Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 3
SKINFAXI 91 sem allsherjareign, þá kemur til kasta þiggjendanna ab meta gjöfina og gefand- ann að maklegleikum. Menn verða að gera sjer grein fyrir, hvort maSurinn hefur farið í landaleit og fundiS ný lönd, aða hvort hann hefur aSeins ruglaS saman frá- sögnum á tíundu eSa tuttugustu hönd, hvort verkið ber með sér, að höf. hafi staðið augliti til auglitis við virkileikann, eða hann birti aðeins það, sem Pétur og Páll sáu. Eftir ]iví hvort maðurinn er dyggur verk- maður eða ótrúr þjónn í sannleiksleitinni, á að meta gildi hans. Eg hefi verið svo fjölorður um þennan augljósa mun, sem er á vísindamönnun- um, og vísindalegum tilberum, af því mér virðist að mikill glundroði ríki í þessu efni, að minsta kosti meðal þeirra manna, sem þykast hafa vit á. Höfundar eru oft metnir hér á Iandi eftir því, hve þykkar bækur þeirra eru. Sé að velja um tvo, þá virð- ast jafnvel trúnaðarmenn þjóðarinnar spyrja fyrst, hve mörg pund af lituðum pappír Páll hafi með sínu soramarki, og hafi hann þyngri pappírsbagga en Pétur, þá er sagt, að Páll sé snjallari. Um hitt er ekki spurt, hvor hafi fundið og gefið menningunni meira magn af hreinum og áður ófundnum sannindum, en það er þó aðalatriðið. Þegar nú á að leitast við að meta verk Guðmundar Finnbogasonar, þá verður það ekki virthér eftir þyngd eða þykt bókarinnar. Það munu aðrir gerar, heldur hvort hann hafi auðgað heiminn með nýum sann- indum eða ekki. Bók þessi er þannig tilkomin, eins og íslendingum mun kunnugt, að til er hér á landi sjóður einn allmikill, sem styrkir með nokkurra ára millibili, íslenska heim- spekinga til þriggja ára námsdvalar við erlenda háskóla. Guðmundur fékk styrk þennan fyrir nokkrum árum og fór suður um lönd, var langdvölum i Frakklandi og Þýskalandi; ennfremur í Austurríki, Sviss og ítaliu. Kom síðan heim og hafði þá, að þvi er virðist, fengið meiri og viðtæk- ari mentun en annars gerist hér á Iandi. Næsta vetur hélt hann tuttugu fyrir- lestra í Reykjavík, þá hina sömu, er hann hefur nú gefið út og nefnt ,.Hug og heim“ Aldrei fyr hafði þekst þvílík aðsókn að nokkrum fróðleik í höfuðstaðnum. Stærsti fundarsalurinn rúmaði ekki alla sem hlusta vildu, svo að hver fyrirlestur var tvíflutt- ur. Klukkutíma áður en opnað var, stóð hópur manna við salsdyrnar, hvernig sem veður var, og beið þess að fá orðið að heyra. Sögðu svo fróðir menn, að Guð- mundur mundi vera sá fyrstu maður, sem grætt hefði á heimspeki. Hverju sættu þessar vinsældir? Ástæðurnar voru marg- ar. Guðmundur er manna orðhagastur og talaði um efni, þar sem fræðimenn voru orðvana; sumir komu til að heyra ný og snjöll orð, slegin og mótuð í sjóð íslensk- unnar. Sumir komu af því allir komu, en langflestir sóttu fyrirlestrana svo fast, af því þeir fundu, að ræðumaðurinn kom úr landaleit, að hann hafði glímt við veru- leikann og fengið blessun lians. Þó hetði þetta, ef til vill, ekki verið nóg ef Guðmundur hefði verið „moldviðris- heimspekingur.“ En þar var öðru nær. Sennilega hefur honum verið meðfædd sú gáfa, að vera ljós, að gera það erfiða létt, að skilja áheyrandann eða lesarann, giska rétt á hvernig skilningi hans er háttað og laga sig eftir ]>ví. En ótvirætt hefir Guðmundur Iíka notið þess sérstaklega, að í stað þess að flestir fræðimenn okkar eru aðallega nærðir á þýskum eða dansk-þýsk- um bókmentum, þar sem moldviðrisblind- bylurinn á upptök sín, hefir hann meir og meir orðið fyrir áhrifum franskra hugsun- arskörunga og James hins ameriska. En frakkneskir höfundar eru allra manna Ijós- astir, skarpskýrastir, og skrifa með meiri glæsileik og snild en títt er um aðra menn. Hinsvegar var James sprottinn upp úr

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.