Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 95 sig úrkast og afhrak veraldarinnar, þó að þeir hafi í öðrum efnum ágæta kosti, sem ekki ber eins á í svipinn, af því þeir heyi’a ekki til umdæmi prófanna. Þannig verða prófin til að beygja og draga úr mörgnm manni að óþörfu, enda dæma þau að jafn- aði harðast, þá sem hafa framkvæmdar- og starfs-gáfur, en er síður sýnt um utanað- lærdóm. En að spilla og draga úr þess- um mönnum er hinn mesti skaði fyrir þjóðina í heild sinni. Önnur hlið málsins er sú, hve gömlu skólarnir reyna eingöngu á námshæfileika æskumannanna en vanrækja líkamsupp- eldið. Mér dettur í hug, til dæmis, skóli nokkur, þar sem ófermd börn sitja við andlega áreynslu, í tímum og heima, 10— 11 tíma á dag meira en hálft árið. Það eru um 60—70 stundir á viku. En þessi sami skóli hefir einar 4 stundir vikulega til verklegra æfinga og leikfimi. Svo niikill er hugurinn, sem fólkið hefir á að þroska andann, að menn nær því gleyma líkam- anum. En líkaminn gleymir sér, því miður, ekki sjálfur. Hann er eins og akur, sem sprettur eins og í hann er sáð; hann tel- ur og geymir syndir og yfirsjónir, sem drýgðar eru móti lögum hans, en liegn- ingin fyrir brotin heitir veiklun, sjúkdómar og stytt mannsæfi. Hér á landi eru engar rannsóknir til um afleiðingar þvílíkrar skólakenslu. En í sunium öðrum löndum hafa læknar og sálarfræðingar hafist handa og rannsakað börn og unglinga í skólunum, einkum til að finna, hvort taugaveiklun fari vaxandi, því fleiri sem námsárin væru. Eg set hér fáein dæmi úr Jiessum skýrslum og vel þau tvö lönd í Evrópu, sem standa sitt í hvorum fylkingararmi í frelsi og menn- ingu. En það eru Svissland og Rússland. I Svisslandi eru laugaveiklaðir nemend- ur af hverju hundraði sem hér segir: Börn 12—14 ára. Taugaveikl. 20—40°/0 Ungl. 17-18 — — 50-60% Skýrsla Rússa er fyllri: Börn 9 ára. Engin taugaveiklun. — 10 — Taugaveikluð 8% — 12 — — 20% Unglingar 16 — — 83% 19 — — 77% Eitthvað meir en lítið hlýtur að vera bogið við hina venjulegu skólavist, úr því hún brýtur svo hraparlega niður líkamleg- an þroska, jafnvel með þjóð jafn þrosk- aðri og Svisslendingar eru. Nýu skólarnir þykjast með öllu öruggir gegn þessari hættu, og til að fyrirbyggja hana eru gerðar rannsóknir þær, sem fyr var drepið á. Hver nemandi er mældur og veginn bæði líkamlega og andlega, fyrst við inntöku og síðan með stuttu millihili, meðan hann er í skóla. Verkefni i skól- anum eru mörg og um mikið að velja; er svo til ætlast, að hver og einn fái aðal- lega þau viðfangsefui, sem eru við hans hæfi. Sá sem er lítið Imeigður til bók- náms en vinnufús og verklaginn, á aðgang að margbreyttu verklegu námi; seinna verður hann ef til vill nýlendumaður vestur við Kyrrahaf, í Suður-Afríku eða Astralíu, þar sem lífið býður þau skilyrði, sem hugur hans og uppeldi hafði beinst að. Annar er sérílagi hneigður fyrir tungumál; liann fær þau. Þriðji hefir mestar mætur á náttúruvísindum, fjórði á íþróttum, og hver um sig fær það, sem hann vill og þráir helst, fær að stunda það sérstaklega, og aðrar greinar að því leyti, sem hann og kennararnir fmna að best er í samræmi við eiginleika hans, og þó einkum þann sem sterkastur er og líklegastur til að verða honum mest til bjargar. Þó skyldi enginn halda, að með þessum hætti þurfi svo að segja jafnmargar deildir og menn eru. Því þó að enginn sé öðrum líkur bókstaílega, þá hefir þó þorri manna þau meginatriðisameiginleg að unnat. d.ein- hverri íþrótt eða líkamsáreynslu, að vera fær til einhvers bóknáms, og þó einkum til að lifa í friði og góðsemd við náunga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.