Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 83 aði tpepar 400 kr.! Manni hlýnar við fiá hugsun, að nú loksins geti íslenska þjóðin fengið góð og varanleg hús, nú sé komin sú öld. pegar lógu, leku, saggasömu bæirn- ir liverfa úr sögunni. . Steinöldin lætur sér ekki SteinT)offar. . , næg]a með bustaði mann- anna; nú leggur hún undir sig árnar og vötnin í viðbót. Hingað til hafa allar brýr á iandinu verið gerðar úr tré eða járni, og er hvorugt endingargott, síst timbrið. Og nú útrýmir steypan því. Fyrir nokkrum ár- um var steyplur steinbogi yfir Fnjóská í Þingeyarsýslu, næstum }iví 90 feta langur og þótti undursamlegt mannvirki. Síðan heíir hver steinboginn fylgt í annars fót- spor; á Holtavörðuheiði eru einir fimm eða sex, allir bygðir siðan i hitti fyrra, og víðar er vel að verið. Þýðing- steiu- Hver er sá, sem ekki gleðst aldariunar fyrir land sitt og þjóð, er á Islaudi. , . . .. , , , hann ser tvo stra vaxa, þar sem áður var eitt? Hver sitja hjá og haf- ast ekki að, þegar framför nútímans veitir tækifæri til að sameina í varanlegum mann- virkjum gagn og fegurð? J_ j. Þættir frá Ólympíuleikjunum. III. Leikirnir í Stokkhólmi. Það má með sanni segja, að leikirnir í Stokkhólmi í sumar Iiafi verið Svíum til stórsóma. Undirbúningur hafði verið mjög mikill, enda frágangur allur og fyrirkomulag hið fullkomnasta. Var heldur ekki vanþörf á að svo væri, því aðsókn íþróttamanna að leikjunuin hefur aldrei verið jafn mikil og nú, þar sem full 4000 þátttakenda sóttu mótið frá 28 þjóðum. Þjóðirnar keptust um að láta sem mest á sér bera, ekki ein- ungi@ á leikvellinum, heldur á einn og ann- an hátt þess utan. Svíar gerðu sér far um að taka sem best á móti gestunum svo för þeirra yrði þeim til sem mestrar ánægju og vitanlega létu þeir sér um leið ant um, að þeir mættu fá sem besta hugmynd um þjóðina og landið yfirleitt; enda er ég ekki í neinum vafa um það, að þeim hafi tek- ist það vel, og mun hin forkunnarfagra höfuðborg þeirra hafa ótt drjúgan þátt í því, þar sem allir íþróttamennirnir, hvaðan sem þeir voru, luku lofsorði á veruna í Stokkhólmi. Framkoma þjóðanna var mjög mis- munandi; meðan kurleisin og höfðingskap- skipaði hásæti hjá einni, teygði ruddaskap- urinn og lítilmenskan sig frain hjá annari. Framistaðan var að sama skapi mjög ólik, enda skilyrðin æði mismunandi. Anierikumenn komu á sínum eigin leik- velli, að heita mátti; það var skip stórt og fagurt, sem kom með þó beint frá Ame- ríku og beið þeirra meðan á leikjunum stóð; var þar sundlaug, hlaupabraut og annað er þeir þurftu til æfinga. Var þetta þjóðinni til stórsóma, þvi alment var sagt, að það líktist höfðingskap hennar. Englendingar virtust mér sérstaklegasýna bróðerni í allri sinni framkomu og einstaka virðingu báru þeir fyrir sinni fornu íþrótt, knattleiknum og skal ég hér nefna eitt dæmi, sem til var tekið: Þá er Englend- ingar og Danir keptu um fyrstu verðlann í knattleik, fengu Englendingar „fríspark“ rétt við mál Dana, fyrir einhvern rudda- skap af þeirra hendi, svo hverjum Eng- lendinganna var i lófa lagið að sparka knettinum í mól, en í stað þess ganga þeir allir frá, enginn vill þiggja sparkið; loks hleypur einn til og sparkar knettin- um út af vellinum. Að láta leggja sig- urinn þannig upp í hendur sínar, það var Englendingum ekki samboðið, nei, þeir vildu hafa „fair play“* — vinna sjálfir með réttu — eða tapa. Eg var stórhrif- inn af þessari framkomu Englendinga og spurði sessunant minn, hvað hann héldi að mótstöðumennirnir hefðu gert í þeirra spor- um? „Eg er í engum vafa á því“, segir *) Drengilegan leik.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.