Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1913, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI fús að fórna hverju sem er fyrir ríflegt þjórfé. Alls engin menningaráhrif leiðo af slíkum gestum; jafnvel þótt eitthvað væri af þeim lærandi, umgangast þeir sníkjandi þjóna sína eins og óæðri verur; engin líf- vænleg sálarleg eða siðferðisleg bönd tengj- ast yfii' þá gjá. Það er ekki til öruggari teið til að úrætta óspilta alþýðumenn, held- en að gera þá að gistihússþjónum, sem lifa eiga af gjöfum gestanna, eins og tíðk- ast í öllum ferðamannalöndum. líiðurlag'. Allar þessar framfarir, togarar, höfnin, járnbrautir, verksmiðjur eiga sam- merkt í því, að þær skapa stórauð fárra manna, og réttlitla, háða örbirgð fjöldans. Ef þær eiga að verða að þjóðargagni, verður að fylgja þeim samsvarandi ger- breyting í þjóðaruppeldinu, og siðferðislífi manna. Þá geta þær orðið til blessunar. Ef vélarnar vinna fyrir manninn til að stytta daglegt brauðstrit hans, til að gefa honum tíma til að vera maður, borgari, þáttakandi í þeim ógrynnis andans auði, sem mannkynið hefir erft, þá fyrst ná þær tilgangi sínum, en það er ekki orðið enn og verður heldur ekki hér á Islandi nema með einu móti, sem engum kunnugum dettur i hug að íslendingar liafi vit á að nota. Enþaðer að skoða þjóðaruppeldið sem aðahnál, að neyta allrar orku til að búa hverneinastaheilbrigðan manní landinu und- ir að geta leyst viðfangsefnin sem verða á vegi hans. Með yfirburða heppileguuppeldi, og engu öðru, má gera mannkynið fœrt um að drotna yfir anda gullsins. J. J. Nýu skólarnir ensku. VIII. Ekki vinst hér tími til að segja frá ölÞ um námsgreinum eða aðferðum nýu skól- anna, enda gerist þess varla þörf, því að af því sem sagt er, má álykta um það sem ekki er lýst, þvi að allar aðferðirnar eru bygðar á sömu meginreglunni, þeirri að lœra af að vinna, að læra um náttúruna með því að skoða hana sjálfa, læra tungu- málin með því að nota þau eins og móð- urmál, læra landafræði með því að ferðast, sjá lönd og borgir með eigin augum. En vitaskuld er þess ekki kostur nema að litlu leyti; er þá gripið til þess næst besta að gera löndin, móta mynd þeirra í leir, eða teikna uppdrætti margskonar, um jarð- myndun, loftslag, gróður, atvinnuvegi o. s. frv. En á eitt verður að minnast, af því að það- stingur svo í stúf við aðfarir Islendinga. Það er reikningskenslan. Getur nokkuð- hugsast fjarlægara Iífinu, eða miður fallið til að vekja áhuga fyrir námi en þessar tölur „út í bláinn“ sem höfundarnir fylla með hinar venjulegu stærðfræðisbækur ? Dr. Reddie lætur þar á móti ekki reikna neitt dæmi sem ekki er tekið beint úr dag- Iegu lífi skólans. Þannig fara gegu um hendur nemendanna, allir reikn- ingar skólans, tekjur og gjöld, reikningar búsins, bókasafnsins, kenslutækjanna og allra þeirra viðskifta, sem skólinn hefir út á við og inn á við. Og allir þessir reikn- ingar verða að vera svo réttir, ljósir og vel gerðir, eins og ætti skólastjórinn sjálf- ur að senda þá undir úrskurð strangra endurskoðenda. En ef þessi viðfangsefni eru ekki nógu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.