Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 6
94 SKINFAXI hann með engu móti, heldur hitt, að skól- inn taki sór gott heimili til fyrirmyndar og reyni að líkjast því. Þessvegna eru híbýl- in öll miðuð við þarfir myndarlegs og góðs heimilis. Húsin eru smekkleg, rúmgóð, bygð móti sól, gluggar opnir dag og nótt Hver nemandi hefir sitt herbergi; kenslusal- irnir eru búnir eins og skemtilegar setustof- ur, prýddar blómum og listaverkum. Þann- ig er þetta skólaheimili hið ytra, en í svip- uðu horfi fer öll innri stjórn og starfsemi. Kennarar og nemendur lifa eins og ein fjölskylda, veita hver öðrum, eins og hönd hendi og fótur fæti. Þar eru engir harð- vítugir nótumeistarar, engar kensluvélar til að gjósa fróðleik yfir nemendurna og mæla síðan í prófdöllum, hve mikið loði eftir í löggunum. Kennararnir eru fyrst og fremst menskir menn með holdi og blóði, sem breyta við nemendurna eins og yngri vini, eins og yngri bræður, er væru fald- ir umsjá þeirra. Hlutverk slíkra kennara er miklu meira en að fræða. Þeir standa á verði um læri- sveinana, eru í sumu fremur þjónar þeirra en meistarar, þjónar sem leita með föður- legri ástúð að hverjum góðum og lífvæn- legum eiginleika er vaknar í fari nemend- anna, vernda hann, hlúa að honum svo að hann nái fullum þroska. Þeir gera alt sem hægt er, til að nemendurnir verði hraustir og harðgerðir, stæltir móti sjúk- dómum, þolgóðir til hverskonar áreynslu. Þeir veita þeim allmikla þekkingu, en þó fremur dómgreind og leikni til að afla sér kunnáttu á sem bestan hátt. En seinast og ekki síst miðar þetta heimilisuppeldi að því að gera nemendurnar þroskaða í sið- gæði og fegurðarsmekk, gera þá að góðum drengjum, hörðum í kröfum við sjálfa sig, sanngjarna og réttláta við náungann, næma fyrir fegurð og fegurðarnautn í náttúrunni, i listum og skáldskap, í sálarlegum og fé- Jagslegum efnum, hvar sem eitthvað ger- ist gott og eftirbreytnisvort. En til að fullnægja þessum skilyrðum hefir dr. Reddie og aðrir brautryðjendar nýu skólanna orðið að vera strangir í kennaravali, og ekkert hefir reynst jafn mikil hindrun eðlilegri framför þessarar skólastefnu, eins og skorturinn á mönnum, sem færir væru til að vinna í þvilíkum víngarði, því að krafan var sú, að þeir væru alliliða menn, góðir drengir, gáfaðir og vel mentir, íþróttamenn og smekkmenn í hvívetna. Þar skyldi enginn sá vera, sem ekki mætti verða fyrirmynd æsku- mannanua. Fyrsta verk kennaranna við nýkomna lærisveina er að rannsaka þá likamlega og andlega, fá Ijósa hugmynd um, eftir því sern má verða, hvernig þeir eru úr garði gerðir, hvað í þeim býr, hvers þeir æskja til hvers þeir eru best fallnir. Síðan, er mælingu þessari er lokið, er leitast við að sníða hverjum lærisveini stakk eftir vexti í uppeldinu, láta klæði andans eigi fara ver að sínu leyti, en hinn ytri búnað. Þetta er nýtt. Gömlu skólarnir taka ekki tillit til einstaklinga. Reyndar vita forkólfar þeirra að líkindum, eins og flestir, sem reynslu hafa í þeim efnum, að menn eru ólíkir í innviðum ekki síður en í út- liti, en þeir gefa því engan gaum, og láta sem allir væru í sama móti steyptir. Þess- vegna skera þeir öllum sömu andlegu klæðin, — þau sem reglugjörðin ákveður. Heilir herskarar fara þannig ár eftir ár gegnum sömu milluua, og hve margir líða þar tjón á sál'og líkama, eða hvorttveggju, veit enginn til hlítar. Fjöldamargir eru að eðlisfari frábitnir bóknámi, eða vissum greinum þess. Samt verða þeir að læra það, og taka próf í því samhliða hinum, sem hafa gáfur í þá ált. Hinir fyrnefndu dragast aftur úr, læra lítið og geta lítið lært á þá vísu; verða neðarlega við próf, og finna að aðrir dæma heildargildi þeirra eftir þeirri hlið, sem prófin reyna á. Þeir finna fyrirlitning annara, sprottna af lágum prófvitnisburði þeirra; stundum trúa þeir sjálfir þessum einhliða dómi og álíta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.