í Kaup- mannahöfu seinni partinn í vetur. 4. apríl var glímumót mikið í Árósum á Jótlandi; þangað fór Sigurjón og tók þátt í glímunni í næst þyngsta flokki og bar af öllum. Likaði Döuum illa, er íslendingurinn vann; þó fékk Sigurjón verðlaunin, silfurbikar allfagran, til fullrar eignar. íþróttasýuing U. M. F. E. Sunnudaginn 5. mai sýndu ýmsir íþrótta- menn, flestir Ungmennafélagar, glímur og leikfimi á Iþróttavellinum. Þar var margt manna. Ágóðinn rennur í sjóð Olympiu- faranna. Norðnienn sendu nýlega einn sinn besta sundmann John Johnsen til Málmeyar til að æfa þar í sundhöllinni undir olympisku leikina. Derby-kappreiðiu. 29. mars var háð aðalkappreið Englend- inga, við Derby; safnast þangað múgur og margmenni, og þykir fátt betri skemtun þar í landi en að vera þar áhorfandi. Þjóðin öll fylgist með í leiknum; nöfn hestanna og eiganda þeirra eru á hvers manns vör- um, og það því fremur, sem sá óvani er algengur, að menn veðja um hestana, hverj- ir vinna muni. 1 þetta sinn tóku 24 þátt í kappreið- inni. Hún er eftir hringbraut, svo breiðri að flokkurinn getur riðið fram allur í einu. Margar torfærur eru settar á veginn, svo ekki reynir á flýti einn, heldur stökkfimi og þol. Þessar tálmanir eru margskonar, garðar, skurðir, staurgirðingar o. s. frv. Sú hindrun sem flesta feldi i þetta sinn var þyrnigarður 5 fet á hæð og 3 fet á breidd. Bak við hann skurður, 6 feta breið- ur og á bakkanum 18 þuml. há girð- ing. Þar riðlaðist hópurinn; sumir hest-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.