Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI a<5 ekkert gœti úr útgáfunni orðið sakir þess eins, að þjóðin hefði ekki hugsun á að eignast hana. Hitt er um tímarit er Einar skáld Hjör- leifsson hugsar sér að koma á fót, en ger- ir ekki nema að nógu margir áskrifendur fáist. — Það á að ræða mál á öllum svið- um þjóðltfsins, án jiess að ritið verði flokks- málgagn. Sögu eða sögukafla hugsar hann •sér i hverju hefti og fögur kvæði. Sér- -staka stund ætlar hann að leggja á það, að ritið fræði menn sem mest um það sem best er hugsað og mesta eftirtekt vekur í útlendum bókum og tímaritum, og flestir landsins ritfærustu menn hafa heitið því stuðningi sínum. Menn eru vísir til að hafa skiftar skoð- anir um þörfina á slíku tímariti, sumir sjá hana en aðrir ekki. Ætli nokkur óski þess að Skírnir og Eimreiðin hefðu aldrei verið til. Eg held ekki. En hins vegar get eg búist við því, að mörgum skjótist yfir að skynja það, að hér er verið að spyrja þjóðina að því, hvort hún vilji eign- ast álika rit og þau er eg nefndi, eða jafn- vel miklu betra, og að hennar skylda er strax að segja til, hvort hún vill það eða ekki. Og þó að nú svo illa færi, að áskrif- endurnir yrðu ekki nógu margir og ekkert yrði þess vegna af útgáfu ritsins, þá veit eg fyrir víst að það stafaði ekki af neinu öðru en tómlæti, svo mikill hluti lands- manna hefði tekið þau bókakaup fram yf- ir önnur, þegar hann hefði farið að átta sig á því. Og færi þjóðinni það ekki hálf-illa, að hafna tímariti sem helsta skáldið og rit- snillingurinn hennar býður, eu hampa á meðan hinum allra-aumustu bókanefnum, sem fégjarnir menn prakka inn á hana? Nokkrar likur eru til þess, að ekki hafi verið haft „nógu hátt“ um hvorttveggju þessar ráðagerðir, útgáfu orðabókarinnar og tímaritsins. Þess vegna ætla eg að senda formönnum Ungmennafélaganna boðsbréfin, svo að þeir gefi mönnum kost á bókunum. Vænti þess að þeir láti und- an ganga ef kostur er. Guðbrandur Magnússon. Um tóbak. Þaö er ekki fullur mannsaldur síðan að veldi Bakkusar fór að huigna hér á landi. Aldraðir menn segja, að nú sé önnur öld- in, en þegar þeir voru að alast upp. Þá hafi enginn þótt maður með mönnnra, sem ekki hafi haft glas í vasa og í samkvæm- um hafi jafnvel ódrukknir menn gert sér upp drykkjulæti, til þess að vera eins og aðrir menn, en ekki eins og siðlaus grey. Svona var almenningsálitið, en því hefir verið breytt. Nú skartar það ekki á nein- um, að sóa fé sínu fyrir vín né veikja krafta sína með víndrykkju. Nú er Bakkus að sönnu landrækur að kalla, en frásögn gömlu mannanna minn- ir mig á annan óvin, sem hefir óskertan borgararétt í landinu, það er tóbaksnautnin. Það þykir nú enginn maður með mönn- um nema hann reyki; gangi með vindil milli tannanna og auðvitað gerir hann sig mannalegan með stubbinn, vingsar honum spölkorn til hliðar, — púar reyknum lag- lega frá sér með þar til heyrandi fettum og brettum. Það er list að reykja þótt margir kunni. Það þykir ókurteisi að þiggja ekki viudil og bjóða ekki vindil, en að reykja, það þykir fínt, og í kaupstöð- unum byrja börnin á því 7—Sáragömul. Aldrei varð vegur Bakkusar svo mikill með hinni íslensku þjóð, að honum væri knésett 7—8 ára gömul börn. Þess eru líka fá dæmi, að konur hafi drukkið, en færist það nú ekki í móð að konur reyki? Hvað leiðir af því? Og þegar allir eru komnir á það að reykja, ungir og gaml- ir, er þá tóbakið ekki orðið beimilisvarn- ingur einsog kaffi og te? Á ofdrykkju- öldinni var það kvenfólkið, sem hélt þjóð- inni að hálfu leyti á floti og forðaði henni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.