Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 2
82 SKINFAXI en steinninn í umgjörðinni höggvinn og skorinn svo sem vœri þar trjákrónur með lifandi blómum og blöðum. Og þó er margt af þessu og einkum hið fegursta og listfengasta margra alda gamalt, og má þar sjá marga „móða“ og stíla, því mannsandinn ann umskiftum og breyting- um og finnur æ nýa fegurð, hvar sem T, . hann leitar. En hver fram- bera vitni kvæmd á upptök sín í anda ''undarins^" manns*ns> er klæðist þá holdi og blóði virkileikans, varir stundum stutta stund en stundum lengi; svo er og um stórbyggingar þessar og lista- verk, að þær eru steinrunnar hugsanir for- feðranna, er sýna allan hug þeirra og heimsskoðun, hvað þeir þráðu og vonuðu hvað þeir kviðu og óttuðust, hver var trú þeirra um þetta líf og hið tilkomandi. Sé þannig álitið, fá þvílíkir steinar margfalda þýðing fyrir eftirkomendurna. Þeir hafa fyrst og fremst sitt notagildi, eru haldgóðir ættar- og erfðagripir, gagnlegir i menning- arbaráttu þjóðarinnar. Þeir eru geymslu staður margra veikbygðra listaverka, sem annars mundu gleymd og glötuð. Þeir hafa listagildi sjálfir, og eru boðberar feðr- anna. Dauðir og Iífvana halda þeir svör- um og vörnum uppi fyrir fúnum leifum eldri kynstóða. Á íslandi En lorfeður °kkar skorti vantaði þennan ódauðlega stein til haisteinffan skÍóls’ e^a sem farveS fyrir listaþrá sina. Þessvegna urðu íslensku listaverkin orðin ein — ljóð og sögur og annað ekki. Nær því alt hitt — sem skapað var í listaátt, sýnilegt og áþreif- anlegt, er nú horfið burt eins og snjórinn sem féll í fyrra. Steinöldin En nÝ old er rnnnm> stein- kemur til öldin er komin til íslands í Islands. r , . iyrsta smn og leggur undir sig landið milli fjalls og fjöru. Hún kom í fyrstu litil og yfirlætislaus eins og Iæk- urinn í sögu Björnsons, en náði brátt fót- festu og virðist nú líkleg til að gefa Is- lendingum fyrsta færið, sem þeir hafa feng- ið til að eignast varanleg hús og sanna húsgerðarlist. Bóndinn sem Þessu var þanm'g háttað innieiddi að einn bóndi í Mýrarsýslu stej puna. sem Upp vjg afrétt í afdal nokkrum, hugðist að reisa sér bæ úr höggnu grjóti. Þetta var um aldamótin seinustu. En þar í kring var ekkert nema beinhart blágrýti, sem aldrei vildi klofna eins og. vera átti. Steinlímið var flutt heim um langan veg, en ekkert varð gert við blá- grýtið. Þá datt bóndanum það snjallræði í hug að steypa veggina en hlaða þá ekki. Hér var í mikið ráðist, því enginn hafði reynt þetta fyr hér, og verkfræðingarnir stóðu með krosslagðar hendur og vissu ekkert fremur en aðrir, hvort þetta væri vit eða vitleysa. Góð En reynslan kom og Iagði byrjun. blessun sína yfir Jóhann f Sveinatungu, (því að hans var dýrðin) og alt hans hús. Veggurinn harðnaði og styrkt- ist og varð svo þéttur, að hvergi var smuga svo að stinga mætti títuprjóni. Steinsteyp- an hafði haldið innreið sína i landið. Fáein ár liðu nú. Menn skildu að hér var eitthvað mikilvægt á ferðum. og steypu- húsunum fjölgaði með hverju ári í kaup- túnum og sveitum. Og nú er svo komið, að flestir sem byggja vilja, nota steypuna svo að allar líkur eru til, að eftir svo sem mannsaldur sjáist varla hús úr öðru efní neinstaðar á landinu, nema í allra verstu jarðskjálftahéruðunum, þar sem timbur verður notað enn um stund. Steyptu hús- °S þessi nýu hus eru sv0 in údýr. ótrúlega ódýr. Þau getur hver maður, sem hefir sæmilegt verksvit, bygt hjálparlítið. Sumir steypa steina á veturnar, þegar ekki verður annað aðhafst, og hlaða þeim og líma á sumrin. Og f útlenda efnið, steinlimið, sýnist fara ótrú- lega lítið. Á einum bæ, tveggja dagaleið frá kauptúni, var búið að byggja steypu- hús í sumar sem Ieið. Það var tvílyft, ' 28XH> og átti að rúma fjórar fjölskyldur. Og útlenda efnið i þessa miklu steypu kost-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.