Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 legðardómum og hverskonar rangindum brætt inn í sig þessa harðsnúnu útlendinga á landamærunum, þá reyndi hún að kaupa undan þeim landið. Of fjár var fengið i hendur þýskum mönnum til aö kaupa með jarðeignir Dana. En enginn, að heita mátti, vildi selja; ílestir voru efnalega sjálf- stæðir og þurftu þess ekki. En hinir sem urðu að selja, seldu löndum sínum í kyr- þey — og ekkert vanst á. Hver þjóð, sem svo er sterk í menningu fær, fyr eða síðar, þann stjórnarfarslega rétt, sem hún óskar, því hann er eðlileg afleiðing þess innra sjálfstæðis, og nær einkis virði án þess, því að lítilsigld og ómentuð þjóð, þótt fullvalda sé, eins og t. d. Rússar, verður sinn eiginn böðull, meðan fólkið er vesælt og þroskalaust. En sigurvegarinn neyðist til, ósjálfrátt, að virða hinn undirokaða eftir gildi hans. Þetta sést vel, ef borin er saman meðferð Englendinga á Egyptum og Búum. I öðru landinu eru íbúarnir skammsýnar, fákunn- andi smásálir, sem ýmist má ginna, múta eða hræða til hvers sem vera skal. Með slíka þjóð fer útlendi valdhafínn sem ó- myndug börn. Hinsvegar eru Búar, heims- ins mestu afreks og drengskaparmenn, sannir menn í hvívetna. Vegna fámennis lutu þeir í lægra haldi í hnefaleiknum, en jafnskjótt og kom til innri aflrauna, menn- ingarbaráttu, þá urðu Englendingar að við- urkenna, að þeir áttu við sinn jafnoka, og breyttu þá við Búana eftir því, fengu þeim fé til að græða sár landsins og for- ustu i Suður-Afríku. Þannig er milli þjóðanna ævarandi stríð, þar sem í fyrstu gætir aflsmunar en í engu réttlætis né góðs málstaðar. í þeim leik bíður veikari þjóðin lægri hlut. Þá fylgir menningarbaráttan, þar sem smá- þjóðin getur haldið sínu í bráð, og sigrað i lengd, ef hún á betri og vitrari mönnum á að skipa en drottinþjóðin. Örlög Persíu og Tripólis eru Ijóst dæmi þess, hve fá- nýtt er þjóðarsjálfstæði án einstaklings- þroska. J. J. Nýju skólarnir ensku. i. Fyrir nokkrum árum kom út á Frakk- Iandi bók, sem hét: Af hverju koma yfir- burðir Engilsaxa. Höfundurinn ber saman enskumælandi þjóðirnar við sína eigin þjóð. Honum þykir sem Engilsaxinn verði á flestum sviðum sterkari og sigursælli. Hann leitast við að skýra þetta til að verða Frökkum til bjargar í samkepninni. Við getum ekki stigið svo eitt skref, að við mætum ekki Englendingum, segir hann Við getum ekki litið á gömlu nýlendurn- ar okkar, án þess að sjá þar blaktandi enska fánann. Frá okkur hafa þeir tekið Norður-Ameríku frá Kanada til Missisippi- ósa, Indland og Egyptaland. Engilsaxinn drotnar í Ameríku í Bandaríkjunum og Kanada; hann ræður Suður-Afriku og Egyptalandi, hann á Indland, Ástralíu og. Nýja-Sjáland. Yfir Evrópu og heiminum öllum ræður hann með verslun sinni og iðnaði. Hann er eftirkomandi Rómverj- ans í þjóðaforustunni. Við, og ýmsar aðrar þjóðir, Þjóðverjar, Spánverjar og Italir reynum að eignast nýlendur, reynum að stofna heimsveldi. En þær nýlendur eru varla nema fyrir embættismennina sem kosta verður til að halda þar stjórn uppi. Við náum þar engri fótfestu, festum þar engar rætur, höldum valdi okkar við með hervaldi einu. En hvar sem Engilsaxinn stígur fæti á jörð, umbreytir hann öllu til framfara, út- breiðir og hagnýtir öll menningartæki nú- tímans, svo að nýlendar hans komast f mörgum greinum fram úr okkur; þess- vegna nefna þeir Evrópu gamla heiminn. Og maður verður að viðurkenna að við sýnumst ellilegir við hlið þessara efnilegu ungviða. Berum saman til skýringar, hvað Engilsaxar hafa gert úr Nýja-Sjólandi og við úr Nýju-Kaledoniu, hvað Spánverjar og Portugalsmenn hafa gert úr Suður-Ame-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.