Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 85 Tvö boðsbréf. Ef alt jiað væri komið i framkvæmd, sem Islendingar hafa viljad vel, og það sem þeir liafa talað um að þyrfti að gera þjóð- inni til gagns, þó ekki væri jafnvel nema allra siðustu árin, þá værum við ekki neinir skussar lengur. En þvi er nú ekki að fagna. Og satt er það, að miklu er hægra að hugsa og tala en að framkvæma. En fer ekki of mikið af þessum góðu ráðagerðum í súginn hjá þjóðinni fyrir aðrar sakir en þær, sem eru henni ósjálf- ráðar ? Vissulega. Það er orðin svo gömul venja aðgerðar- leysið, að þeir eru fáir sem kveinka sín þótt þeir sjái þjóðþrifamál velta um sjálft sig, lognast út af og koma aldrei til fram- kvæmda að eilífu — — nema ef vera skyldi að því leyti, að taka sig þá til og npphugsa eitthvað annað, álíka gagnlegt, til þess svo að fara sömu leiðina — og sennilega eiga þær þangað rót sína að rekja, margar hinar mætu tillögur er fram hafa komið í seinni tíð. Og aðgerðarleysið er á báða bóga, bæði hjá þeim sem hugmyndirnar eiga, og hin- um, sem eiga að hjálpa lil að bera þær fram til sigurs, Höfundarnir kunna ekki við það að fylgja málinu með þeim hávaða og gaura- gangi sem þyrfti' til þess að vekja hina, finst oft að málið sé sér of skylt til þess, að menn muni telja þá gera ]>að til þess eins að láta „bera á sér“, eða í eiginhags- munaskyni, því oft þyrftu þeir að hafa hönd í hagga með verkinu sem vinna þyrfti, ef vel ætti að fara, eða þá að þeim er það of viðkvæmt til þess að vera að hafa mjög hátt um það, finst það svo óbrotið og auðskilið, að snúist fólkið ekki við hugs- uninni strax, þá eigi það heldur ekki skil- ið að njóta hennar. Þetta er leitt þóað þaðeigi sínarafsakanir. En hitt er miklu verra að tómlætið skuli vera svo ríkjandi hjá almenningi, hjá sjálfri þjóðinni sem þykist skilja það, að hún þurfi að vinna vel og samtaka fyrir tilverurétti sinum, þjóðinni sem trúir þvi að hún sé af betri ættum en allar aðrar þjóðir, að hún sjálf skuli vera móðir allra hinna ótölulegu hugmynda, er „bornar hafa verið út“ — og að hún skuli hafa gert það sjálf. Við verðum að hætta að „bera út“ vel- ferðarmál þjóðarinuar. Og við þurfum þess alls ekki. Skuldinni hefir hingað til alt of oft verið skelt á fátæktina, en oftast að ósekju. Fátækt bagar ekki hrausta, táp- mikla og bjartsýna unglinginn, sem leggur af stað úr föðurhúsum með tvær hendur tómar, og sem ekkert á nema tímann og sjálfan sig, en sem þó tekst að koma öll- um hugsjónum sínum í framkvæmd. Þvi skyldi hún þá fremur baga þjóðina. Við unga fólkið megum ekki láta okkar eftir liggja að reyna að hreyta þessu til hóta. Fyrir framan mig eru tvö hoðsbréf, og bæði geta þau um þjóðþrifamál. Hið fyrra er að „Orðábók ístenzkrar tungu að fornu og nýju eftir Jón Ól- afsson.“ „Allar mentaþjóðir, nema Islendingar, eiga orðabækur yfir tungu sína með skýr- ingum skráðum á henni sjálfri. Slíkar bækur eru nauðsynlegar ungum og göml- um, lærðum og leikum, og alveg ómiss- andi hverjum skóla. Þær eru blátt áfram eitt hið besta og nauðsynlegasta menningar- tæki“, segir í boðsbréfinu, og ennfremur: „Menn eru beðnir að athuga það, að marg- ir áskrifendur eru skilyrði fyrir að út- koman geti gengið svo greiðlega sem til er ætlast, og að mönnum er léttara að eign- ast bókina á þennan hátf, en að kaupa hana síðar alla í einu“. Um þessa bók má óefað fullyrða, að hún sé eitt hið þarfasta og merkasta rit er út verður gefið á islenskri tungu, og að á sviði bókmentanna gæti tómlætið naumast unnið meiri sigur en þann,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.