Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1913, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1913, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 erfið og margbreytt þá eru önnur til, hendi nærri; það eru smíðisgripir nemenda, marg- ir og fjölbreyttir, bæði úr tré og málmi. Þeir eru mældir og síðan reiknaðir út að flatar- og þyktarmáli. Þannig liggja dæm- in við hendina, fyrir þá sem finna kunna, dæmi sem koma þeim við, er með fara. Á þann hátt verða stafirnir lifandi, og með að ráða þær gátur, sem daglegt líf beinir að mönnum, eru líkur til að það sé lært, fyrst og fremst, sem mest þörf er á. Þannig er kenslan, sú bóklega, alt það sem ísleudingar og raunar flestir menn aðrir heimta af skólunum. En hér er líka kent annað meira, kend erfiðisvinna, vinna sem gerir líkamann þreyttan, hendurnar skorpnar, rífur fötin og markar þreytuspor í andlit mannsins. Þó senda engir börn í nýu skólana, nema þeir sem efnaðir eru. Þeir eru fátæklingunum of dýrir. En hvað hafa efnaðir menn með vinnukunnáttu að gera, þeir sem aldrei þurfa hendi að dýfa í kalt vatn? Slíkt mundi mörgum Islend- ingi ráðgáta, því að hér er vinnan álitin böl, sem flestir vildu flýja, ef þeir gætu; samkvæmt þeim skoðunarhætti er vinnan niðurlægjandi, og að bera einhver merki áreynsluvinna hin mesta hneisa. Jafnvel þeir sem vinna sjálfir, trúa þessu og blóð- skammast sín fyrir vinnuna. Mér er fyrir minni, hve oft einn íslenskur stjórnmála- maður hefir getað látið mörg hundruð veð- urbarna sjómenn veltast um af hlátri yfir sneiðyrðum til eins andstæðings, sem eitt sinn var skósmiður. Bæði ræðumanni og áheyrendum finst ekkert jafn átakanleg sönnun þess, að andstæðingurinn sé al-ófær til allra opinberra starfa eins og það, að hann hefir unnið áreynsluvinnu, hefir sól- að skó. Vinnan er hér talin brennimark, óafmáanlegt af enni þess, sem hefir neytt brauðsins í sveita síns andlitis. Á Islandi mundi Franklín aldrei hafa orðið sendiherra, né Lincoln forseti, þótt þjóðin hefði þurft að velja menn til þeirra starfa og átt slikra manna völ. En til eru þó með öllum þjóðum, jafn- vel hinum hlindustu, þeir menn sem betur sjá. Þeir vita að öll eign mannanna, i efnis- eða andans-heimi er sköpuð með vinnu, að hver kynslóð bætir með áreynslu og æfistarfi sínu nýjum auði við. Á að gera mun þessara verkamanna, hefja suma til skýjanna, en fella aðra niður í undirdjúp? Eiga þær stéttir manna, sem annað hvort lifa af erfðafé eða vinna frennir með hugs- un en höndum að fyrirlíta, misskilja og kúga þær mörgu miljónir sem skapa hinn áþreifanlega arf menningarinnar, og búa að líkamlegum nauðsynjum þann hluta mannkynsins, sem ekki vinnur erfiðis-störf? Ef til vill er sljóum og þröngsýnum sál- um svölun í þeirri fyrirlitning, en hún ber vitni á móti þeim sjálfum, ákærir þá um að þeir gangi blindandi i fararhroddi þeirra, er þeir þykjast leiða. í ensku löndunum hefir þessi flónslega vinnufyrirlitning aldrei náð jafn föstum tökum eins og hér á landi, eða í þeim löndum, sem eru fyrirmyndir okkar. Fjölda margir af frægustu mönnum Englendinga hafa unnið erfiðisvinnu i tómstundum sín- um sér til hressingar. Þessvegua þarf sið- ur að undra þótt Dr. Reddie hafi tekið vinnuna á stefnuskrá nýu skólanna. Þar hefir ekki þurft annað, en að ganga feti lengra en samtíðin gerði. Tvo klukkutíma á dag vinnur hver nem- andi i nýu skólunum líkamlega vinnu ; það er skylda, sem enginn getur skorast und- an, eitt af því fáa, sem er nær því eins fyrir alla. Og ástæðan er sú, að hver mað- ur, sem til nokkurs er fær, getur unnið, og getur haft gottafþví. „En þessir menn er ríkir“ munu menn segja „og þurfa ald- rei að hlaða upp vegg, setja niður kartöfl- ur eða smíða skeifur“. Getur verið. En hver veit sína æfina fyr en öll er? Sum- ir sem fæðast ríkir, verða fátækir, og þurfa þá að vinna, hvort sem þeir vilja eða ekki. En þó að ekki komi fátækt til, þá er lík- amleg áreynsla holl, nauðsynleg til að halda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.